Laufey Helga
:)

17. Nóvember til 21. Nóvember.

Á mánudaginn var frekar lêttur tími. Við lásum fréttir, horfðum á myndbönd og fórum í efnafræði leiki í iPödunum.

Á miðvikudaginn vorum við að spjalla aðeins um skýrslu gerð í fyrri tímanum. Við lærðum með því að skrifa skýrslu þarft að skipta henni í nokkra hlut sem eru:

 • Fræðilegur inngangur: Inngangur skýrslunnar með upplýsingum um viðfangsefnið.
 • Framkvæmd: Henni er skipt í áhöld og tæki og svo vinnulýsingu. Vinnulýsing er eins og uppskrift af köku. þar kemur ekkert fram hvernig þú gerir heldur bara hvað á að gera.
 • Niðurstöður: Þar segiru svo frá hvernig gekk með tilraunina.
 • Heimildir: Þar skráiru niður allar heimildir sem þú notaðir í skýrsluna.

Í seinni tímanum áttum við svo að skrifa sjálfa skýrsluna. Við vorum að skrifa skýrslu um sígarettu tilraunina. Ég var með Helgu Margréti og Guðna í hóp og við unnum bara mjög vel saman en hér kemur smá partur af skýrslunni.

Þetta er INNGANGURINN án fræðilega partsins.

Markmið tilraunarinnar er að finna út hvaða efni og efnasambönd eru í tóbaki. Svo er líka verið að reyna að sjá hamskipti (soild, liquid og gas) og efnasambönd leysast upp. Það sem á að gerast er að reykurinn úr sígarettunni fari í gegnum gler- rörið og ofan í hitt tilraunaglasið sem er í klaka, þéttist en restin gufar upp í mæliglasinu.

FRAMKVÆMD: 

Áhöld og tæki: 

Tækjagrind, gúmmí slanga, Camel sígaretta, mæliglas, sprittbrennari, krukka, keiluglas, gúmmí tappar með einu eða tveimur götum, beygt gler-rör, klemmur til að halda áhöldunum uppi, tvö tilraunarglös.

Mynd með uppsetningu áhaldanna.image(Heimild)

VINNULÝSING: 

Maður byrjar á að festa klemmurnar á tækjagrindina og setja sprittsbrennarana í tvær af klemmunum. Svo setur maður sígarettuna ofan í eitt tilraunaglasið og tappann á sem er með einu gati (mjög mikilvægt að hafa eitt gat). Svo festir maður gler-rörið á tappann og festir annan tappa með tveim götum á hitt tilraunaglasið. Festir annan enda gúmmí slöngunnar í hitt gatið á tappanum og setur hinn endann á slöngunni í stórt mæliglas. Svo seturðu ískalt kala vatn í krukkuna með tilraunaglasinu ofan í. Svo seturðu vatn í keiluglasið en bara í helminginn af glasinu og fyllir mæliglasið af vatni og setur slönguna þar ofan í. Svo hvolfar þú mæliglasinu sem er með slöngunni ofan í, í keiluglasið. Svo kveikirðu á sprittsbrennaranum svo að sígarettan brenni.

NIÐURSTÖÐUR: 

Þegar við kveiktum í sígarettunni þá kom strax reykur sem fór úr öðru tilraunaglasinu og í hitt tilraunaglasið. Reykurinn sem var í seinna glasinu þéttist af því að glasið var ofan í ísköldu vatni, en þegar lofttegundir fara í kulda þéttist lofttegundin. Það var einmitt það sem gerðist hjá okkur. Svo átti loftið sem þéttist ekki að fara í mæliglasið og það heppnaðist líka. En loftið sem þéttis ekki fór í gegnum slönguna blés frá sér vatninu sem var ofan í mæliglasinu, ofan í keiluglasið. Það kallast uppgufun. Þegar sígarettan var alveg brennd þá var mjög mikil tjara í tilraunaglasinu sem sígarettan var í. Þá var komið að því að þefa að öllum glösunum. Í mæliglasinu var lyktin skást en hún var samt ógeðsleg. Svo þefuðum við af glasinu sem reykurinn þéttist í og hún var verri en fyrri lyktin. Svo þefuðum við af glasinu sem sígarettan var ofan í og lyktin þar var lang verst. Þessi tilraun var mjög skemmtileg.

 

Við fundum mikið af gagnlegum upplýsingum um efnin sem eru í sígarettum en við notuðum  Vísindavefinn mjög mikið. Efnin og efnasamböndin eru ca 4000 og það eru um 40 þeirra krabbameinsvaldandi. Meðal þessara efna eru:

 • Nikótín: Það er mjög kraftmikið og ávanabindandi efni og er ekki nema sjö sekúndur á leiðinni upp til heilans.
 • Tjara: Í henni eru nokkrir tugir af krabbameinsvaldandi efnasamböndum. Þegar þú andar henni að þér situr um 70% af tjörunni eftir í lungunum.
 • Kolsýrlingur: Kolsýrlingur getur verið lífshættulegur í stórum skömmtum. Kolsýrlingur hamlar flutning súrefnis með blóðinu og veldur þannig fjölgun rauðra blóðkorna og blóðið verður seigara og þá verður meiri hætta á blóðtöppum og öðrum alvarlegum hjarta- og æðasjúkdómum.

Þetta eru bara þrjú dæmi um efni í sígarettum en þau eru mikið, mikið fleiri en þetta. Áhrif efnanna nikótíns, tjöru og kolsýrlings eru mikið verri og skaðlegri en þetta. Svo eru líka mörg önnur efni eins og:

 • Akrýlónitril.
 • Ammoníak.
 • Arsenik.
 • Benen.
 • Benzópýern.
 • Blásýra.
 • Brennisteinsvetni.
 • Dímetýlnítrósamín.
 • Formaldehýð.
 • Hýdrazín.
 • Metanól.
 • Pólóníum 210.
 • Úretan.

Það sem þessi efni eiga sameiginlegt er að flest þeirra eru krabbameinsvaldandi eða mjög eitruð við innöndun eða snertingu.

Á fimmtudeginum fengum við svo aftur iPadana og fórum í leiki í phET þar sem eru mjög gagnlegir og skemmtilegir leikir um það hvernig frumeindir eru byggðar. Svo fórum við líka í Kahoot sem er skemmtileg spurninga keppni. :)

Fréttir:

Hvaða tóbak er skaðlegast?

Kostnaður offitu og reykinga er nánast sá sami.