Laufey Helga
:)

15. desember til 19. desember.

Á mánudaginn vorum við bara að ákveða hvað´við ætluðum að gera á miðvikudaginn í tvöföldum tíma. Við ákváðum að fara í jólakahoot. Við eyddum tímanum í að búa til 3-5 spurningar um eitthvað sem tengist jólunum.

Á miðvikudaginn fórum við svo í kahoot keppnina sem við bjuggum til, sem var mjög gaman. Við fórum svo líka í annað jólakahoot (sem einhver annar gerði) og pokemon kahoot og bara allskonar :)

Á fimmtudaginn þá fengum við frjálst í tölvuverinu :)

Fréttir og fróðleikur :)

Stjörnumerkin.

Hvað gerist ef þú gengur á hrauni?

Venus express.

tviburarnir-mynd

Mynd af stjörnumerkinu tvíburunum en stjörnuhrapa drífan kom úr þeim.

(mynd)

 

8. desember til 12. desember.

Á mánudaginn þá var nearpod kynning um stjörnuskoðun. Við vorum að skoða myndir og myndbönd um stjörnur. Svo inn á milli áttum við að svara nokkrum spurningum um stjörnufræði og það sem Gyða  var að tala um. Til dæmis í hvaða stjörnumerki myndu koma u.þ.b 160 stjörnuföll á klst. (svar: tvíburarnir) og hvernig á að finna pólstjörnuna og margt fleira.

Á  miðvikudaginn kláruðum við nearpod kynninguna og prófuðum app sem heitir Sky view en þar ertu með geiminn fyrir framan þig og ef þú hreyfir ipadinn þá snýst geimurinn og þú getur séð stjörnurnar á réttum stöðum og stjörnumerki og plánetur koma upp. í seinni tímanum fórum  við í tölvuverið og prófuðum forrit þar sem heitir Stelarium sem er líka um stjörnurnar nema þarna var allt mikið nákvæmara og þú sérð bara það sem er að gerast í geiminum nánast á þeirri stundu sem þú notar forritið.

Á fimmtudaginn vorum við að skoða mikið af fréttum um stjörnufræði. Svo skoðuðum við blogg hjá öllum í bekknum.

Fréttir:

Sáu 74 stjörnuhröp á klukkutíma!!

Flott myndband – himininn :)

 

1. desember til 4. desember.

Á mánudaginn var Gyða ekki svo að við fengum frjálst annað hvort í iPödunum eða fartölvunum en ég, Helga og Ragnheiðúr vorum bara að teikna á töfluna :)

Á miðvikudaginn notuðum við tímann í að horfa á nokkrar stuttmyndir og myndbönd um stjörnufræði (eða meira svona að myndirnar væru í framtíðinni og fólk væri farið að lifa á Mars líka). Gyða var svo með stutta kynningu um næsta hlekk sem er stjörnufæðihlekkur sem verður bara tvær vikur. Við horfðum líka á trailer-a á nokkrum myndum. Svo fór Gyða yfir blogg hjá helmingnum af bekknum.

Á fimmtudaginn kláraði Gyða að fara yfir blogg hjá restinni af bekknum. Svo fengum við einkunnina úr heimaprófinu og við fórum yfir prófið.

Frétt:

Ori­on lent mjúk­lega í sjón­um.

 

 

24. nóvember til 27. nóvember.

Á mánudaginn var bara svona auðveldur tími. Við vorum að skoða fréttir um t.d. mann sem var með bandorm í heilanum í fjögur ár. Við skoðuðum líka hve mikil bráðnun Mýrdalsjökuls er búin að vera mikil síðan árið 1986. Megnið af jöklunum í kring eru nánast alveg bráðnaðir niður. Jöklarnir bráðna vegna hlýnun jarðar en jörðin er að hlýna vegna mannfólkið mengar svo svakalega mikið. Svo skoðuðum við líka blogg hjá öllum í bekknum. Í lokin á tímanum fengum við svo einkunnina fyrir skýrsluna en minn hópur fékk 9,7 fyrir skýrsluna.

Á miðvikudaginn fórum við í efnafræði-alías og ég var með Begga, Axel og Einar Ágústi í hóp og okkur gekk bara frekar vel. Við áttum bæði að lýsa orðum úr efnafræði og einhverju sem er ekkert tengt efnafræðinni. Svo þegar við  náðum á einhvern sérstakan reit áttum við að leika eða allir máttu giska eða leika frumefni. Við áttum að lýsa orðum eins og frumefni, sætistala, þétting eða einhverjum jólasveini og mörgu öðru. Í seinni tímanum (það er tvöfaldur tími á miðvikudögum) fórum við í tölvuverið og vorum að blogga, læra betur að setja inn myndir og tengla. Svo máttum við annaðhvort blogga meira eða fara í efnafræðileiki. Ég fór í efnafræðileikina en við notuðum þá til að undirbúa okkur fyrir heimapróf. Svo í lok tímans fengum við heimapróf í efnafræði. Við máttum nota öll þau hjálpargögn sem við vildum.

Á fimmtudeginum áttum bið að skila prófinu í fyrsta tímanum. Svo í náttúrufræði tímanum fengum við frjálst vegna þess að Gyða var ekki.

Fréttir og myndbönd.

Munaðarlaust svarthol.

Einstakir eiginleikar vatns.