Laufey Helga
:)

24. nóvember til 27. nóvember.

Á mánudaginn var bara svona auðveldur tími. Við vorum að skoða fréttir um t.d. mann sem var með bandorm í heilanum í fjögur ár. Við skoðuðum líka hve mikil bráðnun Mýrdalsjökuls er búin að vera mikil síðan árið 1986. Megnið af jöklunum í kring eru nánast alveg bráðnaðir niður. Jöklarnir bráðna vegna hlýnun jarðar en jörðin er að hlýna vegna mannfólkið mengar svo svakalega mikið. Svo skoðuðum við líka blogg hjá öllum í bekknum. Í lokin á tímanum fengum við svo einkunnina fyrir skýrsluna en minn hópur fékk 9,7 fyrir skýrsluna.

Á miðvikudaginn fórum við í efnafræði-alías og ég var með Begga, Axel og Einar Ágústi í hóp og okkur gekk bara frekar vel. Við áttum bæði að lýsa orðum úr efnafræði og einhverju sem er ekkert tengt efnafræðinni. Svo þegar við  náðum á einhvern sérstakan reit áttum við að leika eða allir máttu giska eða leika frumefni. Við áttum að lýsa orðum eins og frumefni, sætistala, þétting eða einhverjum jólasveini og mörgu öðru. Í seinni tímanum (það er tvöfaldur tími á miðvikudögum) fórum við í tölvuverið og vorum að blogga, læra betur að setja inn myndir og tengla. Svo máttum við annaðhvort blogga meira eða fara í efnafræðileiki. Ég fór í efnafræðileikina en við notuðum þá til að undirbúa okkur fyrir heimapróf. Svo í lok tímans fengum við heimapróf í efnafræði. Við máttum nota öll þau hjálpargögn sem við vildum.

Á fimmtudeginum áttum bið að skila prófinu í fyrsta tímanum. Svo í náttúrufræði tímanum fengum við frjálst vegna þess að Gyða var ekki.

Fréttir og myndbönd.

Munaðarlaust svarthol.

Einstakir eiginleikar vatns.