Laufey Helga
:)

19. Janúar til 22. Janúar 2015.

Á mánudaginn var Gyða ekki svo að við vorum bara að hafa það kósý :)

Á miðvikudaginn var foreldraviðtalsdagur, enginn skóli :)

Á fimmtusaginn byrjuðum við á nýjum hlekk. Við vorum að byrja á eðlisfræði-hlekk. Við vorum aðallega að spjalla um hlekkinn og setja inná hugtakakortið okkar. Við töluðum samt mest um bylgjur. Bylgjur skiptast í tvo meginflokka, þverbylgjur. Myndband með hreyfingu þeverbylgja. Og mynd:

image(Heimild)

Og hinn flokkurinn er langsbylgjur. Myndband með hreyfingu langsbylgja. Og mynd:

image(Heimild).

Við horfðum svo á myndbönd, fórum yfir blogg og lærðum aðeins  um flóðbylgjur (tsunami) og tókum aðeins fyrir stóru flóðbylgjuna í Indlandshafi annan í jólum árið 2004. Svo fó Gyða aðeins yfir það sem við ætluðum að gera í þessum hlekk :)

Fréttir og myndbönd :)

Myndband úr tímanum.-hljóðmystur.

Annað myndband úr tímanum.

Flott vatns tilraun :)

Fljótandi ljós.

Vísindamenn hægðu á ljósinu!

Vangamynd af vetrarbraut.

Bengal kisurnar komnar heim :)

 

 

5. Janúar til 16. Janúar 2015.

Vísindavakan var stuttur hlekkur um bara allt sem tengist tilraunum. Í vísindavökunni er verið að læra að gera margt með tilraunir eins og vísindalega aðferð, rannskóknarspurning, svar við rannsóknarspurningunni, áhöld og efni, nákvæma vinnulýsingu og niðurstöðu. Þetta verkefni er mjög skemmtilegt. Maður vinnur í tvegga eða þriggja manna hópum, finnur sér tilraun og tekur hana upp, býr til plakat, gerir sýnitilraun eða skrifar skýrslu. Ef að þú tekur upp ertu í rauninni að gera skýrslu, bara á myndbandi. Hópurinn sem ég var í, ég, Helga og Ragnheiður ákváðum að taka tilraunina okkar upp. (Myndbandið með tilrauninni). Við gerðum tilraunina neðansjávareldgos í krukku en við fundum tilraunina í Vísindabók Villa 2.

Og að tilrauninni…..  Við fundum okkur fyrst tilraun sem virkaði ekki en fundum svo tilraunina sem við gerðum. Við byrjuðum tilraunina á því að kynna til hvers við værum að gera þessa tilraun (vísindavaka 2015) og kynna okkur og tilraunina. Svo töldum við upp áhöld og efni sem voru:

  • Stór krukkua.
  • Lítil flaska sem kemst ofaní krukkuna.
  • Band.
  • Dropateljari.
  • Rauður matarlitur.
  • Heitt og kalt vatn.

Svo þegar  við vorum búnar að telja allt þetta upp þá sýndum við hvað ætti að gera, sem sagt vinnulýsinguna. Maður byrjar á því að setja heitt vatn í litlu flöskuna og kalt vatn í stóru krukkuna. Svo setur maður matarlitinn ofaní litlu flöskuna (með heita vatninu) og hristir aðeins. Því næst bindir þú spottann við litlu flöskuna og lætur hana síga ofan í stóru krukkuna. Þá ætti vatnið með matarlitnum að fara upp úr flöskunni og vera nánast á yfirborði kalda vatnsins í stóru krukkunni. En afhverju? Þá er komið að niðurstöðunni. Það sem gerist er að: „Þegar hlutir hitna þenjast þeir út, sameindirnar í efninu  færa sig hvor frá annarri og egnið léttist. Þess vegna er heita vatnið léttara en það kalda og því rís það upp og flýtur á yfirborðinu.“ -Vísindabók Villa 2. Svo fimmtudaginn 15. janúar var komið að sýningardeginum. Þá sýndum við bekknum video-in okkar (það voru allir með video) sem var rosalega gaman.

VIKURNAR:

Á mánudaginn (5. janúar) vorum við bara að  spjalla um vísindavökuna og byrjuðum að finna okkur tilraun. Ragnheiður var ekki svo að ég og Helga fundum okkur tilraun sem var segulmagnað slím.

Á miðvikudaginn (7. janúar) var fyrsti framkvæmdardagurinn. Þá var Helga ekki svo að við Ragnheiður vorum bara að undirbúa allt.

Á fimmtudaginn (8. janúar) byrjuðum við svo að gera slímið og taka upp. Við náðum ekki að klára svo að við geymdum bara slímið fram á mánudag.

Á mánudaginn (12. janúar) ætluðum við svo að halda áfram en…. þá var slímið ónýtt svo að við bara byrjuðum aftur  með nýja tilraun sem við fundum í tímanum.

Á miðvikudaginn (14. janúar) tókum við nýju tilraunina upp sem gekk mjög vel og byrjuðum að klippa myndbandið. Svo um kvöldið kláruðum við að klippa :)

Á fimmtudeginum (15. janúar)  var sýningardagurinn og  þá sýndum við tilraunirnar :)

FRÉTTIR:

Olíufyrirtæki nota andrúmsloftið sem holræsi.

Hitametið slegið án El nino!