Laufey Helga
:)

9. Mars til 13. Mars 2015.

Á mánudaginn var nearpod kynning um hvernig er hægt að búa til rafmagn með vatnsorku. Hér er mjög góð útskýring á því hvernig vatnsafls virkjanir virka. Svo tókum við nearpod-próf um hvernig þetta virkar. Það sem er t.d notað er:

  • túrbína
  • Rafall
  • uppistöðulón.

Hvernig er hægt að gera rafmagn úr vatni? Í stuttu máli, þá er vatninu safnað í lón- þá er vatnið með stöðuorku. Svo er því hleypt af stað í gegnum túrbínuna og rafalinn-vatnið er orðið að hreyfi orku. Rafallinn vinnur svo hreyfiorkuna í raforku.

semsagt úr stöðuorku yfir í hreyfiorku yfir í raforku :)

Á miðvikudaginn við byrjuðum tímann á því að skoða hvaða mynd frá því í facebook leiknum okkar (í síðustu viku) hefði unnið. Myndin okkar með toppneytandanum vann :) En svo skipti Gyða okkur í hópa ( ég var með Gumma og Ragnheiði) og við áttum að lesa fræðilegan texta inná síðu Þingvalla þjóðgarðsins og skrifa niður hvert og eitt í hópnum niður lykilhugtök á miða og svo settum við það upp saman í eitt stórt og flott hugtakakort.

Á fimmtudaginn misstum við af nátturufræði vegna kynningu á faggreinavali. Ég var í spilavali og hópurinn minn bjó til mjög skemmtilegt borðspil sem heitir Hummus :)

Fréttir og fleira

Álfarnir sáttir á nýjum stað :) 

Endurbætt klósett :)

Leave a Reply