Laufey Helga
:)

Mánudagurinn 14. september.

Á mánudaginn var nearpod kynning um lindýr og skrápdýr. Við fórum yfir flokka lindýra sem eru: höfuðfætlingar, samlokur, sniglar, sætennur, einskeljungar, nökkvar og skelleysingjar. 

image image imageÞetta er glósupakkinn sem við fengum frá Gyðu.

 

Þriðjudagurinn 15. september

Á þriðjudaginn var tvöfaldur tími. Þá var Gyða ekki í skólanum en við byrjuðum á dýrafræði ritgerðinni. Það gekk alveg ágætlega hjá mér :) Ég náði að klára innganginn og byrjaði líka aðeins á fræðilegri umfjöllun um krókódíla.

Fimmtudagurinn 17. September

Á fimmtudaginn fengum við meiri tíma til að vinna í ritgerðinni. Það gekk mjög vel :)

Krókódílar🐊 

Krókódílar eru brynvarin skriðdýr. Þeir eru þaknir hörðu hreistri. Helstu einkenni þeirra eru að þeir eru allir með langan hala og stutta fætur, stóran tenntan kjaft og þeir eru næturdýr. Vegna þess að þeir eru næturdýr eru þeir með mjög góða sjón. Stærstu dýrin (karldýrin) verða allt að sjö metrar að lengd og eitt tonn að þyngd. Fræðaheiti er: Crocodylus niloticus. 

Hér er flott myndband og myndir um það að það var fyrirsæta sem fór í myndatöku með krókódíl!

Leave a Reply