Laufey Helga
:)

Mánudagurinn 28. september.

Við byrjuðum tímann á því að skoða blogg og fórum svo að tala um tunglmyrkvann sem var nóttina 28. september. Við skoðuðum fullt af flottum myndum af tunglmyrkvanum. Tunglið var í jarðarnánd (sem þýðir að það sé 4,7% stærra og 16% prósentum bjartara) og því stærsta fulla tungl ársins. Ég vaknaði til þess að kíkja á myrkvann en það var svo skýjað að ég sá ekki mikið en sá samt eitthvað aðeins. Hér er bloggsíða með fullt af myndum og myndböndum af myrkvanum.

Þriðjudagurinn 29. september.

Í fyrri tímanum lásum við texta um nokkrar tegundir orma. okkur var skipt í fjóra hópa (minn hópur: ég, Helga, Ragnheiður og Guðmundur) og áttum að skiptastu á að lesa og taka saman efnið, spyrja spurninga, skýra og spá fyrir um framhaldið. við lásum um flatorma, þráðorma og liðorma.

Flatoramar 

Lifa bæði í sjó og fersku vatni-sumir eru sníklar í líkama annarra dýra. 

 • Líkami flatorma er flatur, skiptist jafnan upp í litlar einingar sem eru kallaðar liðir.
 • Bandormar
 • er einn hópur flatorma.
 • Þeir eru allir sníkjudýr í mönnum eða öðrum dýrum.
 • Hefur stundum króka á höfðinuog festir sig með þeim í meltingarfærum dýra. Þar sýgur hann næringu í gegnum húðina.
 • Aftur úr höfðinu vex röð af liðum og lengstu bandormar geta orðið margir metrar að lengd.
 • Þeir geta valdið sjúkdómum hjá þeim sem hýsa þá.
 • Sjúkdómar sem fylgja bandormum:
  -Sullaveiki-var algeng á Íslandi en er nú að mestu horfin.
 • Þráðormar
 • Lifa bæði á landi, stöðuvötnum og sjó.
 • Yfirleitt smáir.
 • Skiptast ekki í liði.
 • Mikilvægir sundrendur. -brjóta niður leifar bæði dýra og plantna.
 • Í einni fötu af mold geta verið milljónir þráðorma.
 • Mjög margir þráðormar eru sníklar. Dæmi um sníkjuþráðorma; njálgur, tríkína og spóluormur.
 • Njálgurinn er algengur í börnum.
 • Spóluormurinn er oftast í köttum, hundum og hestum.
 • Í hestunum er hægt að finna allt að 30 cm. langir spóluormur.

Liðormar

 • Ánamaðkur er liðormur.
 • Líkaminn skiptist í hringlaga liði.
 • Á Íslandi lifa um tíu tegundir af ánamöðkum og þeir stærstu verða um 20 cm. langir.
 • Þeir bæta og auðga jarðveg.
 • Stærstu ánamaðkar heims búa í S-Afríku og verða um 7 m. langir.
 • Allir ánamaðkar eru tvíkynja.
 • Burstormar eru liðormar sem búa í sjó og anda með tálknum eða húðinni.
 • Iglur (blóðsugur) eru einn hópur liðorma og búa í sjó og fersku vatni.

Ég notaði bókina Lífheimurinn til að glósa uppúr, bls. 82-83.

Í seinni tímanum fengum við tíma í ritgerðinni.

Fimmtudagurinn 1. október.

Á fimmtudaginn var kennara þing og þar af leiðandi enginn skóli.

Krókódíl

Í ritgerðinni ætla ég að fjalla sérstaklega um Nílarkrókódíla þannig að núna kemur smá umfjöllun um þá. Nílarkrókódílarnir verða elstir af öllum flokkunum sem eru af krókódílum en þeir geta orðið 100 ára ef þeir eru villtir en ef þeir eru í dýragörðum verða þeir ekki mikið eldri en 40 ára en náttúrufræðingar telja að það sé vegna hreyfingarleysis. En þótt að þessi krókódíll sé kenndur við hið fræga fljót, Níl, í Egyptarlandi finnst hamm víðar í Afríku, eða í 41 ríki allt í allt og útbreiðslan nær allt til Suður-Afríku. Útbreiðsla Nílarkrókódílsins nær því yfir afar fjölbreitt svæði og greinist Nílarkrókódíllinn í nokkrar deilitegundir. Flestar deilitegundirnar eru mjög stórar en oftast eru fullvaxta dýr í kringum fimm metra á lengd en þó hafa fundist allt að sex metra langir einstaklingar. Á syðsta hluta útbreiðslusvæðisins eru fullorðin dýr aðeins minni en hin dýrin. Þegar litið er á heildina yfir stofnstærð Nílarkrókódílsins er hún afar sterk eða á bilinu 250-500 þúsund dýr (það er svipað og Ísland!!) Í þjóðgörðum og ýmsum verndarsvæðum er fjöldinn stöðugur, en mjög líklegt að það sé fækkun á þeim svæðum „þar sem aðgengi náttúrufræðinga hefur ekki verið sem skyldi”. (Bein tilvitnun af Vísindavefnum) Þar sem Nílarkrókódílnum hefur verið útrýmt hefur leirgedda sem er ránfiskur, fjölgað óhóflega og það hefur orðið til þess að stofn nytjafisks hefur minnkað. Þetta hefur gerst víðs vegar um Mið-Afríku og sýnir glögglega mikilvægi Nílarkrókódílsins fyrir vatnasvæði álfunnar.

Tekið af Vísindavefnum, Getið þið sagt mér allt um krókódíla?

Fréttir:

Þeir ákváðu að gera eitthvað nýtt á hverjum degi… í 30 daga!!

Lyfti bílnum á meðan ökumaðurinn var dreginn út.

Gator-boys-video

 

 

 

Leave a Reply