Laufey Helga
:)

Mánudagurinn 9. nóvember 

Á mánudaginn var fyrirlestratími og við tókum allt þetta fyrir:

 • Hreyfing: Breyting á staðsetningu eða stöðu hlutar.
 • Vegalengd: Er fjarlægð milli staða.
 • Ferð: Hraði hlutar þegar það er ekki tekið tillit til stefnu hans.
 • Ferð í ákveðna stefnu kallast hraði.
 • Hraði: Segir bæði til um ferð og stefnu hlutar. Hraði getur bæði verið mældur í m/s (metrar á sekúndu) eða km/klst (kílómetrar á klukkustund). Hraði= Vegalengd ÷ tíma. Þegar hraði tveggja hluta er í sömu stefnu leggst hraðinn saman, en ef hraði þeirra er í gagnstæða stefnu þarf að notast við frádrátt.

Svo fórum við vel yfir hröðun vegna þess að við vorum að fara að gera hröðunar tilraun.

 • Hröðun: Hraðabreyting hlutar á tímaeiningu er hröðun.
 • Hröðunarformúla:
  lokahraði – upphafshraði
             Tími
 • Dæmi um hröðun: Hlutur hefur upphafshraðann 10 m/s og eykst í 25 m/s á 10 sekúndum. Hver er hröðunin?
  Svar: 1,5 m/s² (sekúndur í 2. veldi vegna þess að þú deilir metrum á sekúndu í sekúndurnar, (x•x=x²))
 • Neikvæð hröðun: Þegar hraðaminnkun á sér stað.
 • Jákvæð hröðun: Þegar hraðaaukning á sér stað.
  Glósur frá kennara.

Þriðjudagurinn 10. nóvember

Á þriðjudaginn framkvæmdum við hröðunartilraunina. Hérna er skýrslan og það stendur allt sem við gerðum í tilrauninni í henni. En í stuttu máli þá rúlluðum við tennisbolta 20 metra (merktum 5 metra á milli) og tókum tímann á hverju tímabili og reiknuðum hröðun boltans út frá tímanum og vegalengdinni.
Skýrlsa

Fimmtudagurinn 12. nóvember

Á fimmtudaginn fengum við tíma til að vinna í skýrslunni. Ég var í hóp með Helgu Margréti, Einari Ágústi og Bartek. Við prófuðum að vinna öll í sama skjalinu í einu inná word online og það var mjög skrýtið og fyndið í byrjun en þegar við fórum að venjast því var það bara gaman og skýrslan var mjög fljót að taka á sig mynd því að allir voru að vinna í henni í einu. Síðan fengum við út úr dýrafræði ritgerðinni og ég var mjög ánægð með útkomuna.

Fréttir:

Spá allt að 30°C hitasveiflu.

Tungl Mars að sundrast.

Myndband:

Það sem kettir hræðast 😂