Laufey Helga
:)

Mánudagurinn 16. nóvember 

Á mánudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk, stjörnufræði. Við ræddum viðfangsefni hlekkjarins og verkefnin sem eru í honum. Við eigum m.a. að gera kynningu um eitthvað eitt fyrirbæri í geimnum, t.d. eina af reikistjörnunum, vetrarbrautina okkar, sólina, tunglið og margt fleira. Þetta er einstaklings verkefni og það tekur enginn það sama fyrir. Þegar rúmlega helmingur var eftir af tímanum fengum við iPada og áttum að lesa okkur til um nokkur af þessum fyrirbærum en á stjörnufræði vefnum er mjög góð umfjöllun um allt það sem við getum uvalið um.

Þriðjudagurinn 17. nóvember

Á þriðjudaginn féll tíminn niður vegna menningarferðar. En í ferðinni fóru 9. og 10. bekkur til Reykjavíkur. Við fórum fyrst á Náttúrugripasafn Kópavogs og skoðuðum allskonar dýr, steina og skeljar. Það voru bæði lifandi og dauðir fiskar sem var mjög flott að sjá. Þegar við vorum búin að skoða safnið fengum við frjálsan tíma í Kringlunni sem var mjög gaman. Eftir það fórum við á Sjóminjasafnið og fórum á sýninguna um sjókonur. Eftir það skoðuðum við varðskipið Óðinn sem var mjög flott en skipið var smíðað í Álaborg í Danmörku árið 1959. Skipið er 910 tonn að stærð, 63 metrar að lengd og 10 metrar á breidd. Óðinn tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum en öflugasta vopnið var 57mm fallbyssa sem er staðsett á palli fyrir framan brúna. Þekktasta og árangursríkasta vopnið sem notað var í þorskastríðunum voru þó togvíraklippurnar sem eru á afturdekki skipsins. (Meira um skipið)

Fimmtudagurinn 19. nóvember

Ég var veik og fór ekki í skólann en krakkarnir fengu tíma í tölvuverinu til þess að skoða meira um stjörnur og eitthvað þannig fyrir kynningarverkefnið. Þau áttu líka að finna forrit til þess að kynna verkefnið.

Fréttir

Jörðin appelsínugul í fortíðinni 

 

 

 

 

Leave a Reply