Laufey Helga
:)

Vísindavaka 2016 (18. – 25. janúar.)

Mánudaginn 18. janúar byrjuðum við á Vísindavökunni. Við skiptum okkur í hópa (minn hópur: Ég, Helga og Ragnheiður), fundum tilraun og ákváðum á hvaða formi við ætluðum að skila verkefninu og gerðum vídeó. Við ákváðum að gera tilraunina Instant freezing water en þá vorum við að reyna að frysta vatn án þess að setja það í frysti.

Á þriðjudaginn var framkvæmdardagur og á fimmtudaginn var starfsdagur þannig að það var ekki skóli.

Tilraunin:

Rannsóknarspurning: Er hægt að frysta vatn sem hefur ekki farið inní frysti?

Efni og áhöld:

 • Tóm 0.5l plastflaska
 • Stór skál
 • Hitamælir
 • Klakar
 • Gróft salt
 • Vatn

Framkvæmd: Fyrst er búinn til klaki. Þegar hann er tilbúinn er sett allan klakann í stóru skálina. Því næst er flaskan fyllt af ísköldu vatni. Þegar það er búið er flaskan sett í skálina með klökunum og salti og  hitamælir eru sett útí.

vísindavakaSvona

Þegar þetta er allt komið útí skálina þarf vatnið að ná niður í -8°C. Þegar vatnið er komið niður í -8°C þarf að taka flöskuna varlega uppúr skálinni og lemja henni í borðið.

Niðurstöður: Þetta gekk ekki upp hjá okkur en þetta er hægt. Hvað er þá að gerast? Það sem á að gerast er að vatnið í flöskunni á að frjósa alveg þegar flöskunni er lamið í borðið. En þá er vatnið rétt við frystingu og þegar flaskan fær högg, þá eykur það og minnkar þrýstinginn hratt, sem leiðir til lækkunar á hitastigi, sem byrjar frystinguna. Þetta gekk ekki hjá okkur vegna þess að vatnið í skálinni (klakarnir) voru ekki komnir niður í -8°C. Í fyrri tilrauninni var vatnið orðið 1°C og í seinni tilrauninni -3°C sem þýðir að það var ekki nærri því nógu kalt til að vatnið næði að frjósa og þess vegna náðum við ekki að frysta vatnið

Heimildir í Vísindavöku:

Sýningardagur

Mánudaginn 25. janúar var sýningardagur en þá voru allir hóparnir að skila sínum verkefnum. Við stelpurnar byrjuðum á að kynna okkar verkefni og það gekk mjög vel. :) Hérna er svo tilraunin okkar :)

Fréttir, myndir og myndbönd

The bug-eyed, colorful world of insect vision-Myndir

Hvergi fleiri á internetinu en á Íslandi

Ræktuðu einhverfa apa

Mentos og coke tilraun sem mistókst-Myndband

Heimildir:

 

 

 

Mánudagurinn 11. janúar

Á mánudaginn kláruðum við Avatar og byrjuðum að leita að tilraun fyrir vísindavökuna og ákváðum hópa og ég er með stelpunum í hóp. Okkur gekk ekki vel að finna tilraun en þökk sé Facebook fundum við flotta tilraun :)

Þriðjudagurinn 12. janúar

Það var starfsdagur í skólanum og þess vegna var ekki tími.

Fimmtudagurinn 14. janúar

Á fimmtudaginn var skipulagningstími. Þar vorum við m.a. að ákveða hvernig  við ætlum að skila, finna rannsóknarspurningu og svar við henni og margt fleira. Við ákváum að að skila verkefninu með myndbandi.

AVATAR- SVÖR VIÐ SPURININGUM 

Myndin gerist í framtíðinni. Lofthjúpur Pandóru er gerður ú blöndu af mörgum efnum, svo sem: köfnunarefni, súrefni, koldíoxíð, xenon, metani og vetni. Pandóra er með margar náttúruauðlindir en aðal auðlind hennar að mati Na’vi ættbálksins er náttúran og allt sem henni tenginst en að mati mannfólksins er það verðmætt jarðefni sem heitir  unobtainium (Un) en það selst á 20$ kílóið og það er það sem mennirnir eru á höttununm eftir. Pandórubúar (Na’vi ættbálkurinn) tengist náttúrinni á ótrúlegan hátt. Þau finna fyrir henni og upplifa hana á allt öðruvísi hátt en við hér á jörðinni en þau bera mjög mikla virðingu fyrir náttúrinni. Þau búa í risa stórum trjám og geta tengst umhverfinu og öllum dýrum með ,,halanum“ á sér. Það sem mér finnst vera líkt eru tréin og stór fjöll, vatn og ýmislegt annað en það sem er ólíkt er t.d. svífandi fjöllin (Hallelujah mountains) og hvernig þau finna fyrir náttúrunni. Það sem mér fannst vera mjög ótrúverðugt er að hvernig fjöllin gátu svifið því að þá þyrfti svo svakalega mikið afl segulsviðsins (járnið í blóðinu myndi bara togast vegna þess haha). Pandóra er 4,4 ljósárum frá jörðinni og það tekur tæplega 6 ár að fara frá jörðinni til Pandóru. Mér finnst mjög líklegt að það sé til svona tungl eða pláneta einhverstaðar í heiminum því að alheimurinn er svo risa stór að það getur eiginlega ekki annað verið :)

HEIMILDIR

Avatar wiki

Fictional universe of Avatar- Wikipedia

Unobtainium

The real science of Avatar

MYND: Na’vi fólk

 (heimild)

 

 

 

Mánudagurinn 4. janúar

Fyrsti skóladagurinn á nýju ári! Við byrjuðum á því að horfa á myndina Avatar og áttum að setja upp ,,sérstök gleraugu“ en með því meinti Gyða að við áttum að horfa á myndina með ákveðna hluti (spurningar) í huga:

 • hvenær gerist myndin
 • hvernig er lofthjúpurinn samsettur? er súrefni? er eldur?
 • eftir hverju eru mennirnir að slægjast á Pandóru?
 • hverjar eru eiginlegar auð lindir tunglsins?
 • hvernig tengjast Pandórubúar náttúrunni?
 • svipar lífríki Pandóru til þess sem við þekkjum á Jörð? Hvað er líkt og hvað ólíkt?
 • hvaða þættir í myndinni eru mjög ótrúverðugir?
 • hve langt er til Pandóru frá Jörðinni?
 • hver er munur á tungli, reikistjörnu og sól?
 • er líklegt að slíkt tungl fyrirfinnist í geimnum?

Þriðjudagurinn 5. janúar

Við héldum áfram með myndina (tvöfaldur tími) en áttum smá eftir.

Fimmtudagurinn 7. janúar

Ég var veik en krakkarnir héldu áfram með Avatar.

AVATAR

Avatar er mynd sem gerist í framtíðinni. Hún er um lamaðan hermann sem fer út í geim á tunglið Pandóru til þess að taka þátt í rannsókn sem tvíbura bróðir hans heitinn stjórnaði. Þegar hann kemur á Pandóru er tekið eitthvað smá af erfðarefninu (DNA) hans og notað til að búa til manngerving (Avatar). Hann fer svo í könnunarleiðangur ásamt fólki úr rannsókninni en hann týnist og kynnist innfæddri stelpu sem hann verður svo ástfanginn af.
Trailer myndarinnar.

FRÉTTIR

,,Mikilvægasta“ fjarreikistjarnan

Vegur á við 500 billjónir sóla

Sjóræningi grafinn á skólalóð

Fulvia hefur fengið sér 150 fyllingar í varirnar – Vill fullkominn líkama – MYNDIR