Laufey Helga
:)

Mánudagurinn 15. febrúar

Á mánudaginn vorum við sett saman tvö og tvö í hópa og ég fékk að vera með Helgu í hóp. Verkefnið var þannig að við áttum að velja tvær spurningar af nokkrum spurningum sem Gyða var búin að gera og svara þeim og kynna fyrir bekknum. Við Völdum þessar spurningar og þetta voru svörin okkar:

-Hvað er hafgola og af hverju er hún oftast seinni hluta dags?
Svar: Hafgola er vindur sem blæs af hafi og inn á land. Hún myndast vegna þess að loftið sem er yfir landinu, stígur upp og kalt loft frá hafinu kemur í staðinn. Hafgolan kemur oftast seinnipart dags vegna þess að loftið yfir landinu gufar upp þegar sólin er farin og þá kemur vindurinn frá hafinu ,,í staðinn“.

-Hvað er loftþrýstingur?
Svar
: Jörðin er með 100 km. þykkan lofthjúp og maður heldur að hann vegi ekki neitt, en þetta þykka lag af lofti er með mjög mikinn massa og sá þrýstingur/kraftur er kallaður loftþrýstingur.

Þetta voru okkar svör við þessum spurningum en þegar það átti að fara að kynna var svo lítill tími eftir þannig að það náðu bara tveir hópar að kynna og við vorum ekki einar af þeim.

Þriðjudagurinn 16. febrúar

Á þriðjudaginn var ég veik og kom ekki í skólann en krakkarnir voru að svara spurningum. Þau ákváðu líka að prófið í þessum hlekk yrði bæði tekið í skólanum og heima. Þannig að við myndum fá það á mánudegi og taka það heim, vinna svo í því í skólanum á þriðjudegi og ef við myndum ekki ná að klára að taka það aftur heim og skila á miðvikudegi (24. febrúar)

Fimmtudagurinn 18. febrúar

Á fimmtudaginn var hópavinna og ég var með Hannibal og Viktori í hóp. Verkefnið var þannig að við áttum að fara út og ,,búa til“ hugtök úr hlekknum og taka mynd af því. Svo settum við myndirnar inná Facebook og hinir hóparnir áttu að giska á hvaða hugtök við gerðum. Það var mjög gaman :)

Myndirnar okkar :)

image Hugtak: hreyfiorkaimage Hugtak: orkaimage Hugtak: varmaleiðniimageHugtak: varmageislun

Fréttir og fleira

Leitin þrengist að Reikistjörnu níu.

Mynd dagsins á National Geographic

Heimildir

Mbl.is

National Geographic

Mánudagurinn 8. febrúar

Á mánudaginn vorum við að skoða blogg og horfa á fræðslumyndbönd um varma inná síðu sem heitir Kvistir (vefur frá námsgagnastofnun).

Þriðjudagurinn 9. febrúar

Á þriðjudaginn vorum við að horfa á fleiri myndbönd um varma og áttum að glósa uppúr þeim og ég glósaði þetta:

Form orkunnar:

 • Ef það væri engin orka myndi ekkert gerast/breytast
 • Orka lætur hluti hreyfast eða breyta um ástand
  -Breyta hitastigi, lögun og fleira
 • Orka breytir um form=okrkubreyting
 • Orka:
  -Flyst
  -Breytist
  -er ekki hægt að breyta henni/skapa hana
  -Júl (J)=mælieining orku
 • Tegundir:
  -Hreyfiorka
  -Varmaorka
  -Hljóðorka
  -Ljósorka
  -Raforka
  -Efnaorka
  -Stöðuorka
 • Fyrir menn er varmaorka mikilvægust en við tökum orkuna úr matnum til að líkaminn starfi og haldi á okkur hita til að vöðvarnir virki.
 • Orka gefur okkur getuna til að gera allt sem við gerum

Orka, varðveisla og umbreyting:

 • Næstum öll orka sem notuð er á jörðinni kemur frá sólu
  -D: Plöntur nota ljósorku frá sólinni til að ljóstillífa
 • Öll orkan sem kemur til jarðar umbreytist
 • Þó að við notum orkuna eyðist hún ekki heldur breytir bara um form
 • Það er ekki hægt að búa til orku né eyða henni
 • Allt sem hreyfist notar hreyfiorku
 • Nýtni=Nýtanleg orka/heildarorka
 • Nýtni er sýnd í prósentum
 • Því hærri prósenta, því hraðar fer tækið
 • Orkurýrnun býr í öllu
 • Orkurýrnun= orka sem er notuð

Varmaflutningur:

 • Varmaleiðni
 • Varmaburður
 • Varmageislun
 • Það sem leiðir hita vel er:
  -Málmar
 • Það sem leiðir illa er:
  -Gler
  -Tré
 • Iðustreymi (bara vatn og gas)
  -Dæmi: Ofn
  Heita loftið fer frá honum og kalda loftið fyllir uppí það (hringrás)
 • Burðarstraumar

Svo svöruðum við spurningum:
1. Á hvaða vegu flyst varmi?
-Varmaburður: Þá berst varmi með straumi straumefnis
-Varmageislun: Þegar orka flyst í gegnum rúmið
-Varmaleiðing: Þegar varmi flyst í gegnum efni, eða frá einu efni til annars, með beinni snertingu sameinda

Ég náði ekki að klára hinar spurningarnar.

Fimmtudagurinn 11. febrúar

Þá var skíðaferð og enginn tími

 

Mánudagurinn 1. febrúar

Á mánudaginn var ,,spjall tími“. Við vorum aðallega að tala um varma. Við skoðuðum smá blogg, hlustuðum á varmaflutnings-rapp og skoðuðum fréttir.  Við pældum líka svolítið í þessari mynd en hæun er að sýna að ef kaloríurnar úr þessum mat yrði unnin áfram í annarskonar orku væri jafn mikil eða meiri orka í matnum en í kaffinu,  ljósaperunni og bílnum.

imageHeimild fyrir mynd

Þriðjudagurinn 2. febrúar

Á þriðjudaginn var okkur skipt í hópa og við fengum ca klukkutíma til að búa til og framkvæma varmatilraun. Ég var með Bartek og Einari Ágúst í hóp og við gerðum tilraun sem virkaði þannig að við fórum niður að litlum hver og mældum hitann á honum og settum tré, gler og málm ofan í hverinn og sáum hvað leiddi varmann best.
Okkar tilraun er hér

Fimmtudagurinn 4. febrúar

Á fimmtudaginn féll tíminn niður vegna þess að við fórum heim um hádegi vegna veðurs.

Fréttir og fleira

Flaug dróna á Empire state bygginguna

Ný tarantúlu-tegund

Emma úr Friends í dag :)

Heimildir

 

 

Mánudagurinn 25. janúar

Á mánudaginn vorum við að horfa á Vísindavökuverkefnin en það urðu einhver tæknivandamál þannig að við horfðum bara á eina kynningu og restina af tímanum var verið að reyna að finna út úr þessu með hinar kynningarnar.

Þriðjudagurinn 26. janúar

Við kláruðum að horfa á Vísindavöku kynningarnar sem gekk vel og það var mjög gaman :)  Þegar það var búið byrjuðum við í nýjum hlekk um varma. Við fengum glósur og hugtakakort og svo var líka nearpod kynning. Ég glósaði smá í tímanum:

 • Mælieining orku = júl.
 • Orka er í mörgum myndum.
 • Hreyfiorka.
  -Hreyfiorka er sú orka sem hlutir búa yfir útaf hreyfigunni sinni.
  -Vinnan sem þarf til að koma hlut á hreyfingu.
 • Stöðuorka.
  -Meiri stöðuorka því hærra uppi. (háð því hvar hlutur er staðsettur)
 • Varmaorka.
  -Hreyfiorka sem verður til útaf hreyfingu einda heitir varmaorka.
  -Því meiri hreyfing, því meiri varmi.
  -Því rúmmeiri hlutur því meiri varmi. D: Kaffibolli með sjóðandi heitu kaffi er varmaminni en fullt baðkar með volgu vatni.
  -Hlutir sem eru á hreyfingu geta framkvæmt vinnu.
 • Efnaorka.
  -Samsett úr einhverjum efnum. (dæmi: epli af því að t.d. fáum við mannfólkið orku úr eplinu.)
 • Rafsegulorka.
  -Rafsegulorka þarf ekki e-h til að berast með. (burðarefni).
 • Kjarnorka.
 • Hitaþensla.
  -Hiti hefur áhrif á hversu stórir hlutir eru.
  -Því heitara þá er meiri hreyfing sameinda, lengra á milli sameindanna og efnið þenst út.
 • Hitamælingar.
  -K=Kelvin
  -°C= gráður á Celsius
  – °F= Gráður á Farhenheit
 • Alkul
  – 0 K
  – -273°C
  – -459¨F

Þegar kynning var ca hálfnuð var tíminn búinn.

Fimmtudagurinn 28. janúar

Á fimmtudaginn fengum við tíma í tölvuverinu til að blogga um Vísindavökuna.

Fréttir  og fleira :)

Kíkt í hús tveggja Kardashian systra.

Hákarl át annan hákarl í dýragarði.

Rapp um stöðu- og hreyfiorku

Heimildir: