Laufey Helga
:)

Mánudagurinn 1. febrúar

Á mánudaginn var ,,spjall tími“. Við vorum aðallega að tala um varma. Við skoðuðum smá blogg, hlustuðum á varmaflutnings-rapp og skoðuðum fréttir.  Við pældum líka svolítið í þessari mynd en hæun er að sýna að ef kaloríurnar úr þessum mat yrði unnin áfram í annarskonar orku væri jafn mikil eða meiri orka í matnum en í kaffinu,  ljósaperunni og bílnum.

imageHeimild fyrir mynd

Þriðjudagurinn 2. febrúar

Á þriðjudaginn var okkur skipt í hópa og við fengum ca klukkutíma til að búa til og framkvæma varmatilraun. Ég var með Bartek og Einari Ágúst í hóp og við gerðum tilraun sem virkaði þannig að við fórum niður að litlum hver og mældum hitann á honum og settum tré, gler og málm ofan í hverinn og sáum hvað leiddi varmann best.
Okkar tilraun er hér

Fimmtudagurinn 4. febrúar

Á fimmtudaginn féll tíminn niður vegna þess að við fórum heim um hádegi vegna veðurs.

Fréttir og fleira

Flaug dróna á Empire state bygginguna

Ný tarantúlu-tegund

Emma úr Friends í dag :)

Heimildir

 

 

Leave a Reply