Laufey Helga
:)

DANMÖRK

Við í 10. bekk byrjuðum skólaárið á því að skella okkur til Danmerkur í fimm daga. Þar gerðum við margt skemmtilegt eins og að fara í Tivoli, Bakken og Dýragarðinn. Við fórum líka til Hróarskeldu og skoðuðum dómkirkjuna og víkíngaskipssafnið þar. Við skoðuðum Nýhöfn, Islandsbrygge, fórum á Strikið að versla og margt margt fleira.

LÍFRÍKI DANMERKUR

Dýralíf:

Dýralífið er ekkert svo ólíkt og heima en það eru samt sem áður fullt af öðrum dýrum sem finnast ekki á Íslandi. Þar eru til dæmis aðrir hestastofnar sem eru miklu stærri en íslenski hesturinn. Til dæmis eru skeifurnar þeirra á við matardisk. Í danmörku eru líka önnur skordýr sem geta verið banvæn eins og t.d. skógarmítlar.
Ef að skógarmítlar bíta þig geturðu smitast af bakteríunni Borrelia burgdorferi sem veldur sjúkdóminum Borrelíósu eða Lyme-sjúkdóminum í mönnum. Sógarmítillinn lifir í gróðri. Meira um skógarmítil hér.
Í Danmörku er svo náttúrulega dýragarður sem við fórum í. Þar lifa allskonar dýr á borð við ljón, gíraffa, hesta og birni.

Skógardýr eru líka algeng en fara þó fækkandi. Það er vegna þess að það er búið að ryðja svo mikið af skógum Danmerkur. 

Önnur dýr sem lifa frjáls í náttúrunni sem finnast ekki á Íslandi:

 • Froskar
 • Stórir sniglar (nokkrir sentimetrar og sumir með kuðungi)
 • Snákar (sem eru ekki eitraðir)
 • Evrópskur héri
 • Dádýr

og margt fleira.

Gróður:

image

Það er meiri og gróður í Danmörku en hérna heima. Það eru þrír megin þættir sem standa að því en þeir eru:

 • Lega landsins
 • Meðalhitinn yfir árið er hærri en á Íslandi
 • Landið er minna

Í Danmörku er mikið um stóra skóga. Árið 1990 þakti skógur 12,8% landsins en árið 2015 var prósentan búin að hækka upp í 14,4%
Sjá nánar.

Landfræðilegar staðreyndir:

 • Heildarflatarmál: 43.561 km²
 • Þurrlendi: 42.890 km²
 • Ræktað land,
  Garyrkjusvæði,
  Ávaxtaakrar: 25.329 km²
 • Skóglendi: 5.294 km²
 • Hæsti tindur: Yding Skovhøj – 172,5 m.
  Hæsti tindur Íslands: Hvannadalshnjúkur – 2.109 m.

Fleiri staðreyndir um Danmörku hér.

HEIMILDIR:

landlaeknir.is

Vísindavefurinn

landvernd.is

data.worldbank.org

norden.org

Wikipedia – Hvannadalshnjúkur

– Myndir úr einkasafni

– Frétt af mbl.is

FRÉTTIR OG FLEIRA

Afrískum gresjufílum hefur fækkað um 30%

Eitt af skemmtilegustu tækjunum að mínu mati í tívolí-inu (myndband)