Laufey Helga
:)

Mánudagur 19. september 

Á mánudaginn var foreldraviðtalsdagur og þar af leiðandi enginn tími.

Þriðjudagurinn 20. september 

Á þriðjudaginn byrjuðum við á nýju verkefni sem heitir ég ber ábyrgð. Við áttum að velja okkur eitt hugtak sem tengist hlýnun jarðar og hvað við getum gert til að minnka áhrifin.
Ég valdi mér hugtakið Óson-lagið. Óson lagið er þunnt gaslag í kringum jörðina. Það er í 15-25 km. hæð í lofthjúpnum. Óson er súrefnis sameind (O3) og verndar okkur frá útfjólubláum geislum. Óson gleypir þessa útfjólubláu geisla sem eru hættulegir mönnum. Útfjólubláu geislarnir geta valdið húðkrabbameini, augnskaða o.fl. Ef að of mikið magn ósóns er við yfirborð jarðar getur það verið hættulegt en ef það væri ekki í lofthjúpnum væri það ennþá hættulegra fyrir mennina. CFC lofttegundir eða klórflúorkolefni (e. chlorofluorocarbon) eyða ósoninu sem er ekki gott fyrir lífið á jörðinni. Ef ósonlagið væri ekki til staðar myndi allt líf á jörðinni skerðast, geislun sólarinnar væri þá of mikil og líklegast myndi allt dýra- og plöntulíf þurrkast út. Til þess að minnka óson-eyðingu er búið að gera samninga sem segja til um hvaða efni má og má ekki nota. Þessir samningar heita Vínarsáttmálinn sem var undirritaður árið 1985 en hann er fyrst og fremst vilja yfirlýsing. Hinn sáttmálinn er kallaður Montrealbókunin. Hún var fyrst undirrituð árið 1987 en er reglulega endurnýjuð vegna tækniþróanna og nýrra vísindauppgötvanna. Montrealbókunninni var fyrst breytt árið 1990, svo 1992, aftur árið 1997 og að lokum 1999. Þau óson-eyðandi efni sem er búið að minnka eða er hætt að nota (allavega á Norðurlöndunum) eru:

 • CFC (klórflúorkolefni): Þau hafa verið notuð í úðabrúsa, sem kæliefni, í framleiðslu frauðplasts, þurrhreinsun, fituhreinsun og efnagreiningu, en síðan 1. janúar ’95 hefur bara verið leyfilegt að nota CFC í efnagreiningu og í lækningarvörur eins og astmalyf.
 • Halónar: Voru notaðir í slökkvitæki en síðan Montrealbókunin var undirrituð hefur það verið bannað. Það má ekkilengur nota halón í föstum slökkvikerfum nema í undantekningatilfellum.
 • Tetraklórmetan (koltetraklóríð)
 • 1,1,1-tríklóretan (metýlklóroform)
 • HBFC (vetnisbrómflúorkolefni)

osonlagid_stor_110313Mynd 1

Í lok tímans vorum við svo að skoða fréttir.

Fimmtudagur 22. september

Á fimmtudaginn fengum við tíma í tölvuverinu til þess að halda áfram með verkefnið ég ber ábyrgð. 

Heimildir

– Mynd 1: Vísindavefurinn

Vísindavefurinn: Hvað er ósonlagið og úr hverju er það?

– Verndun ósonlagsins (hefti)

mbl.is

National geographic

Fréttir

Gæti breytt árormum fyrir Evrópu

Fyrsta barnið sem á ,,þrjá“ foreldra er fætt

Frétt frá 2013 um að minnkun á CFC efnum hafi góð áhrif á ósonlagið

 

Mánudagur 12. september

Á mánudaginn féll náttúrufræðitíminn niður vegna þess að við vorum í kynfræðslu hjá Siggu Dögg.

Þriðjudagur 13. september

Á þriðjudaginn byjuðum við tímann á því að skoða fréttir. Við skoðuðum eina frétt um fornleifar sem fundust í Stöðvarfirði. C-14 greiningin eða geislakolsaðferðin var notuð til að aldursgreina fornleifarnar en C-14 er kolefnis samsæta. Meira um C-14.
Næst fórum við í smá verkefni en áður en við byrjuðum horfðum við á hluta úr fræðslumynd frá HOME. Svo var okkur skipt í hópa og við lásum saman texta um ákveðið efni. Við í mínum hóp lásum um gróðurhúsaáhrifin. Við áttum að glósa hugtök og spyrja spurninga. Mín hugtök voru:

 •  Vatnsgufa: Vatnsgufa er ein áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin.
 • Díniturmónoxíð: Hláturgas (N2O)
 • Flúorgastegundir: Það eru gastegundir sem menga mikið. Þótt að þær séu í litlu magni menga þær meira en margar lofttegundir.
 • Koltvíoxíð: Kolefni (CO2)
 • Iðnbyltingin: Þegar iðnbyltingin hófst byrjaði mikil losun loftegunda sem menga mikið eins og CO2.
 • Ljofthjúpur: Lofthjúpurinn verndar okkur frá hættulegum geislum sólarinnar og öðrum skaðlegum lofttegundum.
 • Suðurskautslandið: Suðurhvel jarðar. Það er mikilvægt fyrir loftlags mælingar. Þá er borað um 3 km. ofan í jörðina en með því að skoða efnasamsetningarnar í ískjarnanum er hægt að vita hitastig seinustu milljón ára.
 • Jökulskeið/kuldaskeið: Það er tímabil þar sem er mjög kalt eins og þegar ísöldin var, þá breiddust út jöklar á kuldaskeiðinu.
 • Hlýskeið: Það eru ákveðin tímabil á ísöld þar sem lofthiti hækkar og veðrið var svipað og það er í dag. Sumir segja að ísöldin (pleistósen) sé ekki ekki búin, heldur að það sé núna hlýskeið, sem er nútíminn (hólósen) og að eftir einhver ár eigi annað kuldaskeið eftir að taka við.

Spurningarnar sem við spurðum að voru:

 • Er hægt að koma í veg fyrir gróðurhúsaáhrif?
  Já með því að minnka eða hætta losun gróðurhúsalofttegunda og menga minna.
 • Hvernig væri hægt að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda?
  Með því að finna og þróa önnur efni sem menga minna.
 • Hvað gerist ef við hættum ekki að menga? Hvað mun gerast í framtíðinni?
 • Ef að við hættum ekki að menga svona mikið mun hitastigið halda áfram að hækka, sjórinn mun halda áfram að súrna og þá munu t.d. kórallar og þorskar deyja út og með hækkandi hitastigi munu dýrategundir eins og ísbirnir og mörgæsir deyja út. Við munum halda áfram að setja margar dýra og plöntu tegundir í útrýmingarhættu og að lokum mun verða of heitt fyrir mannfólk og dýr til að lifa af eða þá að allir jöklar bráðna og sjávarmál hækkar og setur jörðina á kaf. En það myndi taka nokkrar aldir eða skemmri tíma með þessu áframhaldi. 

Fimmtudagur 15. september

Á fimmtudaginn fengum við tíma í tölvuverinu til að blogga.

Fréttir og fleira

Hafísinn við sögulegt lágmark

12 dýr í útrýmingarhættu vegna hnattrænnar hlýnunar (2015)

Ef augun á dýrum væru framan á andlitinu þeirra – myndir :)

Heimildir

Vísindavefurinn hlýskeið og kuldaskeið

Vísindavefurinn C-14 greiningin

Mbl.is

Menn.is

Mashable.com

Mánudagur 5. september

Við skoðuðum nokkrar fréttir og fórum vel yfir hvernig kóralrif eyðast og fórum líka yfir það hvernig vísindamenn ætla að reyna ða vekja geirfuglinn aftur upp. Þá ætla þeir að taka fósturvísi úr geirflugli og álku en láta gæs ganga með eggið, svolítið eins og Jurassic park. Þegar við vorum búin að fara yfir fréttirnar kláruðum við að fara yfir glósurnar. Við svöruðum spurningum á einni glósu og skoðuðum svo blogg. En spurningarnar voru:

 1. Hvernig eru auðlindir nýttar?
  Auðlindir eru nýttar í rafmagnsframleiðslu og í ýmis konar orkuframleiðslu.
 2. Hvers vegna eru hringrásarferli í náttúrunni mikilvæg?
  Hringrásarferlin eru svo mikilvæg því að þau halda náttúrunni gangandi.
 3. Hvað er sjálfbær þróun?
  Þróun sem mætir þörfum samtíðarinnar án þess að raska eða skemma möguleika komandi kynslóða.
 4. Hvaða ábyrgð höfum við gagnvart komandi kynslóðum?
  Að menga minna, og fara betur með allt sem við eigum, þ.e. landið, loftið, auðlindir o.fl. til þess að næstu kynslóðir geti notað það líka.
 5. Hvað get ég gert?
  Minnka eldsneytisnotkun, menga minna og finna umhverfisvænar getnaðarvarnir.

Þriðjudagur 6. september

Á þriðjudaginn var stöðvavinna og ég og Guðni vorum saman í hóp. Við byrjuðum á því að leysa krossgátu, orðarugl og stafarugl sem tengdist vistfræði. Svo fórum við í lesskilningsverkefni. Þegar það var búið fórum við að lesa um hringrás kolefnis. En kolefni getur verið bundið allt frá einum degi og upp í milljónir ára.

1 dagur:
– Þá notar plantan kolefnið og brennir því svo aftur sama dag.

1 ár: 
– Þá borðar e-ð dýr plöntuna og andar svo frá sér koltvíoxíðinu en þá er hringrásin búin að vera í gangi í eitt ár.

100 ár:
– Þá er t.d. brennt 100 ára tré, þá er kolefnið búið að vera bundið í tréinu í 100 ár.

100 milljónir ára:
– Eldsneyti (olía) er búið að vera ofan í jörðinni í mörg hundruð ár, svo þegar það er búið að setja olíu á bílinn eyðir hann henni og þá er hringrásin búin að taka 100 milljónir ára.

Fimmtudagur 8. september

Svör við spurningum:

4. Hvaða hætta steðjar að kóralrifjum?
Kórallar eru hart kalkkennt efni sem kóraldýr mynda. Kórallar tilheyra flokkinum Anthozoa sem skiptist svo niður í marga undirflokka, en hinir eiginlegu kórallar eru flokkaðir í undirflokka sem kallast Octocorallia sem eru hyrndir kórallar og svo er annar undirflokkur sem kallast Hexacorallia en í þeim undirflokki er ættbálkurinn Scleractina eða steinkórallar á íslensku en þessir kórallar mynda stór og mikil kóralrif. Ég ætla að fjalla um hættur sem steðja að þessum kóralrifjum.
Hlýnun jarðar á mjög stóran hluta af ástæðunum fyrir því að kóralrifin skemmast. En hlýnun jarðar veldur:

1. Jöklarnir bráðna og vatnið fer í sjóinn og þar af leiðandi hækkar yfirborð vatnsins, sem gerir það að verkum að kórallarnir fara á kaf og skemmast.

2. Vegna þess að loftið er heitara þá er meira koldíoxíð í loftinu, og fer út í hafið, sem lætur sjóinn súrna, sem þýðir að sýrustigið fer hækkandi í sjónum. Of hátt sýrustig í sjónum eyðir upp kalki en stoðgrind kóralla er mestmegnis úr kalki. Þannig að kalkið í kóöllunum eyðist og kórallarnir skemmast.

Í Ástralíu er stærsta kóralrif heimsins en það er einmitt gert að mestu leyti úr steinkóröllum.imageMynd 1. Myndin er af kóralrifinu í Ástralíu (e. The grate barrier reef)

Fréttir:

Súrnun sjávar gæti ógnað þorski.

Mynd dagsins á National Geographic

 

Heimildir:

Vísindavefurinn – Hvernig verða kórallar til?

– Mynd 1 wikimedia commons

– Maður og náttúra (bók)

Mbl.is

National Geography

Mánudagur 29. ágúst

Á mánudaginn var fyrsti náttúrufræðitíminn okkar þennan veturinn. Við byrjuðum tímann á að spjalla aðeins um Danmerkur ferðina en fengum svo hugtakakort og glósur. Við fórum ekki yfir glósurnar í þeim tíma heldur vorum við að tala um það hvernig veturinn verði. Við enduðum svo tímann á spurningum um Danmörku. Við áttum að velja á skalanum 1-10 hversu sammála við værum þessum fullyrðingum. Þetta voru einhverjar fullyrðingar:

 • Það lifa ljón í danmörku. 
  Ég er nokkuð sammála því, vegna þess að það eru ljón í dýragarðinum en þau lifa ekki frjáls.
 • Maður dettur úr rússíbana ef það væru ekki belti.
  Ég er ekki 100% sammála þessu heldur vegna þess að það fer alveg eftir því hvort rússíbaninn fari á hvolf eða ekki.
 • Það vaxa fleiri plöntur í Danmörku en á Íslandi.
  Þessu er ég sammála vegna þess að landsvæðið er minna og það er hærri meðalárshiti þar en hér
  .

Þriðjudagur 30. ágúst

Á þriðjudaginn byrjuðum við að fara aðeins yfir glósurnar. Við rifjuðum líka upp nokkur vistfræði-hugtök eins og:

 • Ljóstillifun:
  Plöntur (frumframleiðendur) ljóstillifa en þá nýta þeir orku sólarinnar og koldíoxíð (Co2) til þess að framleiða súrefni (O2) en ljóstillifunar formúlan er H2O+Co2 –> C6H12O6+O2
 • Bruni:
  Bruni er öfugt ferli miðað við ljóstillifun. Þá erum við að brenna orkunni sem binst við ljóstillifun.
 • Vistkerfi:
  Vistkerfi er skilgreining á því hvernig allar fæðukeðjur, vefir, 
  píramídar og hringrásir virka.
 • Orkupíramídi/orkuflæði
  Þá eru toppneytendurnir á toppnum og frumframleiðendurnir neðst, svo er allt annað þar á milli.orkupíramídiMynd 1
  Við hverja ,,hæð“ á píramídanum tapast 10% af upprunalegu orkunni.
 • Fæðukeðja:
  Fæðukeðja sýnir einföld tengls lífvera. Dæmi um einfalda fæðukeðju: Grasið byrjar að vaxa (frumframleiðandi), kindin étur grasið og maðurinn étur kindina. Þegar maðurinn deyr er hann svo grafinn og þar taka sundrendurnir við en þeir sjá um að brjóta öll efni  niður. Þetta gerir svo nýjan jarðveg og ferlið endurtekur sig. Lag um fæðukeðjur
 • Fæðuvefur:
  Fæðuvefur er miklu flóknarna fyrirbæri en fæðukeðja. þar geta margir hlutir tengst. Því flóknari sem vefurinn er, því betra vegna þess að ef hann er mjög flókinn skiptir það minna máli ef einhver hlekkur dettur út. Í fæðukeðjunni hér fyrir ofan myndi allt skemmast ef einn hlekkur myndi detta út. Segjum að allt í einu gæti grasið ekki vaxið og þá myndi kindin ekki getað étið neitt og hún myndi drepast og ef maðurinn gæti ekki borðað kindina fengi hann engan mat og myndi drepast. Þess
  s vegna er gott að hafa flókna fæðuvefi.
  33_02_08_11_9_50_51_14671901Mynd 2

Þetta voru hugtökin sem við rifjuðum upp. Eftir upprifjunina fengum við að fara aðeins út að fá okkur smá ferskt loft en í leiðinni áttum við að tákna nokkur hugtök sem tengjast vistfræði og við stelpurnar völdum:

neytandiNeytandi

ljostillifunLjóstillifun

Og bruna en það er ekki hægt að  setja inn myndbandið :(

Þegar við komum inn aftur fórum við beint í glærukynninguna. Við svöruðum einni spurningu í byrjun.
Hvað er átt við með því að orkan flæði um náttúruna?
Orkan er fasti. Hún er alltaf til staðar en getur ekki verið eytt né hægt að skapa hana, orkan getur bara skipt um form.
Sólin er uppspretta allrar orku. Plöntur ljóstillifa og þá verður súrefni til. Þeirri orku er svo brennt og það ferli kallast bruni.

Við fórum vel yfir hringrás vatns og kolefnis.

Hringrás vatns:
Allt vatn (sjór, jöklar…) gufar upp, svo þéttist það í ský og svo rignir vatninu aftur og þannig gengur það hring eftir hring.
WatercycleicelandichighMynd 3

Hringrás kolefnis:
Hringrás kolefnis er miklu flóknari en hringrás vatns en hringrás kolefnis getur tekið allt frá einum degi upp í milljón ár, en það fer allt eftir því hversu lengi efnið er bundið. Þessi hringrás lýsir sér svona í meginatriðum. Koltvíoxíð (Co2) er numið úr andúmslofti þegar ljóstillifun á sér stað en skilar sér svo til baka við öndun og rotnun.
kolefnishringur_020804Mynd 4

Við fórum svo aftur yfir hvað auðlindir eru en auðlindir eru eitthvað sem við teljum verðmætt eða nothæft í náttúrunni. Auðlindir skiptast niður í nokkra flokka en þeir eru

 • Óendurnýjanlegar: t.d. málmar, kol og olía.
 • Endurnýjanlegar: t.d. vatnsorka, vindorka og sólarorka.
 • Endurnýjanlegar með takmörkunum: t.d. fiskistofnar og skógar.

Síðan lærðum við eitt alveg nýtt hugtak en það er sjálfbær þróun. Þá er átt við þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skemma möguleika næstu kynslóða til að mæta sínum þörfum. Eins og afrískur málsháttur segir ,,Þú erfir ekki landið af foreldrum þínum, heldur ertu með það í láni frá börnunum þínum.

Fimmtudagur 1. september

Á fimmtudaginn vorum við niðri í tölvuveri og fengum tíma til að blogga. Við lærðum líka aðeins um stafræna borgaravitund, en það er ,,að hafa þekkingu, færni og viðhorf sem þarf til að sýna ábyrga og virðingaverða hegðun þegar tækni er notuð eða þegar tekið er þátt í stafrænu umhverfi. Stafræn borgaravitund er víðtækari en t.d.  almennar siðareglur í tölvupóstsamskiptum. Hún snýst m.a. um að forðast ritstuld, virðing höfundarréttar, hvernig á að leita, finna og leggja mat á upplýsingar, verndun persónuupplýsinga, stuðla að öruggri og ábyrgri netnotkun, almennar samskiptareglur, viðbrögð við einelti á netinu o.s.frv.“ (tekið af borgaravitund.arnar.me)

FRÉTTIR:

Alzheimerslyf glæðir vonir

Fordæmalaus hlýnun yfir þúsund ár

HEIMILDIR:

Vísindavefurinn

borgaravitund.arnar.me

– Glósur fá Gyðu

MYDNIR:

– Mynd 1: wikipedia

– Mynd 2: biology-forums.com

– Mynd 3: wikimedia commons

– Mynd 4: Vísindavefurinn