Laufey Helga
:)

Mánudagur 29. ágúst

Á mánudaginn var fyrsti náttúrufræðitíminn okkar þennan veturinn. Við byrjuðum tímann á að spjalla aðeins um Danmerkur ferðina en fengum svo hugtakakort og glósur. Við fórum ekki yfir glósurnar í þeim tíma heldur vorum við að tala um það hvernig veturinn verði. Við enduðum svo tímann á spurningum um Danmörku. Við áttum að velja á skalanum 1-10 hversu sammála við værum þessum fullyrðingum. Þetta voru einhverjar fullyrðingar:

 • Það lifa ljón í danmörku. 
  Ég er nokkuð sammála því, vegna þess að það eru ljón í dýragarðinum en þau lifa ekki frjáls.
 • Maður dettur úr rússíbana ef það væru ekki belti.
  Ég er ekki 100% sammála þessu heldur vegna þess að það fer alveg eftir því hvort rússíbaninn fari á hvolf eða ekki.
 • Það vaxa fleiri plöntur í Danmörku en á Íslandi.
  Þessu er ég sammála vegna þess að landsvæðið er minna og það er hærri meðalárshiti þar en hér
  .

Þriðjudagur 30. ágúst

Á þriðjudaginn byrjuðum við að fara aðeins yfir glósurnar. Við rifjuðum líka upp nokkur vistfræði-hugtök eins og:

 • Ljóstillifun:
  Plöntur (frumframleiðendur) ljóstillifa en þá nýta þeir orku sólarinnar og koldíoxíð (Co2) til þess að framleiða súrefni (O2) en ljóstillifunar formúlan er H2O+Co2 –> C6H12O6+O2
 • Bruni:
  Bruni er öfugt ferli miðað við ljóstillifun. Þá erum við að brenna orkunni sem binst við ljóstillifun.
 • Vistkerfi:
  Vistkerfi er skilgreining á því hvernig allar fæðukeðjur, vefir, 
  píramídar og hringrásir virka.
 • Orkupíramídi/orkuflæði
  Þá eru toppneytendurnir á toppnum og frumframleiðendurnir neðst, svo er allt annað þar á milli.orkupíramídiMynd 1
  Við hverja ,,hæð“ á píramídanum tapast 10% af upprunalegu orkunni.
 • Fæðukeðja:
  Fæðukeðja sýnir einföld tengls lífvera. Dæmi um einfalda fæðukeðju: Grasið byrjar að vaxa (frumframleiðandi), kindin étur grasið og maðurinn étur kindina. Þegar maðurinn deyr er hann svo grafinn og þar taka sundrendurnir við en þeir sjá um að brjóta öll efni  niður. Þetta gerir svo nýjan jarðveg og ferlið endurtekur sig. Lag um fæðukeðjur
 • Fæðuvefur:
  Fæðuvefur er miklu flóknarna fyrirbæri en fæðukeðja. þar geta margir hlutir tengst. Því flóknari sem vefurinn er, því betra vegna þess að ef hann er mjög flókinn skiptir það minna máli ef einhver hlekkur dettur út. Í fæðukeðjunni hér fyrir ofan myndi allt skemmast ef einn hlekkur myndi detta út. Segjum að allt í einu gæti grasið ekki vaxið og þá myndi kindin ekki getað étið neitt og hún myndi drepast og ef maðurinn gæti ekki borðað kindina fengi hann engan mat og myndi drepast. Þess
  s vegna er gott að hafa flókna fæðuvefi.
  33_02_08_11_9_50_51_14671901Mynd 2

Þetta voru hugtökin sem við rifjuðum upp. Eftir upprifjunina fengum við að fara aðeins út að fá okkur smá ferskt loft en í leiðinni áttum við að tákna nokkur hugtök sem tengjast vistfræði og við stelpurnar völdum:

neytandiNeytandi

ljostillifunLjóstillifun

Og bruna en það er ekki hægt að  setja inn myndbandið :(

Þegar við komum inn aftur fórum við beint í glærukynninguna. Við svöruðum einni spurningu í byrjun.
Hvað er átt við með því að orkan flæði um náttúruna?
Orkan er fasti. Hún er alltaf til staðar en getur ekki verið eytt né hægt að skapa hana, orkan getur bara skipt um form.
Sólin er uppspretta allrar orku. Plöntur ljóstillifa og þá verður súrefni til. Þeirri orku er svo brennt og það ferli kallast bruni.

Við fórum vel yfir hringrás vatns og kolefnis.

Hringrás vatns:
Allt vatn (sjór, jöklar…) gufar upp, svo þéttist það í ský og svo rignir vatninu aftur og þannig gengur það hring eftir hring.
WatercycleicelandichighMynd 3

Hringrás kolefnis:
Hringrás kolefnis er miklu flóknari en hringrás vatns en hringrás kolefnis getur tekið allt frá einum degi upp í milljón ár, en það fer allt eftir því hversu lengi efnið er bundið. Þessi hringrás lýsir sér svona í meginatriðum. Koltvíoxíð (Co2) er numið úr andúmslofti þegar ljóstillifun á sér stað en skilar sér svo til baka við öndun og rotnun.
kolefnishringur_020804Mynd 4

Við fórum svo aftur yfir hvað auðlindir eru en auðlindir eru eitthvað sem við teljum verðmætt eða nothæft í náttúrunni. Auðlindir skiptast niður í nokkra flokka en þeir eru

 • Óendurnýjanlegar: t.d. málmar, kol og olía.
 • Endurnýjanlegar: t.d. vatnsorka, vindorka og sólarorka.
 • Endurnýjanlegar með takmörkunum: t.d. fiskistofnar og skógar.

Síðan lærðum við eitt alveg nýtt hugtak en það er sjálfbær þróun. Þá er átt við þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skemma möguleika næstu kynslóða til að mæta sínum þörfum. Eins og afrískur málsháttur segir ,,Þú erfir ekki landið af foreldrum þínum, heldur ertu með það í láni frá börnunum þínum.

Fimmtudagur 1. september

Á fimmtudaginn vorum við niðri í tölvuveri og fengum tíma til að blogga. Við lærðum líka aðeins um stafræna borgaravitund, en það er ,,að hafa þekkingu, færni og viðhorf sem þarf til að sýna ábyrga og virðingaverða hegðun þegar tækni er notuð eða þegar tekið er þátt í stafrænu umhverfi. Stafræn borgaravitund er víðtækari en t.d.  almennar siðareglur í tölvupóstsamskiptum. Hún snýst m.a. um að forðast ritstuld, virðing höfundarréttar, hvernig á að leita, finna og leggja mat á upplýsingar, verndun persónuupplýsinga, stuðla að öruggri og ábyrgri netnotkun, almennar samskiptareglur, viðbrögð við einelti á netinu o.s.frv.“ (tekið af borgaravitund.arnar.me)

FRÉTTIR:

Alzheimerslyf glæðir vonir

Fordæmalaus hlýnun yfir þúsund ár

HEIMILDIR:

Vísindavefurinn

borgaravitund.arnar.me

– Glósur fá Gyðu

MYDNIR:

– Mynd 1: wikipedia

– Mynd 2: biology-forums.com

– Mynd 3: wikimedia commons

– Mynd 4: Vísindavefurinn

 

Leave a Reply