Laufey Helga
:)

Mánudagur 5. september

Við skoðuðum nokkrar fréttir og fórum vel yfir hvernig kóralrif eyðast og fórum líka yfir það hvernig vísindamenn ætla að reyna ða vekja geirfuglinn aftur upp. Þá ætla þeir að taka fósturvísi úr geirflugli og álku en láta gæs ganga með eggið, svolítið eins og Jurassic park. Þegar við vorum búin að fara yfir fréttirnar kláruðum við að fara yfir glósurnar. Við svöruðum spurningum á einni glósu og skoðuðum svo blogg. En spurningarnar voru:

 1. Hvernig eru auðlindir nýttar?
  Auðlindir eru nýttar í rafmagnsframleiðslu og í ýmis konar orkuframleiðslu.
 2. Hvers vegna eru hringrásarferli í náttúrunni mikilvæg?
  Hringrásarferlin eru svo mikilvæg því að þau halda náttúrunni gangandi.
 3. Hvað er sjálfbær þróun?
  Þróun sem mætir þörfum samtíðarinnar án þess að raska eða skemma möguleika komandi kynslóða.
 4. Hvaða ábyrgð höfum við gagnvart komandi kynslóðum?
  Að menga minna, og fara betur með allt sem við eigum, þ.e. landið, loftið, auðlindir o.fl. til þess að næstu kynslóðir geti notað það líka.
 5. Hvað get ég gert?
  Minnka eldsneytisnotkun, menga minna og finna umhverfisvænar getnaðarvarnir.

Þriðjudagur 6. september

Á þriðjudaginn var stöðvavinna og ég og Guðni vorum saman í hóp. Við byrjuðum á því að leysa krossgátu, orðarugl og stafarugl sem tengdist vistfræði. Svo fórum við í lesskilningsverkefni. Þegar það var búið fórum við að lesa um hringrás kolefnis. En kolefni getur verið bundið allt frá einum degi og upp í milljónir ára.

1 dagur:
– Þá notar plantan kolefnið og brennir því svo aftur sama dag.

1 ár: 
– Þá borðar e-ð dýr plöntuna og andar svo frá sér koltvíoxíðinu en þá er hringrásin búin að vera í gangi í eitt ár.

100 ár:
– Þá er t.d. brennt 100 ára tré, þá er kolefnið búið að vera bundið í tréinu í 100 ár.

100 milljónir ára:
– Eldsneyti (olía) er búið að vera ofan í jörðinni í mörg hundruð ár, svo þegar það er búið að setja olíu á bílinn eyðir hann henni og þá er hringrásin búin að taka 100 milljónir ára.

Fimmtudagur 8. september

Svör við spurningum:

4. Hvaða hætta steðjar að kóralrifjum?
Kórallar eru hart kalkkennt efni sem kóraldýr mynda. Kórallar tilheyra flokkinum Anthozoa sem skiptist svo niður í marga undirflokka, en hinir eiginlegu kórallar eru flokkaðir í undirflokka sem kallast Octocorallia sem eru hyrndir kórallar og svo er annar undirflokkur sem kallast Hexacorallia en í þeim undirflokki er ættbálkurinn Scleractina eða steinkórallar á íslensku en þessir kórallar mynda stór og mikil kóralrif. Ég ætla að fjalla um hættur sem steðja að þessum kóralrifjum.
Hlýnun jarðar á mjög stóran hluta af ástæðunum fyrir því að kóralrifin skemmast. En hlýnun jarðar veldur:

1. Jöklarnir bráðna og vatnið fer í sjóinn og þar af leiðandi hækkar yfirborð vatnsins, sem gerir það að verkum að kórallarnir fara á kaf og skemmast.

2. Vegna þess að loftið er heitara þá er meira koldíoxíð í loftinu, og fer út í hafið, sem lætur sjóinn súrna, sem þýðir að sýrustigið fer hækkandi í sjónum. Of hátt sýrustig í sjónum eyðir upp kalki en stoðgrind kóralla er mestmegnis úr kalki. Þannig að kalkið í kóöllunum eyðist og kórallarnir skemmast.

Í Ástralíu er stærsta kóralrif heimsins en það er einmitt gert að mestu leyti úr steinkóröllum.imageMynd 1. Myndin er af kóralrifinu í Ástralíu (e. The grate barrier reef)

Fréttir:

Súrnun sjávar gæti ógnað þorski.

Mynd dagsins á National Geographic

 

Heimildir:

Vísindavefurinn – Hvernig verða kórallar til?

– Mynd 1 wikimedia commons

– Maður og náttúra (bók)

Mbl.is

National Geography

Leave a Reply