Laufey Helga
:)

Mánudagur 12. september

Á mánudaginn féll náttúrufræðitíminn niður vegna þess að við vorum í kynfræðslu hjá Siggu Dögg.

Þriðjudagur 13. september

Á þriðjudaginn byjuðum við tímann á því að skoða fréttir. Við skoðuðum eina frétt um fornleifar sem fundust í Stöðvarfirði. C-14 greiningin eða geislakolsaðferðin var notuð til að aldursgreina fornleifarnar en C-14 er kolefnis samsæta. Meira um C-14.
Næst fórum við í smá verkefni en áður en við byrjuðum horfðum við á hluta úr fræðslumynd frá HOME. Svo var okkur skipt í hópa og við lásum saman texta um ákveðið efni. Við í mínum hóp lásum um gróðurhúsaáhrifin. Við áttum að glósa hugtök og spyrja spurninga. Mín hugtök voru:

 •  Vatnsgufa: Vatnsgufa er ein áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin.
 • Díniturmónoxíð: Hláturgas (N2O)
 • Flúorgastegundir: Það eru gastegundir sem menga mikið. Þótt að þær séu í litlu magni menga þær meira en margar lofttegundir.
 • Koltvíoxíð: Kolefni (CO2)
 • Iðnbyltingin: Þegar iðnbyltingin hófst byrjaði mikil losun loftegunda sem menga mikið eins og CO2.
 • Ljofthjúpur: Lofthjúpurinn verndar okkur frá hættulegum geislum sólarinnar og öðrum skaðlegum lofttegundum.
 • Suðurskautslandið: Suðurhvel jarðar. Það er mikilvægt fyrir loftlags mælingar. Þá er borað um 3 km. ofan í jörðina en með því að skoða efnasamsetningarnar í ískjarnanum er hægt að vita hitastig seinustu milljón ára.
 • Jökulskeið/kuldaskeið: Það er tímabil þar sem er mjög kalt eins og þegar ísöldin var, þá breiddust út jöklar á kuldaskeiðinu.
 • Hlýskeið: Það eru ákveðin tímabil á ísöld þar sem lofthiti hækkar og veðrið var svipað og það er í dag. Sumir segja að ísöldin (pleistósen) sé ekki ekki búin, heldur að það sé núna hlýskeið, sem er nútíminn (hólósen) og að eftir einhver ár eigi annað kuldaskeið eftir að taka við.

Spurningarnar sem við spurðum að voru:

 • Er hægt að koma í veg fyrir gróðurhúsaáhrif?
  Já með því að minnka eða hætta losun gróðurhúsalofttegunda og menga minna.
 • Hvernig væri hægt að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda?
  Með því að finna og þróa önnur efni sem menga minna.
 • Hvað gerist ef við hættum ekki að menga? Hvað mun gerast í framtíðinni?
 • Ef að við hættum ekki að menga svona mikið mun hitastigið halda áfram að hækka, sjórinn mun halda áfram að súrna og þá munu t.d. kórallar og þorskar deyja út og með hækkandi hitastigi munu dýrategundir eins og ísbirnir og mörgæsir deyja út. Við munum halda áfram að setja margar dýra og plöntu tegundir í útrýmingarhættu og að lokum mun verða of heitt fyrir mannfólk og dýr til að lifa af eða þá að allir jöklar bráðna og sjávarmál hækkar og setur jörðina á kaf. En það myndi taka nokkrar aldir eða skemmri tíma með þessu áframhaldi. 

Fimmtudagur 15. september

Á fimmtudaginn fengum við tíma í tölvuverinu til að blogga.

Fréttir og fleira

Hafísinn við sögulegt lágmark

12 dýr í útrýmingarhættu vegna hnattrænnar hlýnunar (2015)

Ef augun á dýrum væru framan á andlitinu þeirra – myndir :)

Heimildir

Vísindavefurinn hlýskeið og kuldaskeið

Vísindavefurinn C-14 greiningin

Mbl.is

Menn.is

Mashable.com

Leave a Reply