Laufey Helga
:)

Mánudagur 19. september 

Á mánudaginn var foreldraviðtalsdagur og þar af leiðandi enginn tími.

Þriðjudagurinn 20. september 

Á þriðjudaginn byrjuðum við á nýju verkefni sem heitir ég ber ábyrgð. Við áttum að velja okkur eitt hugtak sem tengist hlýnun jarðar og hvað við getum gert til að minnka áhrifin.
Ég valdi mér hugtakið Óson-lagið. Óson lagið er þunnt gaslag í kringum jörðina. Það er í 15-25 km. hæð í lofthjúpnum. Óson er súrefnis sameind (O3) og verndar okkur frá útfjólubláum geislum. Óson gleypir þessa útfjólubláu geisla sem eru hættulegir mönnum. Útfjólubláu geislarnir geta valdið húðkrabbameini, augnskaða o.fl. Ef að of mikið magn ósóns er við yfirborð jarðar getur það verið hættulegt en ef það væri ekki í lofthjúpnum væri það ennþá hættulegra fyrir mennina. CFC lofttegundir eða klórflúorkolefni (e. chlorofluorocarbon) eyða ósoninu sem er ekki gott fyrir lífið á jörðinni. Ef ósonlagið væri ekki til staðar myndi allt líf á jörðinni skerðast, geislun sólarinnar væri þá of mikil og líklegast myndi allt dýra- og plöntulíf þurrkast út. Til þess að minnka óson-eyðingu er búið að gera samninga sem segja til um hvaða efni má og má ekki nota. Þessir samningar heita Vínarsáttmálinn sem var undirritaður árið 1985 en hann er fyrst og fremst vilja yfirlýsing. Hinn sáttmálinn er kallaður Montrealbókunin. Hún var fyrst undirrituð árið 1987 en er reglulega endurnýjuð vegna tækniþróanna og nýrra vísindauppgötvanna. Montrealbókunninni var fyrst breytt árið 1990, svo 1992, aftur árið 1997 og að lokum 1999. Þau óson-eyðandi efni sem er búið að minnka eða er hætt að nota (allavega á Norðurlöndunum) eru:

  • CFC (klórflúorkolefni): Þau hafa verið notuð í úðabrúsa, sem kæliefni, í framleiðslu frauðplasts, þurrhreinsun, fituhreinsun og efnagreiningu, en síðan 1. janúar ’95 hefur bara verið leyfilegt að nota CFC í efnagreiningu og í lækningarvörur eins og astmalyf.
  • Halónar: Voru notaðir í slökkvitæki en síðan Montrealbókunin var undirrituð hefur það verið bannað. Það má ekkilengur nota halón í föstum slökkvikerfum nema í undantekningatilfellum.
  • Tetraklórmetan (koltetraklóríð)
  • 1,1,1-tríklóretan (metýlklóroform)
  • HBFC (vetnisbrómflúorkolefni)

osonlagid_stor_110313Mynd 1

Í lok tímans vorum við svo að skoða fréttir.

Fimmtudagur 22. september

Á fimmtudaginn fengum við tíma í tölvuverinu til þess að halda áfram með verkefnið ég ber ábyrgð. 

Heimildir

– Mynd 1: Vísindavefurinn

Vísindavefurinn: Hvað er ósonlagið og úr hverju er það?

– Verndun ósonlagsins (hefti)

mbl.is

National geographic

Fréttir

Gæti breytt árormum fyrir Evrópu

Fyrsta barnið sem á ,,þrjá“ foreldra er fætt

Frétt frá 2013 um að minnkun á CFC efnum hafi góð áhrif á ósonlagið

 

Leave a Reply