Laufey Helga
:)

Mánudagur 10. október

Á mánudaginn rifjuðum við upp allt sem tengist frumunni. Við lærðum seinast um frumuna í 8. bekk þannig að það var gott að fara vel yfir allt sem tengist frumunni. Við fórum aðeins yfir það hvernig fruman byggist upp.  Þær hafa frumulíffæri eins og til dæmis:

 • Safabóla: vökvafylltar blöðrur
 • Kjarni: geymir litninga frumunnar og virkar svolítið eins og heili í manneskju.
 • Hvatberi: brenna orku. Mikið af hvatberum í sáðfrumum því þær vilja komast hratt og þá þurfa þær að brenna mikilli orku.
 • Frumuhimna: utan um allar frumur og passar að bakteríur komist ekki inn í frumuna.

Frumur skiptast í tvo flokka, dýrafrumur og plöntufrumur en plöntufrumur hafa eitt frumulíffæri sem dýrafrumur hafa ekki en það eru grænukorn (blaðgræna) en grænukornin ljóstillifa.

Við fórum svo í dýrafræði Kahoot sem gekk ágætlega en við höfum ekkert lært í dýrafræði síðan í byrjun 9. bekkjar.

Þriðjudagur 11. október

Á þriðjudaginn var Gyða ekki í skólanum en við fengum tíma til að blogga í fyrri tímanum. Í seinni tímanum fengum við tíma til að vinna verkefni sem við áttum eftir að klára eða læra fyrir enskupróf.

Fimmtudagur 13. október

Á fimmtudaginn var ég ekki í skólanum.

Samantekt úr seinasta hlekk og nýi hlekkurinn

Við fórum aðeins yfir gróðurhúsaáhrif og hvaða áhrif hlýnun jarðar hefur á lífríki jarðar. Við fórum mjög vel yfir súrnun sjávar og hvernig kóralrif eyðast. Við vorum í vistfræði hlekk og þess vegna lærðum við allskonar hringrásir, rifjuðum upp hringrás vatns og fórum yfir hringrás kolefnis en hún felst í því hversu lengi efnið er bundið og tíminn frá því að það fari aftur út í náttúruna. Við lásum í gagnvirkum lestri og glósuðum lykilhugtök. Það sem stóð uppúr hjá mér í þessum hlekk var verkefnið ég ber ábyrgð en þar tók ég fyrir ósonlagið og lærði allt um það og hvernig það eyðist. Ég áttaði mig á því að ég ber ábyrgð, eins og allir aðrir í heiminum og margt smátt gerir eitt stórt, sem þarf klárlega að gerast til þess að jrðin geti þróast á sjálfbæran hátt. Sjálfbær þróun mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða, en eins og segir í afrískum málshætti ,,Við erfðum ekki jörðina af foreldrum okkar, heldur erum við með hana að láni frá börnunum okkar.“ 

Núna erum við að byrja á erfðafræði sem ég er mjög spennt fyrir. Ég held að þessi hlekkur verði ekki auðveldur en ég held að þetta verði skemmtilegt. Það sem ég vil vita við lok hlekkjarins er að afhverju hægra augað mitt er hálft grænt og hálft brúnt :)

Fréttir

2016 nær örugglega hlýjast 

Séð inní mannslíkamann – myndband

Heimildir
– Vísindavefurinn: Hver eru helstu líffæri dýra- og plöntufrumu og hvaða hlutverki gegna þau?

Fréttir frá mbl.is

Mánudagur 3. október

Á mánudaginn var kynning á verkefninu ,,Ég ber ábyrgð“ en það náðu ekki allir að kynna.

Þriðjudagur 4. október

Á þriðjudaginn notuðum við fyrri tímann í að klára kynningarnar en þegar það var búið fórum við í alias með hugtökum úr hlekknum, en við vorum að lýsa hugtökum eins og:

 • Erfðabreytt matvæli – Þegar það er tekið litning úr einni plöntu og sett í aðra til þess að gera hana öðruvísi en hún á að vera. Þess vegna eru bakteríur oft notaðar vegna þess að þær hafa bara einn langan litning. Þetta getur verið gott vegna þess að við fáum nákvæmlega þá vöru sem við viljum fá (t.d. allar tómatategundirnar sem eru á landinu) og svo er líka hægt að gera ,,nýjar“ tegundir, eða liti. Með því að erfðabreyta matvælum væri hægt að gera fjólubláa banana og gula tómata. Það er líka aðeins verið að byrja að gera þetta við dýr. Gallarnir við þetta eru að þetta mengar náttúruna vegna þess að það er verið að breyta erfðaefninu í plöntunum. Svo líka ef að ein plantan á akrinum sýkist af e-u og deyr, munu allar plönturnar deyja.
 • Umhverfisvænn – Að hugsa vel um umhverfið, flokka rusl, nota umhverfisvænar vörur eins og t.d. maís poka í staðinn fyrir plastpoka, kaupa t.d. lífrænar vörur o.fl.
 • Súrt regn – Þegar regn blandast við brennisteinssýru (H2SO4), saltpéturssýru (HNO3) og lífrænar sýrur verður það súrt. Þessar sýrur myndast við bruna á olíu og kolum og þess vegna er oft súrt regn þar sem mikill iðnaður er. Súrt regn skemmir t.d. barrskóga en sýran skemmir barrið og drepur sveppina sem eru í samlífi við rætur trjánna, en þá minnkar næringaupptaka trjánna til muna.
 • Loftlagsbreytingar – Vegna gróðurhúsaáhrifa eru fleiri gróðurhúsalofttegundir  í lofthjúpnum. Þess vegna er jörðin að hlýna og þá breytist loftslagið. Það hefur þær afleiðingar að gróðurbelti færast til, yfirborð sjávar hækkar, flóðahætta eykst, lönd fara á kaf ogfleiri tegundir deyja út.
 • Orkugjafi – Eitthvað sem gefur okkur þá orku sem við þurfum til þess að t.d. framleiða rafmagn, eða eldsneyti og getur verið vatn, vindur, sólarorka, olía, kol, gas o.fl.

Fimmtudagur 6. október

Á fimmtudaginn var Gyða ekki en við tókum stutta könnun í tölvuverinu. Við áttum að svara 3 af 6 spurningum en ég valdi:

 • Loftslagsbreytingar – Hvaða breytingar er verið að tala um og hvaða afleiðingar gætu þær haft á og við Ísland? Nefndu nokkur atriði
  Vegna gróðurhúsaárhifanna er jörðin að hlýna en þá færast gróðurbelti til, yfirborð sjávar hækkar og flóðahætta eykst. Helstu áhættuatriðin fyrir Ísland er súrnun sjávar. Vegna hlýnunar jarðar er sjórinn að súrna en þá deyja margar tegundir eins og sumar tegundir af skelfisk og líka þorskur, sem væri slæmt fyrir okkur hér á Íslandi því að þorskurinn er ein aðal útflutningsvara landsins. Vegna hlýnunar jarðar eru jöklarnir að bráðna en þá gæti láglendi eins og höfuðborgarsvæðið og Reykjanesið.
 • Við Íslendingar viljum leggja áherslu á sjálfbæra nýtingu auðlinda – Hverjar eru þessar auðlindir? Og hvernig er hægt að nýta þær á sjálfbæran hátt?
  Við ,,eigum“ fullt af náttúrulegum auðlindum eins og vatn, jarðvarmi og fiskur. Til þess að stuðla að sjálfbærri þróun auðlindanna þarf að setja einhver mörk svo við klárum ekki þessar auðlindir, því þær þurfa tíma til að endurnýja sig.
 • Hvers vegna eru kóralrif mikilvæg fyrir lífríki Jarðar? Og hvaða hætta steðjar að þessum vistkerfum?
  Kóralrif sjá um það bil fjórðungi allra fiskanna í sjónum fyrir fæðu og skjóli og um það bil einn milljarður fólks stólar á það að kóralrifin sjái þeim fyrir fæðu. Á einum ferkílómetra (Km2) eru u.þ.b. 15 tonn af fiski og annarri fæðu sem finnst í sjónum. Þau áhrif sem kóralrif hafa á samfélagið eru gríðarleg en þau draga að sér mörg þúsund ferðamanna á ári og í Flórída (Bandaríkjunum) og í Ástralíu er árs innkoma 1-3 milljarður Bandaríkja dala ($). Kóralrifin vernda líka löndin frá stórum flóðbylgjum. Þær ástæður fyrir því að kóralrifin eru að skemmast eru þessar:
  1. Hlýnun jarðar veldur því að jöklarnir bráðna. Þegar þeir bráðna fer vatnið út í sjó og þar af leiðandi flæðir yfir kóralrifin svo að þau fara á kaf og þá skemmast kóralrifin.
  2. Vegna þess að loftið er hlýrra, er meira CO2 í því og þá ,,gleypir“ sjórinn meira CO2 en þá súrnar sjórinn. Þegar sjórinn súrnar, hækkar sýrustigið. Hærra sýrustig lætur kalkið í sjónum brotna niður en kórallar eru mestmegnis gerðir úr kalki.

Fréttir

Stofnfrumur til bjargar hjartveikum öpum

Sjaldséð jarðsetur á tunglinu

Heimildir

Vísindavefurinn: fellur súrt regn á Íslandi?…
Umhverfisstofnun
– wwf.panda.org

Fréttir frá mbl.is

Mánudagur 26. september

Á mánudaginn fengum við tíma til að vinna í kynningunum okkar. Ég hélt áfram að finna upplýsingar um það hvernig ósonlagið eyðist og pældi mikið í því hvort að Montreal-bókunin gerir raunverulega eitthvað gagn. Ef að engar breytingar verða gerðar mun styrkur ósons minnka mjög mikið á næstu árum. Hér er hægt að sjá hreyfimynd af því hvernig ósonlagið mun verða í framtíðinni ef ekkert er gert. Sem betur fer eru vísindamenn að vinna í því að minnka eyðingu ósons. Útaf Montreal-bókuninni mun óson-lagið ekki eyðast alveg, sem betur fer því annars myndu skaðlegir geislar sólar eins og t.d. útfjólubláir geislar komast til jarðar í miklu magni sem er mjög slæmt fyrir mannfólkið. waleed30secondmontrealprotocolvizcomposite-900_printMynd 1

Til þess að við sköðum ekki ósonlagið meira en við erum að gera nú þegar þarf að:

 • Henda ísskápum, frystum o.þ.h. kælibúnaði á viðurkennda staði fyrir spillibúnað, því að gamall kælibúnaður inniheldur CFC efni.
 • Fá slökkvitæki sem innihalda ekki halóna.
 • Passa að vörurnar sem við kaupum (erlendis sérstaklega) innihalda ekki CFC efni (þau hafa samt ekki verið notuð á Íslandi síðan 1995) en úðabrúsar innihalda oft CFC eða HCFC efni.
 • Fá loftræstikerfi sem eru vistvæn.

Það sem vísindamenn þurfa að gera á næstu árum:

 • Finna efni eða efnasamsetningu sem gera sama/svipað gagn en menga ekki svona mikið.

Þriðjudagur 27. september

Við misstum af tímanum vegna norræna skólahlaupsins.

Fimmtudagur 29. september

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuverinu að klára kynningarnar okkar.

Fréttir

10 fyndnustu myndirnar sem bárust í keppnina Comedy Wildlife Photography Awards

Leyndardómur ,,Stjörnu Tabbys“ dýpkar

Sorphaugurinn stærri en áður var talið

Tíunda hvert barn með ,,vörn“ gegn alnæmi

Heimildir

– Mynd 1: NASA

– Umhverfisstofnun

menn.is

mbl.is

BBC