Laufey Helga
:)

Mánudagur 3. október

Á mánudaginn var kynning á verkefninu ,,Ég ber ábyrgð“ en það náðu ekki allir að kynna.

Þriðjudagur 4. október

Á þriðjudaginn notuðum við fyrri tímann í að klára kynningarnar en þegar það var búið fórum við í alias með hugtökum úr hlekknum, en við vorum að lýsa hugtökum eins og:

 • Erfðabreytt matvæli – Þegar það er tekið litning úr einni plöntu og sett í aðra til þess að gera hana öðruvísi en hún á að vera. Þess vegna eru bakteríur oft notaðar vegna þess að þær hafa bara einn langan litning. Þetta getur verið gott vegna þess að við fáum nákvæmlega þá vöru sem við viljum fá (t.d. allar tómatategundirnar sem eru á landinu) og svo er líka hægt að gera ,,nýjar“ tegundir, eða liti. Með því að erfðabreyta matvælum væri hægt að gera fjólubláa banana og gula tómata. Það er líka aðeins verið að byrja að gera þetta við dýr. Gallarnir við þetta eru að þetta mengar náttúruna vegna þess að það er verið að breyta erfðaefninu í plöntunum. Svo líka ef að ein plantan á akrinum sýkist af e-u og deyr, munu allar plönturnar deyja.
 • Umhverfisvænn – Að hugsa vel um umhverfið, flokka rusl, nota umhverfisvænar vörur eins og t.d. maís poka í staðinn fyrir plastpoka, kaupa t.d. lífrænar vörur o.fl.
 • Súrt regn – Þegar regn blandast við brennisteinssýru (H2SO4), saltpéturssýru (HNO3) og lífrænar sýrur verður það súrt. Þessar sýrur myndast við bruna á olíu og kolum og þess vegna er oft súrt regn þar sem mikill iðnaður er. Súrt regn skemmir t.d. barrskóga en sýran skemmir barrið og drepur sveppina sem eru í samlífi við rætur trjánna, en þá minnkar næringaupptaka trjánna til muna.
 • Loftlagsbreytingar – Vegna gróðurhúsaáhrifa eru fleiri gróðurhúsalofttegundir  í lofthjúpnum. Þess vegna er jörðin að hlýna og þá breytist loftslagið. Það hefur þær afleiðingar að gróðurbelti færast til, yfirborð sjávar hækkar, flóðahætta eykst, lönd fara á kaf ogfleiri tegundir deyja út.
 • Orkugjafi – Eitthvað sem gefur okkur þá orku sem við þurfum til þess að t.d. framleiða rafmagn, eða eldsneyti og getur verið vatn, vindur, sólarorka, olía, kol, gas o.fl.

Fimmtudagur 6. október

Á fimmtudaginn var Gyða ekki en við tókum stutta könnun í tölvuverinu. Við áttum að svara 3 af 6 spurningum en ég valdi:

 • Loftslagsbreytingar – Hvaða breytingar er verið að tala um og hvaða afleiðingar gætu þær haft á og við Ísland? Nefndu nokkur atriði
  Vegna gróðurhúsaárhifanna er jörðin að hlýna en þá færast gróðurbelti til, yfirborð sjávar hækkar og flóðahætta eykst. Helstu áhættuatriðin fyrir Ísland er súrnun sjávar. Vegna hlýnunar jarðar er sjórinn að súrna en þá deyja margar tegundir eins og sumar tegundir af skelfisk og líka þorskur, sem væri slæmt fyrir okkur hér á Íslandi því að þorskurinn er ein aðal útflutningsvara landsins. Vegna hlýnunar jarðar eru jöklarnir að bráðna en þá gæti láglendi eins og höfuðborgarsvæðið og Reykjanesið.
 • Við Íslendingar viljum leggja áherslu á sjálfbæra nýtingu auðlinda – Hverjar eru þessar auðlindir? Og hvernig er hægt að nýta þær á sjálfbæran hátt?
  Við ,,eigum“ fullt af náttúrulegum auðlindum eins og vatn, jarðvarmi og fiskur. Til þess að stuðla að sjálfbærri þróun auðlindanna þarf að setja einhver mörk svo við klárum ekki þessar auðlindir, því þær þurfa tíma til að endurnýja sig.
 • Hvers vegna eru kóralrif mikilvæg fyrir lífríki Jarðar? Og hvaða hætta steðjar að þessum vistkerfum?
  Kóralrif sjá um það bil fjórðungi allra fiskanna í sjónum fyrir fæðu og skjóli og um það bil einn milljarður fólks stólar á það að kóralrifin sjái þeim fyrir fæðu. Á einum ferkílómetra (Km2) eru u.þ.b. 15 tonn af fiski og annarri fæðu sem finnst í sjónum. Þau áhrif sem kóralrif hafa á samfélagið eru gríðarleg en þau draga að sér mörg þúsund ferðamanna á ári og í Flórída (Bandaríkjunum) og í Ástralíu er árs innkoma 1-3 milljarður Bandaríkja dala ($). Kóralrifin vernda líka löndin frá stórum flóðbylgjum. Þær ástæður fyrir því að kóralrifin eru að skemmast eru þessar:
  1. Hlýnun jarðar veldur því að jöklarnir bráðna. Þegar þeir bráðna fer vatnið út í sjó og þar af leiðandi flæðir yfir kóralrifin svo að þau fara á kaf og þá skemmast kóralrifin.
  2. Vegna þess að loftið er hlýrra, er meira CO2 í því og þá ,,gleypir“ sjórinn meira CO2 en þá súrnar sjórinn. Þegar sjórinn súrnar, hækkar sýrustigið. Hærra sýrustig lætur kalkið í sjónum brotna niður en kórallar eru mestmegnis gerðir úr kalki.

Fréttir

Stofnfrumur til bjargar hjartveikum öpum

Sjaldséð jarðsetur á tunglinu

Heimildir

Vísindavefurinn: fellur súrt regn á Íslandi?…
Umhverfisstofnun
– wwf.panda.org

Fréttir frá mbl.is

Leave a Reply