Laufey Helga
:)

Mánudagur 21. nóvember

Á mánudaginn var fyrirlesur um siðfræði. Við töluðum meðal annars um það hvort það væri siðferðislega rétt að eyða fóstri eftir að það kæmi í ljós að það væri með Downs heilkennið, hvort það væri rétti hluturinn fyrir konur að nota fóstureyðingu sem getnaðarvörn en við fórum ekkert mjög djúpt í þessar umræður. Við töluðum líka um það að hvenær væri siðferðislega rétt að eyða fóstri, þ.e.a.s. ef að fóstrið er það fatlað að það mun A) fæðast andvana eða lifa stutt B) Að barnið mun aldrei lifa venjulegu lífi og mun þurfa 100% umönnunar allt sitt líf. Mér finnst persónulega þetta vera komið undir foreldrunum en ef þau sjá fram á það að barnið þeirra muni aldrei geta hugsað um sig sjálft og að það muni kannski ná 3-5 ára aldri að þá myndi ég skilja þessa ákvörðun þeirra, því að flestir foreldrar myndu vilja gera það sem þeir gætu fyrir barnið sitt til að því líði vel og stundum er það betra að fæða ekki barnið til þess að það muni ekki þjást. Mér finnst það alltaf vera undir móðurinni komið hvort hún vilji fara í fóstureyðingu eða ekki. Mér finnst samt að það eigi aldrei að nota fóstureyðingu fyrir getnaðarvörn.

Þriðjudagur 22. nóvember

Á þriðjudaginn var fyrsti tíminn af þrem sem við tókum í sérstakan umræðu tíma. Þá fengu allir eitthvað hugtak sem tengist erfðafræðinni. Við fengum 10 mínútur til þess að finna allt sem við gátum um það sem við völdum okkur og svo settumst við saman niður og ræddum um hvert hugtak fyrir sig, en það náðu ekki allir að klára. Ég kynnti mitt hugtak í þessum tíma en ég var með Alzheimer sjúkdóminn. Ég valdi hann vegna þess að afi minn greindist með „Early Alzheimers” eða snemmkomnum Alzheimer.

Alzheimer:

Fyrstu einkenni:

 • Gleymni á hlutum sem eru nýbúnir að gerast og hefur áhrif á starfshæfni
 • Erfiðleikar við algeng viðfangsefni, innkaup, matargerð o.fl.
 • Einstaklingurinn á erfitt með að segja einföld orð og setningar rétt
 • Erfiðleikar með að átta sig á stað og stund og á erfitt með að rata um umhverfi sem manneskjan þekkir vel.
 • Léleg eða minnkandi dómgreind
 • Persónuleikabreytingar
 • Minnkandi frumkvæði og framtakssemi.

Einkenni sem margir langt sjúklingar fá eftir greiningu:

 • Málstol: Sjúklingurinn á erfitt með að finna réttu orðin og að mynda setningar. Á fyrstu stigum sjúkdómsins þarf sjúklingurinn oft að umorða það sem hann ætlar að segja til þess að það komist til skila. Á seinni stigum sjúkdómsins á sjúklingurinn erfitt með að tjá sig og oft skilja bara hans nánustu hvað hann á við.
 • Verkstol: Sjúklingar eiga erfitt með að vinna verk sem auðvelt var að vinna áður. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að gera það sem áður var auðvelt. Í fyrstu sést þetta bara á flóknum hlutum en svo seinna þarf að leiðbeina skjúklingnum í gegnum allt skref fyrir skref svo enn seinna þarf að hjálpa sjúklingnum með mjög margt í þeirra daglega lífi. Afi minn t.d. átti erfitt með að renna upp og niður rennilásum.
 • Ratvísi: Það verður erfitt að rata um, jafnvel þótt sjúklingurinn sé með kort eða GPS tæki og svo verður erfitt að rata um svæði sem sjúklingurinn þekkir vel eins og t.d. heimilið sitt.
 • Félagsfærni: Sjúklingurinn verður ófær um alls konar hluti eins og að sinna fjölskyldunni sinni, starfi og áhugamálum. En þetta gerist vegna minnistaps og þetta er einn þáttur heilabilunar.

Lyf og meðferð:

Þessi sjúkdómur leggst á þann hluta heilans sem kallast dreki.  En eins og segir á Vísindavefnum: „Drekinn hefur það hlutverk að taka á móti upplýsingum sem heilanum berast og tengir þær meðvitaðri upplifun frá því áður. Við það öðlast upplýsingarnar merkingu og berast áfram innan heilans, til heilabarkarins til frekari varðveislu (minning). Ef rýrnun verður í þessum hluta heilans eins og gerist snemma í Alzheimers-sjúkdómi er hæfileiki hans til að senda áfram meðvitaðar upplýsingar skertur.“

Það er ekki nein lækning við Alzheimer sjúkdómnum til ennþá en það er alltaf verið að reyna að þróa lyf sem lækna sjúkdóminn en hefur ekki ennþá tekist. Aftur á móti eru til lyf sem halda sjúkdómnum í skorðum, en það er bara tímabundið. Sjúklingar sem neita meðferð lifa að meðaltali í 1-3 ár eftir greiningu en þeir sem taka þessi lyf lifa í 6-10 ár eftir greiningu, en auðvitað eru til dæmi um fólk sem lifir lengur. Alzheimer er heilahrörnunarsjúkdómur en seinustu vikur, mánuði eða jafnvel ár sjúklingsins er hann mjög veikur og getur ekki gert neitt sjálfur, en þá er sjúkdómurinn búinn að taka yfir allt taugakerfið og það leiðir til dauða.

Það má lesa meira um þetta á Vísindavefnum.

Fimmtudagur 24. nóvember

Á fimmtudaginn héldum við áfram með umræðuna frá því á þriðjudaginn vegna þess að það náðu ekki allir að klára að tala um sitt.

Fréttir og fleira

Óttast óstöðvandi loftslagsbreytinga

Mynband um Alzheimer (hversu margir greinast, kynjahlutföll o.fl. frá árinu 2014)

Heimildir

FAAS – Alzheimer samtökin

persona.is

Vísindavefurinn

Vísindavefurinn

Mánudagur 14. nóvember

Á mánudaginn fórum við yfir prófið sem við tókum á fimmtudaginn. Þetta tók næstum því allan tímann en í lokin töluðum við aðeins um tvíbura. Gyða sýndi okkur myndband af pari þar sem konan er hvít en karlinn svartur. Þau eiga saman tvenna tvíbura (allar 4 stelpur og bæði „tvíburapörin“ eru tvíeggjatvíburar) nema í bæði skiptin var önnur stelpan hvít en hin svört. Þetta er frekar óalgengt en líkurnar á að þetta gerist  eru 2 á móti milljón. Myndbandið má sjá hér.

Þriðjudagur 15. nóvember

Á þriðjudaginn byrjuðum við í tölvuverinu en Gyða var ekki. Við áttum að leita að hugtökum inná bækling frá Landlækni og inná erfdir.is. Ég fann öll hugtökin sem mér fannst mikilvæg fyrir hugtakakort og skrifaði þau niður. Í seinni tímanum gerðum við svo hugtakakort úr hugtökunum sem við fundum, en hérna er hugtakakortið mitt.

img_5547

Fimmtudagurinn 17. nóvember

Á fimmtudaginn féll tíminn niður vegna menningarferðar til Reykjavíkur. Það var mjög gaman en við fórum á Alþingi unga fólksins, í ratleik um borgina, sund, Kringluna og á söngleikinn Djöflaeyjan.

Fréttir og fleira

Lag um kynlitninga

Nýtt Alzheimerlyf stenst ekki skoðun

Rista jarðransskóknir NASA á hol

Hvítur regnbogi á himni

Hvernig eru sandalarnir á litinn? :)

Heimildir

babycenter.com

Fréttir af mbl.is og menn.is

Mánudagur 7. nóvember

Á mánudaginn átti að vera fyrirlestur. Við byrjuðum á því að skoða nokkrar fréttir og horfðum svo á video um svona mentalist sem var í þættinum hjá James Corden. Mér finnst það sem hann gerði vera mjög óhugnalegt en hann gat lesið hugsanir fólks og ,,stjórnað“ hugsunum þess. Ég veit samt ekki alveg hvort ég trúi á þetta en þetta var mjög skrýtið! Myndbandið er hér. Eftir þetta myndband var tíminn búinn.

Þriðjudagur 8. nóvember

Á þriðjudaginn byrjuðum við á fyrirlestiri sem átti að vera á mánudeginum. Þessi fyrirlestur var um kyntengdar erfðir.

Glósur:

 • Kynlitningapar: kynlitningaparið er 23. litningaparið.
 • X-litningur: stór litningur
 • Y-litningur: lítill litningur
 • XX: ♀ (konur eru með tvo X-litninga)
 • XY: ♂ (Karlar eru með einn X-litning og einn Y-litning)
 • Erfðatengdir sjúkdómar: Ef konur eru með eitt gallað gen mun það ekki sjást því þær hafa annað heilbrigt (X-litning) gen á móti. Ef karlar eru með gallaðan X-litning mun einkennið koma fram því að Y-litningurinn er ekki heill.
  Strákar geta ekki erft sjúkdóma frá föður sínum, vegna þess að þeir fá Y-litninginn frá honum og sá litningur er ekki heill. Þess vegna geta strákar bara erft sjúkdóma frá móður sinni vegna þess að þau fá X-litninginn frá henni, en stelpur fá einn X-litning frá móður og einn X-litning frá föður.

Þetta eru nokkrar glósur um það sem við lærðum í þessum tíma. Við fórum mjög vel yfir erfðatengdu sjúkdómana. Við lærðum m.a. hvernig einkenni/sjúkdómar sjást á litningnum (genunum). Þá er litningurinn táknaður með stórum staf og einkennið/sjúkdómurinn með stórum staf ef það gen er með þann sjúkdóm/einkenni en með litlum staf ef genið er ekki með einkennið. Svona er þetta sýnt, þar sem L táknar litblindu og l táknar að það sé ekki litblindu gen:

erfdatengdir-sjukdomar

Þessar upplýsingar geta líka verið settar í reitatöflu. Þetta er dæmi um það hvernir fyrsta afkomendakynslóðin myndi líta út (hvort þau séu litblind eða ekki)

erfdatengdir-sjukdomar-reitatafla

Við fórum líka yfir það hvað gerist þegar litningar skipta ser ekki við mítósu eða meiósu og þá geta verið þrír litningar í einu pari. Ef það gerist á 21. litningapari er sú manneskja með downs-syndrome. Ef þetta gerist á 23. litningapari (kynlitningaparinu) getur allskonar gerst.

 • XYY: Karlar sem eru með tvo y litninga eru oft hærri en meðal menn, verða oft bólugrafnari á unglingsárunum, meiri líkur á því að þeir verði andlega seinþroska, eru oft fjörugir og getur leitt til námsörðugleika. Þetta er kallað XYY-syndrome og 1 af hverjum 1000 fæðist með þetta heilkenni.
 • XXY: Þetta heilkenni er kallað Kleinefelter-heilkennið en þá eru karlmenn með auka X-litning og verða þá kvenlegri í útliti. Þeir fá brjóst, minni vöðva, stærri mjaðmir og lítinn sem engann skeggvöxt. Þetta hefur líka áhrif á andlegan þroska, málþroska og getur valdið námserfiðleikum. Um 1 af 700 karlmönnum er með þetta heilkenni.
 • XXX: Stelpur sem fæðast með þrjá X-litninga eru oft seinni í málþroska og hreyfiþroska en aðrar stelpur. Þær eru oft hærri en jafnöldrur sínar en eru oftast meðalgreindar. Þetta getur valdið námserfiðleikum, sérstaklega á fyrstu skólaárunum. Þetta heilkenni er kallað Triple X syndrome og 1 af hverjum 1000 konum er með þetta heilkenni.

Það sem þetta á sameiginlegt er að þessi heilkenni virðast ekki erfast til barnanna þeirra.

Í lok tímans unnum við verkefni þar sem við héldum áfram að læra um ríkjandi og víkjandi gen en lærðum líka hvernig á að setja upp ættartré.

dreyrasykimynd 1

Fimmtudagur 10. nóvember

Á fimmtudaginn tókum við könnun í tölvuverinu sem gekk bara ágætlega. Við svöruðum 3 orðaspurningum um DNA, erfðir og umhverfi og svipgerðarhlutföll. Svo var eyðufylling með texta sem við höfum lesið og svo voru líka nokkrar fjölvalsspurningar.

Fréttir og fleira

Telja neðanjarðarhaf undir ísnum á Plútó

Lamaðir apar gátu hreyft sig á ný

Super moon 2016

Heimildir

Vísindavefurinn – XYY

– rarediseases.org

Vísindavefurinn – XXY

Vísindavefurinn – XXX

Mynd 1 – vísindavefurinn

Féttir frá mbl.is

Mánudagur 31. október

Á mmánudaginn var fyrirlestartími. Við fórum mjög vel yfir blóðflokkana en þeir eru:

 • A
 • B
 • AB
 • O

Þetta eru allir fjórir flokkarnir en mðaur er alltaf annaðhvort Rh- eða Rh+. Hérna kemur smá umfjöllun um blóðflokkana (ekki Rh- og Rh+, heldur bara A, B, AB og O.)
A og B blóðflokkarnir eru báðir ríkjandi en O er víkjandi. Ef að barn erfir gen úr A blóðflokki en gen úr B blóðflokki verða genin jafnríkjandi en þá verður barnið í AB blóðflokki.

untitledhér er tafla sem ég gerði um  mögulegar arfgerðir í hverjum blóðflokki.
Ef fólk ætlar að gefa blóð verður að passa að blóðgjafinn og blóðþeginn séu í sama blóðflokki því að ef hann fær vitlaust blóð mun blóðið verða að kekkjum og manneskjan mun deyja. Tökum sem dæmi að blóðgjafinn væri í A blóðflokki en blóðþeginn í B blóðflokki. Þá er blóðgjafinn með A-mótefnavaka í blóðinu sínu og mótefni fyrir B-vaka, þannig að það myndi aldrei ganga upp. Svo er þetta eins nema bara öfugt ferli með fólk í B blóflokkinum. Þeir sem eru í AB blóflokki eru ekki með nein mótefni en eru með bæði A og B- vaka. Þeir sem eru í O blóðflokki eru ekki með neina vaka en eru með mótefni gegn A og B.

blodflokkar_160507Mynd 1

Um blóðgjöf:

 • Fólk með arfgerðina AA getur bara fengið blóð ú A blóðflokki.
 • Fólk með arfgerðina AO getur bæði fengið blóð úr A og O blóðflokki.
 • Fólk með arfgerðina BB getur bara  fengið blóð úr úr B blóðflokki.
 • Fólk með arfgerðina BO getur bæði fengið blóð úr B og O blóðflokki.
 • Fólk með arfgerðina AB getur bara fengið blóð úr AB blóflokki.
 • Fólk með arfgerðina OO getur bara fengið blóð úr OO blóflokki.

Sniðug leið til að læra betur á blóðflokkana er t.d. blóðgjafaleikurinn

Við töluðum líka aðeins um augu og augnliti.
Grænn er ríkjandi yfir bláum og brúnn er ríkjandi yfir grænum og bláum. Það þýðir að bláeygt par getur bara eignast bláeygt barn, græneygt par bæði græneygt barn eða bláeygt en brúneygt par gæti eignast barn með einhvern af þessum þrem litum. Stundum er þetta samt ekki svona og genin ,,brenglast“ aðeins og augu gætu orðið eitt blátt og eitt grænt eða brúnt, eða að hálft augað brúnt en hinn helmingurinn grænn og allt hitt augað grænt líka, sem er einmitt tilfellið með mig. Þetta gerist vegna stökkbreytingar í genum sem er mjög flókið fyrirbæri. Mamma mín er græneygð og pabbi minn er brúneygður en augun mín líta svona út

augu

Þriðjudagur 1. nóvember

Á þriðjudaginn var stöðvavinna með FULLT af stöðvum. Ég hélt áfram með verkefnaheftið frá því í seinustu viku en það tók megnið af tímanum. Gyða útskyrði líka betur fyrir okkur stelpunum muninn á mítósu og meiósu. 

 • Mítósa: venjuleg skipting eða jafnskipting hjá frumum. Þá tvöfalda frumurnar allt í sér og skipta sér svo í tvennt, til þess að gera fleiri frumur.
 • Meiósa: rýriskipting sem gerist bara hjá kynfrumum. Allar frumur eru með 23 litningapör (46 litninga) og við venjulega skiptingu tvöfalda frumurnar sér (þá eru 46 pör eða 92 litningar) og skipta sér svo í tvennt en við rýriskiptingu myndast tvöfalt fleiri frumur með helmingi færri litninga (bara 23 litninga)

Svo ætlaði ég í blóðgjafarleikinn í tölvunni en tölvan var svo lengi að kveikja á sér þannig að ég náði ekkert að fara í leikinn :( En á meðan ég beið gerði ég krossglímu þar sem ég notaði orðið erfðafræði niður.

MendEl
         Ríkjandi
      arFhreinn
arfgerÐ
    DNA
         Frumukjarni
         Rýriskipting
     grÆn augu
svipgerÐ
litnIngur

Ég lærði rosalega mikið í heftinu, en við fórum líka yfir arfgerðarhlutföll og svipgerðarhlutföll. En þá er verið að tala um hversu margir af 4 eru arfblendnir eða arfhreinir og hversu margir af 4 eru með ákveðna svipgerð.

Fimmtudagur 3. nóvember

Á fimmtudaginn var Gyða ekki þannig að við áttum að vinna verkefnin í stöðvavinnuna frá því á þriðjudaginn og vinna tölvustöðvarnar. Það gekk mjög vel og ég lærði betur hvernig á að nota reitatöflu og meira um blóðflokkana.

Fréttir og fleira

Blóðflokkalag

Stærsti geimsjónauki heimst tilbúinn

Planet Earth II – iguana vs snake

Fæddist með sama sjaldgæfa útlitið og mamma sín

Heimildir

Vísindavefurinn um blóðflokka

Mynd 1: frá Vísindavefnum

– glóur frá Gyðu

fréttir og myndbönd frá mbl og youtube.

Vika 2

Í þessari viku var vetrarfrí þannig að við misstum af mánudags- og þriðjudagstímanum en á fimmtudaginn var fyrsti tíminn í erfðafræði. Við fengum risa glósupakka og nýtt hugtakakort. Við lærðum nokkur hugtök sem eru mjög mikilvæg fyrir erfðafræðina. Þessi hugtök voru uppgötvuð af manni sem hét Gregor Mendel en hann var munkur sem gerði tilraunir með ræktun á baunagrösum. En þessi hugtök sem við fórum yfir í þessum tíma voru:

 • Ríkjandi: Það eru bæði til ríkjandi og víkjandi gen en ríkjandi gen ríkja yfir víkjandi genum.
 • Víkjandi: Víkjandi gen víkja undan ríkjandi geninu.
 • Arfgerð: Arfgerðin eru stafirnir, þar sem ríkjandi eða víkjandi genin eru sýnd.
 • Svipgerð: Svipgerðin sýnir svo eiginleikann (útlitið)
 • Arfhreinn: Ef bæði genin eru ríkjandi eða víkjandi.
 • Arfblendinn: Ef maður er með eitt ríkjandi gen og eitt víkjandi gen. 
 • Genapar: Öll gen eru í pörum.
  Dæmi um arfgerð, svipgerð, arfhreinan og arfblendinn:
  Arfgerð:   HH – arfhreinn ríkjandi /   hh – arfhreinn víkjandi  / Hh – arfblendinn
  Svipgerð: Hávaxinn                          /    lágvaxinn                         / hávaxinn
  Í seinasta dæminu er hann arfbelndinn með ríkjandi hávaxið gen og verður því hávaxinn.

Vika 3

Mánudagur 24. október

Á mánudaginn var aftur fyrirlestur um ríkjandi og víkjandi gen, arfgerð og svipgerð og ahreina og arfblendna. Við lærðum líka nokkur ný hugtök eins og:

 • Litningur: Litningar eru frumulíffæri sem geymast í frumukjarnanum. Litningarnir geyma genin
 • DNA: DNA er efnasamband sem geymir erfðaupplýsingar. DNA er spírallaga stórsameind. Mér finnst DNA sameind líta út eins og hálfgerður stigi þar sem efnin Týmín (T), Adenín (A), Sýdósín (C) og Gúanín (G) mynda þrepin. Týmín og Adenín eru alltaf á móti hvort öðru og Sýdósín og Gúanín alltaf á móti hvort öðru. Þegar ,,stiginn“ er tilbúinn snýst upp á hann og hann myndar DNA spíral. 
 • Reitatafla: Reitatafla eða Punnet square á ensku sýnir hvernig arfgerð afkomendur e-s mun hafa en þá er búið að raða saman arfgerð beggja foreldranna.  imageþetta er dæmi um notkun reitatöflu sem við gerðum í tímanum. 

Við töluðum líka aðeins um það hvernig stofnfrumur virka, en það er hægt að ,,segja“ stofnfrumu hvernig fruma hún á að verða.

Þriðjudagur 25. október

Á þriðjudaginn var stövavinna en ég og stelpurnar byrjuðum á stöðinni þar sem við áttum að taka sjálfspróf en þetta voru spurningarnar og svörin:

image

 

 

 

 

 

 

 

 

Við tókum líka sttöðina með spjöldunum en þar stóð annaðhvort arfgerðin eða svipgerðin og við áttum að lesa úr spjöldunum og nota orðin argferð, svipgerð, arfhreinn, arfblendinn, ríkjandi og víkjandi. Seinasta stöðin sem ég fór á var verkefnahefti þar sem við fórum betur yfir reitatöflu og ríkjandi og víkjandi gen. Svo var annað verkefni þar sem við fengum að sjá hluta úr litningi hjá foreldrum hvolps og áttum að finna út úr því hvernig hvolpurinn myndi líta út varðandi hárgerð, áferð og lit.

Fimmtudagur 25. október

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuverinu að skoða allskonar vefi, myndbönd og verkefni tengd erfðafræðinni. Í þessum hlekk munum við nota mikið vefina erfdir.is og gen.is en í þessum tíma notuðum við líka þessa linka

flipp

Khan academy

Ég las aðallega inná erfdir.is um Gregor Mendel og hans ransóknir. Um það hvernig hann uppgötvaði ríkjandi og víkjandi og svo las ég líka um Punnet og hans enduruppgötvanir á tilraunum Mendels. Punnet fann uppá reitatöflunni eða eins og það heitir á ensku Punnet square eftir honum.

Fréttir og fleira

Vísindamenn hanna nýtt líf á rannsóknarstofum

The DNA song

Næstum étinn af ljóni!

Heimildir

– Glærur frá kennara

– erfdir.is

– visindi.is

– menn.is

– myndband frá youtube