Laufey Helga
:)

Vika 2

Í þessari viku var vetrarfrí þannig að við misstum af mánudags- og þriðjudagstímanum en á fimmtudaginn var fyrsti tíminn í erfðafræði. Við fengum risa glósupakka og nýtt hugtakakort. Við lærðum nokkur hugtök sem eru mjög mikilvæg fyrir erfðafræðina. Þessi hugtök voru uppgötvuð af manni sem hét Gregor Mendel en hann var munkur sem gerði tilraunir með ræktun á baunagrösum. En þessi hugtök sem við fórum yfir í þessum tíma voru:

 • Ríkjandi: Það eru bæði til ríkjandi og víkjandi gen en ríkjandi gen ríkja yfir víkjandi genum.
 • Víkjandi: Víkjandi gen víkja undan ríkjandi geninu.
 • Arfgerð: Arfgerðin eru stafirnir, þar sem ríkjandi eða víkjandi genin eru sýnd.
 • Svipgerð: Svipgerðin sýnir svo eiginleikann (útlitið)
 • Arfhreinn: Ef bæði genin eru ríkjandi eða víkjandi.
 • Arfblendinn: Ef maður er með eitt ríkjandi gen og eitt víkjandi gen. 
 • Genapar: Öll gen eru í pörum.
  Dæmi um arfgerð, svipgerð, arfhreinan og arfblendinn:
  Arfgerð:   HH – arfhreinn ríkjandi /   hh – arfhreinn víkjandi  / Hh – arfblendinn
  Svipgerð: Hávaxinn                          /    lágvaxinn                         / hávaxinn
  Í seinasta dæminu er hann arfbelndinn með ríkjandi hávaxið gen og verður því hávaxinn.

Vika 3

Mánudagur 24. október

Á mánudaginn var aftur fyrirlestur um ríkjandi og víkjandi gen, arfgerð og svipgerð og ahreina og arfblendna. Við lærðum líka nokkur ný hugtök eins og:

 • Litningur: Litningar eru frumulíffæri sem geymast í frumukjarnanum. Litningarnir geyma genin
 • DNA: DNA er efnasamband sem geymir erfðaupplýsingar. DNA er spírallaga stórsameind. Mér finnst DNA sameind líta út eins og hálfgerður stigi þar sem efnin Týmín (T), Adenín (A), Sýdósín (C) og Gúanín (G) mynda þrepin. Týmín og Adenín eru alltaf á móti hvort öðru og Sýdósín og Gúanín alltaf á móti hvort öðru. Þegar ,,stiginn“ er tilbúinn snýst upp á hann og hann myndar DNA spíral. 
 • Reitatafla: Reitatafla eða Punnet square á ensku sýnir hvernig arfgerð afkomendur e-s mun hafa en þá er búið að raða saman arfgerð beggja foreldranna.  imageþetta er dæmi um notkun reitatöflu sem við gerðum í tímanum. 

Við töluðum líka aðeins um það hvernig stofnfrumur virka, en það er hægt að ,,segja“ stofnfrumu hvernig fruma hún á að verða.

Þriðjudagur 25. október

Á þriðjudaginn var stövavinna en ég og stelpurnar byrjuðum á stöðinni þar sem við áttum að taka sjálfspróf en þetta voru spurningarnar og svörin:

image

 

 

 

 

 

 

 

 

Við tókum líka sttöðina með spjöldunum en þar stóð annaðhvort arfgerðin eða svipgerðin og við áttum að lesa úr spjöldunum og nota orðin argferð, svipgerð, arfhreinn, arfblendinn, ríkjandi og víkjandi. Seinasta stöðin sem ég fór á var verkefnahefti þar sem við fórum betur yfir reitatöflu og ríkjandi og víkjandi gen. Svo var annað verkefni þar sem við fengum að sjá hluta úr litningi hjá foreldrum hvolps og áttum að finna út úr því hvernig hvolpurinn myndi líta út varðandi hárgerð, áferð og lit.

Fimmtudagur 25. október

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuverinu að skoða allskonar vefi, myndbönd og verkefni tengd erfðafræðinni. Í þessum hlekk munum við nota mikið vefina erfdir.is og gen.is en í þessum tíma notuðum við líka þessa linka

flipp

Khan academy

Ég las aðallega inná erfdir.is um Gregor Mendel og hans ransóknir. Um það hvernig hann uppgötvaði ríkjandi og víkjandi og svo las ég líka um Punnet og hans enduruppgötvanir á tilraunum Mendels. Punnet fann uppá reitatöflunni eða eins og það heitir á ensku Punnet square eftir honum.

Fréttir og fleira

Vísindamenn hanna nýtt líf á rannsóknarstofum

The DNA song

Næstum étinn af ljóni!

Heimildir

– Glærur frá kennara

– erfdir.is

– visindi.is

– menn.is

– myndband frá youtube

 

Leave a Reply