Laufey Helga
:)

Mánudagur 31. október

Á mmánudaginn var fyrirlestartími. Við fórum mjög vel yfir blóðflokkana en þeir eru:

 • A
 • B
 • AB
 • O

Þetta eru allir fjórir flokkarnir en mðaur er alltaf annaðhvort Rh- eða Rh+. Hérna kemur smá umfjöllun um blóðflokkana (ekki Rh- og Rh+, heldur bara A, B, AB og O.)
A og B blóðflokkarnir eru báðir ríkjandi en O er víkjandi. Ef að barn erfir gen úr A blóðflokki en gen úr B blóðflokki verða genin jafnríkjandi en þá verður barnið í AB blóðflokki.

untitledhér er tafla sem ég gerði um  mögulegar arfgerðir í hverjum blóðflokki.
Ef fólk ætlar að gefa blóð verður að passa að blóðgjafinn og blóðþeginn séu í sama blóðflokki því að ef hann fær vitlaust blóð mun blóðið verða að kekkjum og manneskjan mun deyja. Tökum sem dæmi að blóðgjafinn væri í A blóðflokki en blóðþeginn í B blóðflokki. Þá er blóðgjafinn með A-mótefnavaka í blóðinu sínu og mótefni fyrir B-vaka, þannig að það myndi aldrei ganga upp. Svo er þetta eins nema bara öfugt ferli með fólk í B blóflokkinum. Þeir sem eru í AB blóflokki eru ekki með nein mótefni en eru með bæði A og B- vaka. Þeir sem eru í O blóðflokki eru ekki með neina vaka en eru með mótefni gegn A og B.

blodflokkar_160507Mynd 1

Um blóðgjöf:

 • Fólk með arfgerðina AA getur bara fengið blóð ú A blóðflokki.
 • Fólk með arfgerðina AO getur bæði fengið blóð úr A og O blóðflokki.
 • Fólk með arfgerðina BB getur bara  fengið blóð úr úr B blóðflokki.
 • Fólk með arfgerðina BO getur bæði fengið blóð úr B og O blóðflokki.
 • Fólk með arfgerðina AB getur bara fengið blóð úr AB blóflokki.
 • Fólk með arfgerðina OO getur bara fengið blóð úr OO blóflokki.

Sniðug leið til að læra betur á blóðflokkana er t.d. blóðgjafaleikurinn

Við töluðum líka aðeins um augu og augnliti.
Grænn er ríkjandi yfir bláum og brúnn er ríkjandi yfir grænum og bláum. Það þýðir að bláeygt par getur bara eignast bláeygt barn, græneygt par bæði græneygt barn eða bláeygt en brúneygt par gæti eignast barn með einhvern af þessum þrem litum. Stundum er þetta samt ekki svona og genin ,,brenglast“ aðeins og augu gætu orðið eitt blátt og eitt grænt eða brúnt, eða að hálft augað brúnt en hinn helmingurinn grænn og allt hitt augað grænt líka, sem er einmitt tilfellið með mig. Þetta gerist vegna stökkbreytingar í genum sem er mjög flókið fyrirbæri. Mamma mín er græneygð og pabbi minn er brúneygður en augun mín líta svona út

augu

Þriðjudagur 1. nóvember

Á þriðjudaginn var stöðvavinna með FULLT af stöðvum. Ég hélt áfram með verkefnaheftið frá því í seinustu viku en það tók megnið af tímanum. Gyða útskyrði líka betur fyrir okkur stelpunum muninn á mítósu og meiósu. 

 • Mítósa: venjuleg skipting eða jafnskipting hjá frumum. Þá tvöfalda frumurnar allt í sér og skipta sér svo í tvennt, til þess að gera fleiri frumur.
 • Meiósa: rýriskipting sem gerist bara hjá kynfrumum. Allar frumur eru með 23 litningapör (46 litninga) og við venjulega skiptingu tvöfalda frumurnar sér (þá eru 46 pör eða 92 litningar) og skipta sér svo í tvennt en við rýriskiptingu myndast tvöfalt fleiri frumur með helmingi færri litninga (bara 23 litninga)

Svo ætlaði ég í blóðgjafarleikinn í tölvunni en tölvan var svo lengi að kveikja á sér þannig að ég náði ekkert að fara í leikinn :( En á meðan ég beið gerði ég krossglímu þar sem ég notaði orðið erfðafræði niður.

MendEl
         Ríkjandi
      arFhreinn
arfgerÐ
    DNA
         Frumukjarni
         Rýriskipting
     grÆn augu
svipgerÐ
litnIngur

Ég lærði rosalega mikið í heftinu, en við fórum líka yfir arfgerðarhlutföll og svipgerðarhlutföll. En þá er verið að tala um hversu margir af 4 eru arfblendnir eða arfhreinir og hversu margir af 4 eru með ákveðna svipgerð.

Fimmtudagur 3. nóvember

Á fimmtudaginn var Gyða ekki þannig að við áttum að vinna verkefnin í stöðvavinnuna frá því á þriðjudaginn og vinna tölvustöðvarnar. Það gekk mjög vel og ég lærði betur hvernig á að nota reitatöflu og meira um blóðflokkana.

Fréttir og fleira

Blóðflokkalag

Stærsti geimsjónauki heimst tilbúinn

Planet Earth II – iguana vs snake

Fæddist með sama sjaldgæfa útlitið og mamma sín

Heimildir

Vísindavefurinn um blóðflokka

Mynd 1: frá Vísindavefnum

– glóur frá Gyðu

fréttir og myndbönd frá mbl og youtube.

Leave a Reply