Laufey Helga
:)

Mánudagur 7. nóvember

Á mánudaginn átti að vera fyrirlestur. Við byrjuðum á því að skoða nokkrar fréttir og horfðum svo á video um svona mentalist sem var í þættinum hjá James Corden. Mér finnst það sem hann gerði vera mjög óhugnalegt en hann gat lesið hugsanir fólks og ,,stjórnað“ hugsunum þess. Ég veit samt ekki alveg hvort ég trúi á þetta en þetta var mjög skrýtið! Myndbandið er hér. Eftir þetta myndband var tíminn búinn.

Þriðjudagur 8. nóvember

Á þriðjudaginn byrjuðum við á fyrirlestiri sem átti að vera á mánudeginum. Þessi fyrirlestur var um kyntengdar erfðir.

Glósur:

 • Kynlitningapar: kynlitningaparið er 23. litningaparið.
 • X-litningur: stór litningur
 • Y-litningur: lítill litningur
 • XX: ♀ (konur eru með tvo X-litninga)
 • XY: ♂ (Karlar eru með einn X-litning og einn Y-litning)
 • Erfðatengdir sjúkdómar: Ef konur eru með eitt gallað gen mun það ekki sjást því þær hafa annað heilbrigt (X-litning) gen á móti. Ef karlar eru með gallaðan X-litning mun einkennið koma fram því að Y-litningurinn er ekki heill.
  Strákar geta ekki erft sjúkdóma frá föður sínum, vegna þess að þeir fá Y-litninginn frá honum og sá litningur er ekki heill. Þess vegna geta strákar bara erft sjúkdóma frá móður sinni vegna þess að þau fá X-litninginn frá henni, en stelpur fá einn X-litning frá móður og einn X-litning frá föður.

Þetta eru nokkrar glósur um það sem við lærðum í þessum tíma. Við fórum mjög vel yfir erfðatengdu sjúkdómana. Við lærðum m.a. hvernig einkenni/sjúkdómar sjást á litningnum (genunum). Þá er litningurinn táknaður með stórum staf og einkennið/sjúkdómurinn með stórum staf ef það gen er með þann sjúkdóm/einkenni en með litlum staf ef genið er ekki með einkennið. Svona er þetta sýnt, þar sem L táknar litblindu og l táknar að það sé ekki litblindu gen:

erfdatengdir-sjukdomar

Þessar upplýsingar geta líka verið settar í reitatöflu. Þetta er dæmi um það hvernir fyrsta afkomendakynslóðin myndi líta út (hvort þau séu litblind eða ekki)

erfdatengdir-sjukdomar-reitatafla

Við fórum líka yfir það hvað gerist þegar litningar skipta ser ekki við mítósu eða meiósu og þá geta verið þrír litningar í einu pari. Ef það gerist á 21. litningapari er sú manneskja með downs-syndrome. Ef þetta gerist á 23. litningapari (kynlitningaparinu) getur allskonar gerst.

 • XYY: Karlar sem eru með tvo y litninga eru oft hærri en meðal menn, verða oft bólugrafnari á unglingsárunum, meiri líkur á því að þeir verði andlega seinþroska, eru oft fjörugir og getur leitt til námsörðugleika. Þetta er kallað XYY-syndrome og 1 af hverjum 1000 fæðist með þetta heilkenni.
 • XXY: Þetta heilkenni er kallað Kleinefelter-heilkennið en þá eru karlmenn með auka X-litning og verða þá kvenlegri í útliti. Þeir fá brjóst, minni vöðva, stærri mjaðmir og lítinn sem engann skeggvöxt. Þetta hefur líka áhrif á andlegan þroska, málþroska og getur valdið námserfiðleikum. Um 1 af 700 karlmönnum er með þetta heilkenni.
 • XXX: Stelpur sem fæðast með þrjá X-litninga eru oft seinni í málþroska og hreyfiþroska en aðrar stelpur. Þær eru oft hærri en jafnöldrur sínar en eru oftast meðalgreindar. Þetta getur valdið námserfiðleikum, sérstaklega á fyrstu skólaárunum. Þetta heilkenni er kallað Triple X syndrome og 1 af hverjum 1000 konum er með þetta heilkenni.

Það sem þetta á sameiginlegt er að þessi heilkenni virðast ekki erfast til barnanna þeirra.

Í lok tímans unnum við verkefni þar sem við héldum áfram að læra um ríkjandi og víkjandi gen en lærðum líka hvernig á að setja upp ættartré.

dreyrasykimynd 1

Fimmtudagur 10. nóvember

Á fimmtudaginn tókum við könnun í tölvuverinu sem gekk bara ágætlega. Við svöruðum 3 orðaspurningum um DNA, erfðir og umhverfi og svipgerðarhlutföll. Svo var eyðufylling með texta sem við höfum lesið og svo voru líka nokkrar fjölvalsspurningar.

Fréttir og fleira

Telja neðanjarðarhaf undir ísnum á Plútó

Lamaðir apar gátu hreyft sig á ný

Super moon 2016

Heimildir

Vísindavefurinn – XYY

– rarediseases.org

Vísindavefurinn – XXY

Vísindavefurinn – XXX

Mynd 1 – vísindavefurinn

Féttir frá mbl.is

Leave a Reply