Laufey Helga
:)

Mánudagur 14. nóvember

Á mánudaginn fórum við yfir prófið sem við tókum á fimmtudaginn. Þetta tók næstum því allan tímann en í lokin töluðum við aðeins um tvíbura. Gyða sýndi okkur myndband af pari þar sem konan er hvít en karlinn svartur. Þau eiga saman tvenna tvíbura (allar 4 stelpur og bæði „tvíburapörin“ eru tvíeggjatvíburar) nema í bæði skiptin var önnur stelpan hvít en hin svört. Þetta er frekar óalgengt en líkurnar á að þetta gerist  eru 2 á móti milljón. Myndbandið má sjá hér.

Þriðjudagur 15. nóvember

Á þriðjudaginn byrjuðum við í tölvuverinu en Gyða var ekki. Við áttum að leita að hugtökum inná bækling frá Landlækni og inná erfdir.is. Ég fann öll hugtökin sem mér fannst mikilvæg fyrir hugtakakort og skrifaði þau niður. Í seinni tímanum gerðum við svo hugtakakort úr hugtökunum sem við fundum, en hérna er hugtakakortið mitt.

img_5547

Fimmtudagurinn 17. nóvember

Á fimmtudaginn féll tíminn niður vegna menningarferðar til Reykjavíkur. Það var mjög gaman en við fórum á Alþingi unga fólksins, í ratleik um borgina, sund, Kringluna og á söngleikinn Djöflaeyjan.

Fréttir og fleira

Lag um kynlitninga

Nýtt Alzheimerlyf stenst ekki skoðun

Rista jarðransskóknir NASA á hol

Hvítur regnbogi á himni

Hvernig eru sandalarnir á litinn? :)

Heimildir

babycenter.com

Fréttir af mbl.is og menn.is

Leave a Reply