Laufey Helga
:)

Mánudagur 21. nóvember

Á mánudaginn var fyrirlesur um siðfræði. Við töluðum meðal annars um það hvort það væri siðferðislega rétt að eyða fóstri eftir að það kæmi í ljós að það væri með Downs heilkennið, hvort það væri rétti hluturinn fyrir konur að nota fóstureyðingu sem getnaðarvörn en við fórum ekkert mjög djúpt í þessar umræður. Við töluðum líka um það að hvenær væri siðferðislega rétt að eyða fóstri, þ.e.a.s. ef að fóstrið er það fatlað að það mun A) fæðast andvana eða lifa stutt B) Að barnið mun aldrei lifa venjulegu lífi og mun þurfa 100% umönnunar allt sitt líf. Mér finnst persónulega þetta vera komið undir foreldrunum en ef þau sjá fram á það að barnið þeirra muni aldrei geta hugsað um sig sjálft og að það muni kannski ná 3-5 ára aldri að þá myndi ég skilja þessa ákvörðun þeirra, því að flestir foreldrar myndu vilja gera það sem þeir gætu fyrir barnið sitt til að því líði vel og stundum er það betra að fæða ekki barnið til þess að það muni ekki þjást. Mér finnst það alltaf vera undir móðurinni komið hvort hún vilji fara í fóstureyðingu eða ekki. Mér finnst samt að það eigi aldrei að nota fóstureyðingu fyrir getnaðarvörn.

Þriðjudagur 22. nóvember

Á þriðjudaginn var fyrsti tíminn af þrem sem við tókum í sérstakan umræðu tíma. Þá fengu allir eitthvað hugtak sem tengist erfðafræðinni. Við fengum 10 mínútur til þess að finna allt sem við gátum um það sem við völdum okkur og svo settumst við saman niður og ræddum um hvert hugtak fyrir sig, en það náðu ekki allir að klára. Ég kynnti mitt hugtak í þessum tíma en ég var með Alzheimer sjúkdóminn. Ég valdi hann vegna þess að afi minn greindist með „Early Alzheimers” eða snemmkomnum Alzheimer.

Alzheimer:

Fyrstu einkenni:

 • Gleymni á hlutum sem eru nýbúnir að gerast og hefur áhrif á starfshæfni
 • Erfiðleikar við algeng viðfangsefni, innkaup, matargerð o.fl.
 • Einstaklingurinn á erfitt með að segja einföld orð og setningar rétt
 • Erfiðleikar með að átta sig á stað og stund og á erfitt með að rata um umhverfi sem manneskjan þekkir vel.
 • Léleg eða minnkandi dómgreind
 • Persónuleikabreytingar
 • Minnkandi frumkvæði og framtakssemi.

Einkenni sem margir langt sjúklingar fá eftir greiningu:

 • Málstol: Sjúklingurinn á erfitt með að finna réttu orðin og að mynda setningar. Á fyrstu stigum sjúkdómsins þarf sjúklingurinn oft að umorða það sem hann ætlar að segja til þess að það komist til skila. Á seinni stigum sjúkdómsins á sjúklingurinn erfitt með að tjá sig og oft skilja bara hans nánustu hvað hann á við.
 • Verkstol: Sjúklingar eiga erfitt með að vinna verk sem auðvelt var að vinna áður. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að gera það sem áður var auðvelt. Í fyrstu sést þetta bara á flóknum hlutum en svo seinna þarf að leiðbeina skjúklingnum í gegnum allt skref fyrir skref svo enn seinna þarf að hjálpa sjúklingnum með mjög margt í þeirra daglega lífi. Afi minn t.d. átti erfitt með að renna upp og niður rennilásum.
 • Ratvísi: Það verður erfitt að rata um, jafnvel þótt sjúklingurinn sé með kort eða GPS tæki og svo verður erfitt að rata um svæði sem sjúklingurinn þekkir vel eins og t.d. heimilið sitt.
 • Félagsfærni: Sjúklingurinn verður ófær um alls konar hluti eins og að sinna fjölskyldunni sinni, starfi og áhugamálum. En þetta gerist vegna minnistaps og þetta er einn þáttur heilabilunar.

Lyf og meðferð:

Þessi sjúkdómur leggst á þann hluta heilans sem kallast dreki.  En eins og segir á Vísindavefnum: „Drekinn hefur það hlutverk að taka á móti upplýsingum sem heilanum berast og tengir þær meðvitaðri upplifun frá því áður. Við það öðlast upplýsingarnar merkingu og berast áfram innan heilans, til heilabarkarins til frekari varðveislu (minning). Ef rýrnun verður í þessum hluta heilans eins og gerist snemma í Alzheimers-sjúkdómi er hæfileiki hans til að senda áfram meðvitaðar upplýsingar skertur.“

Það er ekki nein lækning við Alzheimer sjúkdómnum til ennþá en það er alltaf verið að reyna að þróa lyf sem lækna sjúkdóminn en hefur ekki ennþá tekist. Aftur á móti eru til lyf sem halda sjúkdómnum í skorðum, en það er bara tímabundið. Sjúklingar sem neita meðferð lifa að meðaltali í 1-3 ár eftir greiningu en þeir sem taka þessi lyf lifa í 6-10 ár eftir greiningu, en auðvitað eru til dæmi um fólk sem lifir lengur. Alzheimer er heilahrörnunarsjúkdómur en seinustu vikur, mánuði eða jafnvel ár sjúklingsins er hann mjög veikur og getur ekki gert neitt sjálfur, en þá er sjúkdómurinn búinn að taka yfir allt taugakerfið og það leiðir til dauða.

Það má lesa meira um þetta á Vísindavefnum.

Fimmtudagur 24. nóvember

Á fimmtudaginn héldum við áfram með umræðuna frá því á þriðjudaginn vegna þess að það náðu ekki allir að klára að tala um sitt.

Fréttir og fleira

Óttast óstöðvandi loftslagsbreytinga

Mynband um Alzheimer (hversu margir greinast, kynjahlutföll o.fl. frá árinu 2014)

Heimildir

FAAS – Alzheimer samtökin

persona.is

Vísindavefurinn

Vísindavefurinn

Leave a Reply