Laufey Helga
:)

Mánudagur 5. desember

Á mánudaginn var smá fyrirlestur um sýrustig og jónir. Við rifjuðum upp nokkur hugtök í efnafræðinni en þau voru:

 • rafeindir – rafeindirnar eru með neikvæða hleðslu. Þær eru á svokölluðum rafeindahvolfum í kringum kjarna frumefnisins. Rafeindirnar eru alltaf jafn margar og róteindirnar.
 • róteindir – róteindirnar eru með jákvæða hleðslu en þær eru inní kjarnanum.
 • nifteindir – nifteindir eru líka inní kjarnanum en þær hafa enga hleðslu. Til þess að finna fjölda nifteinda þarf að draga massatöluna frá ródeindafjöldanum.
 • sætistala – öll frumefni hafa einhverja sætistölu en hún segir til um hversu margar róteindir/rafeindir eru í því frumefni. D: Frumefnið vetni (H) er með sætistöluna 1 og er því með eina róteind í kjarnanum og eina rafeind.
 • massatala – sýnir hversu mikinn massa efni hefur. Massatalan ákvarðast af samanlögðum fjölda raf- og róteinda.
 • lotukerfi – öll frumefnin eru í lotukerfinu en það er tafla sem sýnir tengsl frumefnanna, sætistöluna og massatöluna. File:Periodic-table.jpgmynd 1
 • lota – loturnar liggja lárétt á töflunni. Þær sýna vaxandi sætistölu (frá hægri til vinstri. Vetni er t.d. með sætistöluna 1 og er því fyrst. Svo kemur næsta efni (lárétt) með sætistöluna 2 og svo framvegis)
 • flokkur –  flokkarnir eru lóðrétt niður. Flokkarnir segja til um hversu margar rafeindir eru á ysta hvolfi (gildisrafeindir.) Í flokki eitt (alkalí málmar) er ein rafeind á ysta hvolfi en í flokki 8 (eðallofttegundir) er ysta hvolf fullt með átta rafeindir.

Við fórum líka aðeins yfir það hvernig það á að reikna út fjölda nifteinda og teiknuðum það upp.

Svo fórum við aðeins yfir jónir. Þegar efni gefa frá sér rafeind eða taka á móti rafeind mynda þessi efni jón. Mjög algeng jón er efnasambandið NaCl (matarsalt) en þá væri jónin svona: Na+Cl- en vegna þess að Natríum er með eina gildisrafeind en Klór með 7 þá gefur Natríum frá sér þessa einu rafein og Klór fær hana. Þá er Natríum með jákvæða hleðslu en Klór  eð neikvæða hleðslu.

Í þessum tíma fórum við líka vel yfir sýrustig eða pH-gildi. Sýrustig sýnir okkur hversu hversu súrt eða basískt efni er. Skalinn er ekki venjulegur skali heldur er hann lógaritmískur og lítur svona út

img_2020Mynd 2

PH-gildi eða sýrustig ákvarðast af magni hlaðin á jóna í ákveðinni lausn. Tökum vatn sem dæmi:  Í hverri vatnssameind (H2O) eru 2 vetnis frumeindir (H) og ein súrefnis frumeind (O). Lítill hluti allra vatnssameinda í vatni klofnar í vetnisjónir með jákvæða hleðslu, H+, og neikvæða hleðslu OH- sem er táknað H2O -> H+ + OH-.

Sýrur og basar: 

Öll efni eru annað hvort súr eða basísk eða hlutlaus. Efni með pH-gildið 7 er hlutlaust en efni með lægra pH-gildi er súrt og með hærra pH-gildi er basískt.

Lag um sýru og basa.

Þriðjudagur 6. desember

Á þriðjudaginn gerðum við mjög skemmtilega sýrustigstilraun þar sem við áttum að finna út sýrustig 5 efna bæði með því að nota sýrustigs strimla þar sem eru 4 kubbar á strimli um sem breyta um lit eftir að þeir hafa farið ofaní efnin og svo bárum við það saman við það sem var á pakkanum undir strimlana og svo helltum við efnunum í tilraunaglös og settum rauðrófusafa ofan í efnin og þá breyttu þau um lit. Hér fyrir neðan koma nokkur skjáskot af skýrslunni sem minn hópur (ég, Helga, Ragnheiður og Axel) gerði uppúr tilrauninni.

img_2021 img_2022 img_2023 img_2024

img_2025

Fimmtudagur 8. desember

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuverinu að vinna í skýrslunni.

Fréttir og fleira

Óttast vaxandi metanlosun

Fundu áður óþekkta borg í Grikklandi 

Heimildir

Vísindavefurinn

Vísisndavefurinn

Mynd 1 – wikimedia commons

Mynd 2 – UBC wiki

Vísindavefurinn

Fréttir af mbl.is

a Mánduagur 28. nóvember

Á mánudaginn hélt umræðan frá því í seinustu viku vegna þess að það náðu ekki allir að klára. Við töluðum m.a. um fóstureyðingar, erfðagalla, Downs heilkennið o.fl.

Þriðjudagur 29. nóvember

Á þriðjudaginn fengum við afhent próf sem við áttum að byrja á í tímanum og máttum svo taka það með heim ef  við vildum, við vorum að vinna í því allan tímann.

Fimmtudagur 1. desember

Við kláruðum umræðuna vegna þess að það náðu ekki allir að klára á mánudaginn. Í þessum tíma töluðum við m.a. um erfðagalla, DNA rannsóknir, arfgeng heilablóðföll og brjóstakrabbamein.

Samantekt úr hlekknum og næsti hlekkur

Í þessum erfðafræðihlekk lærðum við alveg ótrúlega mikið, fórum úr genum yfir í blóðflokka og úr blóðflokkum í mannerfðafræði. Við fórum yfir mjög mikið af hugtökum en þau hugtök sem mér finnst vera mikilvæg hugtök fyrir erfðafræði hlekkjarins, en þau eru:

 • Gregor Mendel: Gregor Mendel er oft kallaður faðir erfðafræðinnar en það var hann sem kom með kenninguna um ríkjandi og víkjandi gen en hann vissi samt ekki hvað gen voru. Mendel var munkur en hann framkvæmdi tilraunir sínar þar á garðertum (baunagrösum) vegna þess að baunagrös vaxa svo hratt. Hann byrjaði á því að setja ertur sem voru með gul fræ æxlast og svo ertur með græn fræ æxlast og þá urðu allar kynslóðir afkvæmanna annað hvort gular eða grænar. Mendel hélt áfram með tilraunir sínar. Núna notaði hann víxlfrjóvgun (gult fræ óg grænt fræ) en afkvæmin urðu ekki grængul eins og búast mátti við, heldur virtist græni liturinn hverfa, aftur á móti kom græni liturinn fram í 1/4 afkvæma næstu kynslóðar.
 • Reitatafla: Hún er notuð til þess að sýna finna út arfgerðarhlutföll.
 • Ríkjandi: Ríkjandi gen eru þau gen sem ríkja yfir veika geninu og ríkjandi eiginleikinn er sá eiginleiki sem kemur fram.
 • Víkjandi: Víkjandi genin eru þau einkenni sem hverfa ef að annað ríkjandi gen er með því. Ef að tvö víkjandi gen eru saman þá kemur einkennið fram.
 • Arfgerð: Arfgerð eru stafirnir sem tákna e-n ákveðinn eiginleika, hástafir tákna ríkjandi gen en lágstafir víkjandi gen. Dæmi: Hæð manneskju (H-hávaxin eða h-lágvaxin) getur verið HH, Hh eða hh.
 • Svipgerð: Svipgerð lýsir eiginleikanum (útliti). Dæmi: Arfgerð manns er HH sem og þá er svipgerðin hávaxinn. Arfgerð konu er Hh og þá er svipgerð hennar hávaxin. Arfgerð manns er hh og er svipgerðin lágvaxinn
 • Arfhreinn: Þeir sem eru með tvö eins gen (genapar) eru arfhreinir (HH).
 • Arfblendinn: Þeir sem eru með blönduð gen (Hh) eru arfblendnir
 • Gen: Genin eru smá partur af litning. Genin er það sem við erfum frá foreldrum okkar.
 • Litningapar: Allir litningar eru í pörum. Það eru 23 litningapör í frumum manna, alls 46 litningar.
 • Litningur: Litningur er frumulíffæri inní frumukjarnanum og litningarnir geyma genin okkar.
 • DNA: DNA er spírallaga stórsameind úr Deoxýtíbósakjarnsýru. DNA geymir grunnupplýsingar erfða. Mér finnst best að skilja DNA þannig að það lítur út eins og stigi þar sem þrepin eru niturbasarnir. Niturbasarnir eru Adenín, Týmín, Gúanín og Cýtósín. A og T tengjast alltaf og G og C tengjast alltaf. Það fer svo eftir því hvernig þessir basar raðast upp, hvernig við erum. Þegar „stiginn“ er tilbúinn er svo snúið uppá hann og þá lítur sameindin svona út2000px-dna_simple2-svgmynd 1
 • Kynlitningar: 23. litningaparið í mönnum er kallað kynlitninga par en þeir eru X og Y litningur.
  – X-litningur: Þessi litningur er heilbrigt gen en allar konur eru með 2 X-litninga (XX).
  – Y-litningur: Þessi litnigur er ekki heill en allir karlar eru með einn X-litning og einn Y-litning (XY)
 • Frumuskipting: Frumur líkamans okkar þurfa að fjölga sér og nota þessar tvær leiðir til þess.
  – Mítósa (jafnskipting): Þá tvöfladar fruman sig (öll frumulíffærin og allt) og svo skiptir hún sér í tvennt.1023px-major_events_in_mitosis-svgmynd 2
  – Meiósa (rýriskipting):  Þessi skipting á sér bara stað hjá kynfrumum (eggfrumum og sáðfrumum). Þá skiptast frumurnar ekki í tvennt, heldur í 4 hluta (þá eru 23 litningar í hverri frumu). Hjá sáðfrumunum skiptast þær í fernt og allar lifa en hjá eggfrumunum er bara sterkasta fruman sem lifir (bara 1 af 4).
  1023px-major_events_in_mitosis-svgmynd 3
 • Blóðflokar: Allar manneskjur eru í einhverjum blóðflokki en þeir eru:
  – A: A er ríkjandi eiginleiki.
  – B: B er líka ríkjandi eiginleiki.
  – O: O er víkjandi eiginleiki.
  – AB: Ef annað foreldrið er með A og hitt B þá eru þessir eiginleikar jafnríkjandi og barnið er í AB blóðflokk
 • Blóðgjöf: Ef maður lendir í slysi t.d. og missir mikið blóð þarf maður að fá blóð.
  Svona geta arfgerðir blóðflokkanna verið
  untitled
  Ef arfgerðin er annaðhvort AO eða BO má gefa bæði A og O blóð eða B og O blóð. Ef arfgerðin er AA eða BB má BARA gefa A blóð eða B blóð, því A blóðflokkurinn er með mótefni á móti B og O og B blóðflokkurinn með mótefni gegn A og O (nema arfgerðin sé AO eða BO, þá má gefa O blóð eins og segir fyrir ofan). Ef það er gefið vitlaust blóð hleypur blóð blóðþegans í kekki og hann deyr. Ef þú ert í AB blóðflokk máttu fá blóð frá A, B og AB.
 • Arfgengir sjúkdómar: Sumir sjúkdómar eru arfgengir en það þýðir að ef foreldrar þínir eru með eitthvað ákveðið einkenni getur þú erft það frá þeim. Sjúkdómar fara oftast á X-litninginn en þess vegna er algengara að karlar fái ýmis konar sjúkdóma eða galla sem konur fá ekki. Það er vegna þess að konur eru með 2 X-litninga og ef að einkennið er á öðrum X-litningnum þarf það að vera á hinum líka því annars mun einkennið ekki sjást. En hjá körlum aftur á móti sést einkennið ef það er á X-litningnum vegna þess að Y-litningurinn er ekki heill á móti.
  Svona erfist t.d. Dreyrasíki.
  dreyrasykimynd 4
 • Arfberi: Þær konur sem erfa e-ð einkenni/sjúkdóm en það kemur ekki fram vegna þess að þær eru með einn X-litning „sýktan“  en ef þær eignast börn eru líkur á því að þau verði annaðhvort arfberar eða með einkennið. Eins og segir á heimasíðu Landspítalans: „Allar dætur arfbera hafa helmingslíkur á því að vera arfberar sjálfar. Allir synir arfbera hafa helmingslíkur á því að vera blæðarar. Allar dætur blæðara eru arfberar. Allir synir blæðara eru heilbrigðir og geta ekki arfleitt börn sín að dreyrasýki. “

Núna er efnafræðihlekkur að fara að byrja, en við erum að fara að rifja upp hvernig lotukerfið virkar, róteindir, rafeindir og nifteindir, sýru og basa, jónir og að stilla efnajöfnur. Við munum gera nokkrar tilraunir líka og skýrslu með þeim.

Fréttir og fleira

Blóðflokkaleikurinn

Keisaraskurðir hafa áhrif á þróun manna

Mosva og Tennessee inn í lotukerfið

Heimildir

Mynd 1: Wikimedia commons

Mynd 2 Wikimedia commons

Mynd 3: Wikipedia

Mynd 4; Vísindavefurinn

erfdir.is

Blóðbankinn

Vísindavefurinn

Landspítalinn

Fréttir af mbl.is