Laufey Helga
:)

Vinnið verkefni af vef Orkuveitu Reykjavíkur. Svarið spurningunum og skilið inn á bloggið.

Skoða fræðslumynd Hrein orka og svo svara eftirfarandi spurningum:

 1. Hve stór hluti af orkunotkun Íslendinga er fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum?
  3/4 af allri orku sem Íslendingar nota er frá endurnýjanlegum orkugjöfum.
 2. Í hvað er innflutta orkan notuð?
  1/4 af orkunni sem við Íslendingarnir notum er innflutt en sú orka er notuð í það að knýja vélar, fiskiskip, bíla, flugvélar o.fl.
 3. Hvaða áhrif hefur það á umhverfið þegar bensín og annað jarðefnaeldsneyti er brennt?
  Þá losna gróðurhúsalofttegundir og þær valda loftslagsbreytingum (hlýnun jarðar).

Skoða fræðslumynd Raforka og svara eftirfarandi spurningum:

 1. Nefndu dæmi um þrjú mismunandi form orku.
  – Hreyfiorka
  – Stöðuorka
  – Raforka
 2. Úr hvaða þremur öreindum eru atóm gerð?
  – Róteind 
  – Rafeind
  –  Nifteind
 3. Hvaða öreindir hafa jákvæða hleðslu?
  Róteindir
 4. En neikvæða?
  Rafeindir
 5. Hvað á sér stað þegar rafmagn er flutt eftir rafmagnsvír?
  Þá eru róteindirnar (+ hlaðnar) að draga að sér rafeindir (- hlaðnar).
 6. Hvernig er hægt að framleiða rafmagn á Íslandi?
  Á Íslandi er aðallega verið að notast við endurnýtanlega orkugjafa eins og t.d. vatn. Þá er verið að breyta hreyfiorku í raforku. Þá er safnað vatninu saman í uppistöðulón og svo er því hleypt af stað og þá verður krafturinn svo mikill að hægt verður að framleiða rafmagn. Íslendingar nota líka jarðvarma og vindorku.
 7. Hvað er rafhleðsla, og hvað er rafmagn?
  – Rafhleðsla er atóm sem bætir við sig rafeind. 
  – Rafmagn eru rafeindir á hreyfingu („straumur“ rafeinda)

Frekari fróðleikur af Vísindavefnum: Hvað er rafmagn? og Hvernig varð rafmagn til?

Vísindavaka 2017 – 4. janúar – 17. janúar

Dagur 1 – (mánudagur 9. janúar)

Á fyrsta degi vísindavökunnar í ár áttum við að byrja á því að skipta okkur niður í hópa og finna okkur tilraun. Við stelpurnar ákváðum að vera saman í hóp og skoðuðum FULLT af tilraunum en okkur fannst þessar þrjár mest spennandi.

Magic sand

Eld-tilraun

Salt tilraun

Við ákváðum á endanum að velja Magic  sand tilraunina en við ákváðum að velja hana vegna þess að við gátum reddað öllum efnunum í þessa tilraun og út af því að okkur fannst mjög ,,cool“ hvernig þetta virkaði og okkur langaði að sjá hvort þetta myndi virka í alvöru.

Dagur 2 (þriðjudagur 10. janúar)

Á þessum degi fengum við tvöfaldan tíma til þess að framkvæma tilraunina og taka upp myndbandið. Það gekk allt vel og við skemmtum okkur mjög vel við að gera þessa tilraun.

Dagur 3 (fimmtudagur 12. janúar)

Í þessum tíma fengum við bara hálfan tímann vegna þess að við vorum að klára íslenskupróf en við notuðum tímann í að byrja að klippa myndbandið.

Dagur 4 (mánudagur 16. janúar)

Í þessum tíma héldum við áfram að klippa myndbandið og skrifa niður allt sem þurfti að koma fram í myndbandinu. Við náðum ekki að klára að klippa í þessum tíma en við notuðum líka vinnutímann í að klippa og svo kláraði ég að fínpússa allt heima. Við stelpurnar vorum allar mjög virkar í þessu og facebook chattið okkar var mjög mikið notað í þetta verkefni :)

Dagur 5 (þriðjudagur 17. janúar)

Þetta var skiladagurinn og allir í bekknum náðu að skila á réttum tíma sem var alveg geðveikt þannig að við notuðum fyrri tímann í það að hjálpast að við að setja myndböndin inná youtube og gerðum svo líka sjálfsmat (hver hópur saman) . Í seinni tímanum horfðum við síðan á öll myndböndin og þau voru öll mjög flott og það var mjög gaman að sjá afrakstur bekkjarins. :)

Tilraunin sjálf

Þessi tilraun virkaði þannig að við spreyjuðum vatnsverndarspreyi (silikon spreyi) á sand og sprautuðum honum ofan í skál með vatni en þá átti sandurinn að byggjast upp en það gerðist vegna þess að við gerðum sandinn vatnsheldan. Þannig að þegar við tókum sandinn úr vatninu varð hann aftur venjulegur en það er vegna þess að sandurinn var ekki í snertingu við vatn.

Við notuðum tvenns konar sprey til að hafa samanburðar tilraun. Annað spreyið var alhliða silikon sprey fyrir bæði föt og skó en hitt spreyið var fyrir leður. Þegar þetta er gert er hluturinn sem breytist (í okkar tilfelli er það spreyið) kallaður breyta en við vorum með eina breytu í þessari tilraun. þannig að við gerðum allt það nákvæmlega sama nema spreyjuðum sitthvoru spreyinu.

EFNI:
Fínn sandur, vatn og silikon sprey

ÁHÖLD:
Stór glær skál, álpappír og flaska með litlum stút (við notuðum tóma sinneps flösku)

FRAMKVÆMD:

 1.  Taka álpappír (u.þ.b. 30 – 40cm.) og brjóta upp á kantana. þetta er ekki nauðsynlegt en gott að gera þetta til þess að sandurinn fari ekki út um allt.
 2. Taka þurran sand (u.þ.b. 130 gr.) og hella honum á álpappírs bakkann.
 3. Spreyja silikon spreyi yfir og bíða þar til sandurinn þornar. Þegar sandurinn er þornaður á að blanda honum og endurtaka 3x – 4x.
 4. Setja sandinn í flöskuna.
 5. Setja vatn í skálina.
 6. Sprauta sandinum í skálina og taka hann svo upp úr skálinni og sjá hvað gerist!

NIÐURSTÖÐUR:
Okkur fannst allt ganga vel. Sandurinn byggðist upp í vatninu en varð svo þurr þegar við tókum hann upp úr vatninu sem var akkúrat það sem við vorum að leita eftir. Við vildum samt að sandurinn myndi aftur byggjast upp þegar við settum hann aftur í vatnið en það gerðist ekki heldur flaut sandurinn bara á yfirborðinu. Okkur fannst alhliða spreyið virka betur en það er vegna þess að það eru sterkari og olíumeiri efni í því.

Afhverju gerist þetta? Sandurinn verður eiginilega vatnsheldur (hydrophobic eða water fearing) þegar við spreyjuðum vatnsverndar spreyinu á sandinn gerðum við hann vatnsheldan. Það gerðist vegna þess að efnin í spreyinu innihalda olíu en olía er ,,vatnsheld“ (hún er eðlisléttari en vatn) en þess vegna flýtur t.d. bensín í pollum.
Til þess að sandurinn yrði vatnsheldur þurftum við einfaldlega að spreyja á hann efni sem inniheldur olíu en þá byggist hann upp í vatninu og verður ,,hydrophobic“ en um leið og hann kemur upp úr vatninu verður hann aftur eins og venjulegur sandur einfaldlega vegna þess að hann var ekki í snertingu við vatn.

Hér er hægt að horfa á okkar myndband en þar er sýnt nákvæmlega hvað við gerðum.

Heimildir

Steve Spangler Science