Laufey Helga
:)

Mánudagur 23. janúar

Á mánudaginn byrjuðum við í nýjum hlekk sem er eðlisfræði hlekkur. Við fengum hugtakakort og þrjá glærupakka. Við byrjuðum tímann á því að spjalla aðeins saman um vísindavökuna og hvernig hún gekk hjá okkur en fórum svo beint í glósurnar. Í þessum tíma fengum við nearpod kynningu sem mér finnst vera mjög þægilegt. Við fórum mjög vel yfir hugtakið orka. Það helsta sem við fórum yfir voru nokkur form orkunnar sem geta t.d. verið…

  • Efnaorka
  • Stöðuorka
  • Hreyfiorka
  • Fallorka
  • Raforka

en þetta eru bara nokkur form orkunnar. Hitt atriðið sem við fórum vel yfir var lögmálið um varðveislu orkunnar en það virkar þannig í stuttu máli að það sé ekki hægt að eyða orku né skapa hana, heldur bara getur orkan bara breytt um form. Gyða sýndi okkur líka hvernig við myndum láta orkuna breyta um form 4 sinnum á sömu mínútunni en þá áttum við að nudda saman höndunum hratt og fast. Þá myndaðist hreyfiorka. Vegna hreyfiorkunnar myndaðist núningsorka og okkur fór að hitna á höndunum og það var varmaorka, en við byrjuðum á því að nota matinn sem við borðuðum í það að fá orku sjálf og þá vorum við búin að gera efnaorka –> hreyfiorka –> núningsorka –> varmaorka.

Þriðjudagur 24. janúar

Á þriðjudaginn vorum við ekki í skólanum vegna þess að við fórum til Reykjavíkur að heimsækja Tækniskólann og Borgarholtsskóla.

Fimmtudagur 26. janúar

Á fimmtudaginn vorum við að vinna verkefni í tölvunum.

Samantekt úr seinasta hlekk og næsti hlekkur.

Seinasti hlekkur var mjög stuttur og skemmtilegur en þá var Vísindavaka – seinasta Vísindavakan mín! Við lærðum þar að nota vísindalega aðferð, spyrja rannsóknarspurningar og svara henni, hafa einhverja breytu og margt fleira. Við lærðum enn betur að setja upp tilraunina (hvernig við myndum skila) en við vildum ekki gera skýrslu þannig að við gerðum myndband sem var mjög gaman að gera!

Hlekkurinn sem er að byrja núna er eðlisfræði hlekkur og við munum taka fyrir rafmagn í þessum hlekk. Það sem við munum læra er t.d. rafhrif og rafhleðsla, rafspenna, rafstraumur og viðnám og lögmál Ohms.

Fréttir og fleira

Uppgötvun tímakristalla boða byltingu

Meiri sykur í skál af granóla en í kókdós

Fréttir frá mbl.is

Leave a Reply