Laufey Helga
:)

Mánudagur 30. janúar

Á mánudaginn héldum við áfram að fara yfir rafmagn en tókum fyrir þessi hugtök:

 • Rafhleðsla: Flæði rafeinda – þegar hlutur/efni fær auka rafeind er hann rafhlaðinn.
  – Aðdráttarkraftur: Kraftur sem dregur saman. Það virkar á milli einda sem hafa gagnstæðar hleðslur (rafeind (-) og róteind (+)).
 • – Fráhrindikraftur: Kraftur sem ýtir í sundur. Virkar á milli einda með sömu hleðslu (rafeind og rafeind (- og -) eða róteind og róteind (+ og +))
  – Dæmi um aðdráttar- og fráhrindikraft eru seglar. Stundum er hægt að setja þá saman en stundum ekki. Það fer eftir því hvort seglarnir sem eru saman séu með jákvæða eða neikvæða hleðslu.
  Myndaniðurstaða fyrir attraction and repulsive forcesMynd 1
 • Rafsvið: Allar hlaðnar eindir hafa eitthvert rafsvið utan um sig en það er sterkast næst eindinni og verður veikara því lengra frá henni.
 • Stöðurafmagn: Þegar rafhleðslur safnast saman í hlut og virkar með utanaðkomandi áhrifum en þá flytjast rafeindir á milli hluta. T.d. þegar það er nuddað blörðu í hausinn á sér þá er bæði hægt að festa blöðruna á vegg og hárið manns verður rafmagnað. Þá hefur rafmagn safnast saman í báðum hlutunum.
 • Hlutir eru hlaðnir með…
  Núning: Hlutum núið saman –> Rafeindir flytjast á milli hlutanna –> Einn hluturinn verður jákvætt hlaðinn, hinn verður neikvætt hlaðinn.
  Leiðing: Tveir hlutir snertast –> Rafeindir flæða á milli.
  Rafhrif: Óhlaðinn hlutur snertir hlaðinn hlut –> Rafeindir óhlaðna hlutarins raðast uppá nýtt –> Óhlaðni hluturinn dregst að þeim hlaðna.
 • Eldingar: Verða til þegar rafeindir flytjast á milli skýja eða frá skýi til jarðarinnar en þegar þær fara frá skýjunum til jarðarinnar verður afhleðsla.
 • Rafspenna: Til þess að hreyfa rafeindir þarf orku og því meiri orka því meiri spenna. Rafspenna er sú orka sem er fyrir hendi til þess að hreyfa hverja rafeind. Rafspenna er mæld í voltum  (V).
 • Rafstraumur: Streymi rafeinda eftir vír og því fleiri rafeindir því meiri straumur er. Rafstraumur er ráknaður með I en er mældur í amperum (A).
 • Viðnám: Viðnám er mótstaða gegn rafstreymi og er táknað með R (á ensku: resistance) og er mælt í ohm (Ω)
 • Lögmál Ohms: Rafstrumur=spenna (I=V/R)
                                            viðnám

Myndaniðurstaða fyrir ohm's lawMynd 2

Þriðjudagur 31. janúar

Á þriðjudaginn var stöðvavinna og ég fór á stöð 1 sem tók næstum allan tímann en seinustu 15 mínúturnar fór ég að skoða tilrauna stöðvarnar en þar var hægt að taka í sundur allskonar rafmagnsdót eins og t.d. snúrur, innstungur o.fl. Svo var líka hægt að búa til rafrásir og mynda stöðurafmagn með blöðru.

Á stöð 1 var sjálfspróf uppúr bókinni Eðlisfræði 1 á bls. 13 en þetta voru svörin mín:

stöðvavinna 1stöðvavinna 2Myndir frá mér

Fimmtudagur 2. febrúar

Á fimmtudaginn kom Guðjón pabbi hennar Ragnheiðar í heimsókn (hann er rafvirki). Hann fór vel yfir allt það sem tengist rafmagni, allt frá rafmagni á heimilum yfir í vindmyllur sem eru tvöfaldur Hallgrímskirkjuturn og úr því yfir í eldingar. Það sem stóð uppúr hjá mér í þessum fyrirlestri (spjalli) voru þessi atriði:

 • Ef einhver fær rafstraum getur sá hinn sami fests í straumnum (eins og í teiknimyndunum) og ef einhver festist þá þarf að passa það að koma ekki við hann nema með hlut sem leiðir ekki eins og t.d. einhverju úr tréi eins og sleif til dæmis eða með einhverju úr plasti eða einfaldlega bara einhverju sem leiðir ekki rafmagn.
  Myndaniðurstaða fyrir tom cat cartoon electric shockMynd 3
 • Það þarf bara 1-2 milliamper til þess að drepa manneskju.
 • Að allir ættu að hafa eldingavara heima hjá sér. (það stendur í svari úr stöðvavinnunni á þriðjudaginn hvað eldingavari er)
 • Það er ekki hægt að geyma rafmagn og þess vegna er gott að vera með uppistöðulón t.d. fyrir  vatnsaflsvirkjanirnar vegna þess að það er hægt að geyma vatnið en ekki rafmagnið.
 • Þegar það er verið að skipta um skemmdan bút á rafmagnslínu eru þeir sem laga hana í sérstökum málmbúningum (því að ef að þeir fá straum fer straumurinn bara utan um búninginn en ekki í þá) og fara á línuna með þyrlu og laga bútinn þannig. Þeir fá ekki straum vegna þess að þeir snerta ekki jörðina. (Alveg eins og fuglar getas setið á rafmagnslínum án þess að grillast)+
 • Gömul hús eru ekki með lekaliði í rafmagnstöflunni en það er í nýjum rafmagnstöflum.

Fréttir og fleira

Ný getnaðarvörn að koma á markaðinn?

Þrumur og eldingar fylgdu skilunum

Eldingar – vídjó

Heimildir

Mynd 1: Wikimedia Commons

Mynd 2: electronics-tutorials.ws

Mynd 3: keywordsuggest.org

Glósur: Ég glósaði sjálf þegar Gyða var með fyrirlestur

Allt sem kom fram á fimmtudaginn var eitthvað sem Guðjón sagði.

Leave a Reply