Laufey Helga
:)

Mánudagur 6. febrúar

Á mánudaginn var ég ekki í skólanum en krakkarnir voru að læra um straumrásir.

Þriðjudagur .7. febrúar

Á þriðjudaginn var stöðvavinna og það voru sömu stöðvar í boði og í seinustu viku (hægt að sjá hér) en núna fór ég á stöð númer 4 og gerði verkefnablað um straumrásir.

Við áttum að merkja við þau atriði sem eru röng en þau eru; A, B, D og F

A: Það er mínushleðsla báðu megin á batteríinu en til að það virki verða að vera bæði jákvætt- og neikvætt hlaðnar eindir.

B: Til þess að straumrásin virki mega ekki vera „göt“ í straumrásinni.

D: „Leiðarinn“ er úr harðviði en harðviður leiðir ekki rafmagn og er þar af leiðandi einangrari en ekki leiðari.

F: Það er bara annað skautið tengt en til að peran lýsi þurfa þau bæði að vera tengd.

Hvað myndi gerast ef straumrásin væri virk?

 1. Þá myndu allar perurnar lýsa nema F og E.
 2. Bjallan (H) myndi lýsa því að straumurinn fer í gegnum hana vegna þess að hún er hliðtengd.
 3. Peran C lýsir áfram þó að peran E væri fjarlægð vegna þess að straumurinn fer í gegnum hana, hún er hliðtengd.
 4. Peran I hættir að lýsa ef C er fjarlægð því hún er raðtengd.
 5. Pera C heldur áfram að lýsa þó að I peran sé fjarlægð vegna þess að rafeindirnar þurfa ekki að fara í gegnum peru I til þess að komast að C.

Það sem er raðtengt Á myndinni er; C, F og H.
Það sem er hliðtengt á myndinni er; I, J og L.

En vegna þess að ég var ekki á mánudaginn skildi ég ekkert í þessu þannig að Gyða útskýrði þetta fyrir mér þannig að hérna kemur aðeins um straumrásir:

 • Straumrás er hringrás – eiginlega vegur fyrir rafeindir til að streyma um.
 • Straumrásir eru annaðhvort raðtengdar eða hliðtengdar
 • Raðtenging: Þá eru allt tengt í sömu hringrásinni. Tökum aðventuljós sem dæmi því þau eru oftast raðtengd. Ef að ein pera slokknar þá slokkna allar vegna þess að þá myndast „gat“ í rásina og rafeindirnar geta ekki streymt þar í gegn og til þess að allt lýsi þurfa rafeindirnar að komast allan hringinn.
 • Hliðtenging: Þá er straumrásin ekki bara tengd í hring eins og með raðtengingunni heldur eru aðrar tengingar líka sem rafeindirnar geta farið eftir. Það eru flóknari tengingar.

Á næstu stöð fór ég að fikta í að búa til allskonar straumrásir.

 

Fimmtudagur 9. febrúar

Á fimmtudaginn var nearpod fyrirlestur um segulmagn og segulkrafta en við fórum ekki mjög djúpt ofan í það heldur var aðallega verið að kynna það fyrir okkur.

 • Segulmagn: Þegar rafeindir snúast um sjálfar sig og fara að virka eins og seglar. Segulmagn verður til vegna aðdráttar- og fráhrindikrafts sem má rekja til þess hvernig rafeindir hreyfast í e-u ákveðnu efni. Segulmagn er notað í mörgum tækjum eins og t.d. áttavitum, dyrabjöllum, síma o.fl.
 • Segulkraftur: Krafturinn er mestur næst endunum (segulskaut -norður-/suðurskaut) og fer minnkandi því lengra frá. Ósamstæð skaut dragast að hvort öðru en samstæð hrinda frá sér. Alveg eins og með rafeindir og róteindir.

Fréttir og fleira

Lag um eðlisfræði

Fæddist með 4 fætur og 2 limi

Heimildir

Mínar glósur úr fyrirlestri

Bókin Eðlisfræði 1

Leave a Reply