Laufey Helga
:)

Mánudagur 6. mars

Á mánudaginn var spjalltími. Við vorum að tala um jarðfræði Íslands. Við töluðum m.a. um tvo menn sem hétu Helgi Pjetursson og Guðmundur Kjartansson.

Helgi Pjetursson 

Helgi Pjetursson eða Dr. Helgi Pjeturss eins og hann var oft kallaður. Hann var jarðfræðingur en hann útskrifaðist úr Kaupmannahafnarháskólanum. Þar lærði hann náttúrufræði og landafræði en var með jarðfræði sem sérgrein. Seinna þá útskrifaðist hann með doktorsgráðu í jarðfræði og var fyrsti Íslendingurinn til þess að gera það. Það sem var svo ,,flott“ við hann var hvað hann hugsaðialltaf út fyrir kassann. Eftir það að hann átti flottan starfsferil þá fór hann eiginlega bara yfir um.

Guðmundur Kjartansson

Hann var Íslenskur jarðfræðingur sem var fæddur í Hruna. Hann var annar Íslendingurinn til þess að útskrifast úr doktorsnámi í jarðfræði, á eftir Helga Pjeturss. Guðmundur rannsakaði mikið jarðfræði suðurlands eins og t.d. Heklu og fleira. Það sem er svo merkilegt við þennan mann er að hann kom með stapa-kenninguna en hún fjallar um það hvernig móberg myndast.

Seinni hluta tímans vorum við að svara heimspekilegum spurningum og vorum að spjalla um það en ég (og Einar Ágúst) fengum spurninguna „hvað er náttúra?“ en okkur fannst náttúra vera eiginlega allt sem er utandyra. Fjöll, skógar og vötn geta til dæmis tilheyrt náttúrunni en svo geta líka verið hlutir eins og tún og akrar og eitthvað svoleiðis og svo tilheyra dýr og plöntur líka náttúrunni. Þetta orð – náttúra – nær yfir svo margt að það er erfitt að skilgreina hugtakið.

Þriðjudagur 7. mars og fimmtudagur 9. mars

Þá vorum við að taka samræmdu prófin og misstum af tímanum.

Fréttir

Íslensk norðurljósamynd vekur athygli

Fjarlægðu 915 smápeninga úr maga skjaldböku! (myndband með frétt)

Heimildir

helgipjeturss.is

Wikipedia – Guðmundur Kjartansson

Fréttir – mbl.is

Leave a Reply