Laufey Helga
:)

Mánudagur 13. mars

Á mánudaginn var Nearpod kynning um lífríki Íslands. Ég glósaði smá en þetta er það sem ég glósaði.

Lofthjúpur jarðar:

 • Skiptist í fimm hvolf.

  lagskipting_lofthjups_jardar

  Mynd 1

 • Veðrahvolf:
  – 90% af öllu efni.
  – Næstum öll vatnsgufa í lofthjúpnum.
  – Í 10 km. hæð frá jörðu.
 • Heiðhvolf:
  – Ósonlag.
  – Í 10-50 km. hæð frá jörðu.
 • Miðhvolf:
  – Þar eyðast flestir loftsteinar.
  – Í 50-90 km. hæð frá jörðu.
 • Hitahvolf/Jónahvolf:
  – Þar myndast norðurljósin.
  – Í ca 90-500 km. hæð frá jörðu.
 • Úthvolf:
  – Þar er Hubble sjónaukinn (í um 600 km. hæð)
  – Í 500 km.hæð og upp.
 • Efni í lo8fthjúpnum:
  – Nitur (N) 78%
  – Súrefni (O) 21%
  – Argon (Ar) 1%
  – Svo eru líka efni eins og CO2 og H2O.

  blóm

  Mynd 4

Veðurfar:   

 • Heitt loft leitar upp og kalt loft niður.
  – Gerist í veðrahvolfinu og og eins með vatnið í sjónum.
  – Þá verður blöndun.

Gróðurfar:

 • Ísland er í barrskógabeltinu en samt er freðmýri hérna.
 • Freðmýri: Þegar frostið fer aldrei úr jörðinni.

Höfin:

 • Gjöful fiskimið við Ísland út af Golfstraumnum.
  – Sjórinn blandast og þá blandast næringaefni og stórir fiskistofnar „laðast“ að því.
 • Löng strandlína.
 • Mikill munur á sjávarföllum (flóði og fjöru)
 • Golfstraumurinn og Norður-Grænlandsstraumurinn mætast við strendur Íslands.

Hvað ógnar hafinu?

 • Hnignun búsvæða
 • Veiði
 • Hlýnun sjávar

  mosi_11

  Mynd 2

 • Súrnun sjávar

Flóra Íslands:

 • Innlendar háplöntutegundir eru um 490 (um háplöntur).
 • Mosa tegundir eru yfir 600.
 • Það eru 700 fléttu tegundir
 • Það eru um 2100 sveppa tegundir á Íslandi.
 • Mosar, fléttur og sveppir eru mjög einkennandi fyrir Ísland.

Fléttur:

Fléttur eru besta dæmið um samhjálp. Fléttur eru þörungar og sveppir en þá er þörungurinn að ljóstillifa (hann er frumframleiðandi) og kemur með glúkósa og sveppurinn sem er sundrandi kemur með efnin. 

Samlífi skiptist upp í þrennt en það er:
– samhjálp: báðar verurnar hafa gagn af því. Dæmi: fléttur.
– gistilífi: önnur veran hefur gagn af því en hin hvorki gagn né ógagn. Dæmi: gerlar í meltingunni okkar.
– sníkjulífi: önnur veran hefur gagn af því en hin ógagn. Dæmi: lús.

Vatnalífríki:

 • Ekki fjölbreytt.
 • Mikill breytileiki  milli tegunda – dæmi um það er bleikjan í Þingvallavatni.
  þingvallavatn

  Mynd 3 – Þingvallavatn

  – Sílableikja
  – Kuðungableikja
  – Murta
  – Dvergbleikja

 • Þingvallavatn er eina vatnið í heiminum sem þetta er þekkt.

Fána – smádýr:

 • Það eru 1400 tegundir smádýra á Íslandi.
 • 3/4 eru skordýr

Þriðjudagur 14. mars

Við náðum bara fyrri tímanum vegna þess að við fórum í FSu á Starfamessuna. Í þessum tíma héldum við áfram að tala um fánu Íslands – fuglana. Þetta er það sem ég glósaði:

 • Ekki margar tegundir en stórir stofnar.
  – T.d. er Ísland með u.þ.b. 70% af öllum stofni Heiðargæsarinnar.
 • Íslendingar drápu síðasta geirfuglinn…

Við komumst ekki yfir neitt rosalega mikið í þessum tíma en við töluðum líka um allt þetta sem ég var að glósa.

Fimmtudagur 16. mars

Á fimmtudaginn vorum við í Bláfjöllum sem var ótrúlega gaman en misstum af tímanum.

Fréttir

Minni dýr vegna hlýnunar jarðar

Fundu heilastarfsemi eftir andlát

Heimildir

Mynd 1 – Stjörnufræðivefurinn

Mynd 2 – ferlir.is

Mynd 3 – flickr

Mynd 4 – Wikimedia Commons

Háplöntur – Náttúrufræðistofnun.

Leave a Reply