Laufey Helga
:)

Við náðum bara einum tíma í þessari viku, þannig að þetta er síðasta bloggið vegna þess að svo byrjar lokamat.

Þriðjudagur 18. apríl

Á þriðjudaginn var fyrirlestur um æxlunarkerfi mannsins. Við fengum líka glósur.

 • Kynlaus æxlun:
  – frumuskipting (mítósa)
  – knappskot (eins og með tré)
  – gróæxlun
  – klónun
 • Kynæxlun:
  – karlkyn og kvenkyn
  – sáðfruma og eggfruma (meiósa)
 • Effin fimm – ólíkir lífsferlar
  – Fífill → planta → fjölgast með fræi
  – Fiskur → kvk verpir eggjum → kk setur sæði yfir eggin → pokaseyði → fiskur
  – Fugl → kvk og kk – par → verpa eggjum → ungi nærist á því sem er í egginu → unginn klekst úr eggi → fugl
  – Fiðrildi → egg → lirfa → púpa → fiðrildi (dæmi um myndbreytingu)
  – Fíll → kvk er með eggjastokka → frjóvgun er eins og hjá mönnum
 • Sæði
  – sáðfrumur eru í sæði
  – 2.5 – 5ml. í hverju sáðláti
  – 50 til 150 sáðfrumur í hverjum ml.
  – rétt um 1% sáðfrumna ná að egginu.
 • Sáðvökvi – hlutverk hans
  – flytur og nærir sáðfrumur
  – drepur bakteríur
  – afsýrir leggöngin (þau eru með of hátt sýrustig fyrir sáðfrumur ef sáðvökvinn væri ekki)
 • Eggmyndun kvenna
  – hefst þegar konur eru fóstur
  – lýkur rétt eftir frjóvgun
  – tvílitna eggmóðurfruma → skiptist með meiósu → myndar einlitna eggmóðurfrumu
 • Eggmóðurfrumur…
  – við fæðingu: um 400 þús.
  – við kynþroska: um 40.000
  – u.þ.b. 400 egg ná að þroskast
 • Okfruma
  – samruni eggfrumu og sáðfrumu
  – fyrsta fruman hjá nýjum einstakling
  – skiptir sér í tvennt, svo verða fjórar frumur, svo átta o.s.frv.

Við horfðum á myndband í tímanum sem var myndasýning. Myndirnar voru teknar inní legi konunnar við getnað og svo er fylgt meðgöngunni aðeins eftir.

Fréttir

Fordæmalaus fölnun kóralrifsins mikla

 Vökvi sem ögrar þyngdarlögmálinu

 

Mánudagur 27. mars

Á mánudaginn byrjuðum við á glærukynningu um orkugjafa og framtíðina. Ég og Einar Ágúst vorum saman í hóp og okkar kynning var um nýtingu og verndun auðlinda. Við nýttum þennan tíma í að leita að upplýsingum, notuðum netið mest en fundum svo eina bók. Við glósuðum hjá okkur það sem átti að koma fram.

Þriðjudagur 28. mars

Á þriðjudaginn fengum við tíma í tölvuveri til að gera kynninguna. Þetta er það sem átti að koma fram:

 1. Hvað er auðlind?
  – Eitthvað sem maður hefur gagn af eða getur nýtt.
  – Skiptist í 3 flokka
  – Endurnýjanlegar (náttúrulegir orkugjafar, vatn, vindur… þessar sem klárast ekki)
  – Takmarkaðar auðlindir (þær auðlindir sem geta klárast, fiskur, skógar…)
  – Óendurnýjanlegar auðlindir (þær sem munu á endanum klárast, kol, olía, málmar, þessir orkugjafar eru ekki umhverfisvænir)
 2. Kostir/gallar
  Kostir:
  – Mikið af endurnýjanlegum auðlindum.
  – Erum sjálfbær.
  – Fjölbreytni
  Gallar:
  – Hætta á ofnotkun
 3. Framtíðin
  – Fer eftir því hvernig við nýtum auðlindirnar, gætu klárast, gætu endst lengi.
  – Breytilegt eftir árum hvernig nýtingin er.

Fimmtudagur 30. mars

Á fimmtudaginn var verið að kynna þetta verkefni en það náðu ekki allir hóparnir að kynna þannig að það verður haldið áfram með kynningar í næstu viku.

Fréttir

80% stúlkna limlestar

Fundu risavaxið risaeðlufótspor

Magnað flug í gegnum suðurljósin – myndband og frétt

Trump slær loftslagsmálin út af borðinu

Mánudagur 20. mars

Á mánudaginn var ekki tími því við vorum í danskennslu.

Þriðjudagur 21. mars

Á þriðjudaginn var fyrirlestur um eðlisfræði (orku og annað) á Íslandi.

Við fórum yfir:

mælieiningar og orku
– Öll orka jarðar má rekja til sólarinnar.
– Orka eyðist ekki – breytir bara um form.
– SI-einingakerfið er notað á Íslandi. (Metrar og Celsius)

orkugjafar og framtíðin
– Endurnæyjanlegir orkugjafar. (Sólar-, vind- og vatnsorka og svo jarðvarmi)

vindorka – kostir/gallar
kostir:
– mengar ekki
– ókeypis
– endurnýjanleg
– afturkræf
gallar:
– fugladauði
– ferðavenjur dýra breytast
– hljóðmengun

jarðvarmi
mikill varmi í möttli jarðar sem losnar með:
– varmaleiðni
– varmastreymi
jarðhitasvæðum skipt í
– háhitasvæði (eins og á Geysi)
– lághitasvæði (eins og á Flúðum)

Fimmtudagur 23. mars

Á fimmtudaginn vorum við í ,,Mistery Skype“ við krakka á Norðurlöndunum og tíminn féll niður.

Fréttir

Höfðu 80 risaeðluegg á brott með sér