Laufey Helga
:)

Mánudagur 27. mars

Á mánudaginn byrjuðum við á glærukynningu um orkugjafa og framtíðina. Ég og Einar Ágúst vorum saman í hóp og okkar kynning var um nýtingu og verndun auðlinda. Við nýttum þennan tíma í að leita að upplýsingum, notuðum netið mest en fundum svo eina bók. Við glósuðum hjá okkur það sem átti að koma fram.

Þriðjudagur 28. mars

Á þriðjudaginn fengum við tíma í tölvuveri til að gera kynninguna. Þetta er það sem átti að koma fram:

 1. Hvað er auðlind?
  – Eitthvað sem maður hefur gagn af eða getur nýtt.
  – Skiptist í 3 flokka
  – Endurnýjanlegar (náttúrulegir orkugjafar, vatn, vindur… þessar sem klárast ekki)
  – Takmarkaðar auðlindir (þær auðlindir sem geta klárast, fiskur, skógar…)
  – Óendurnýjanlegar auðlindir (þær sem munu á endanum klárast, kol, olía, málmar, þessir orkugjafar eru ekki umhverfisvænir)
 2. Kostir/gallar
  Kostir:
  – Mikið af endurnýjanlegum auðlindum.
  – Erum sjálfbær.
  – Fjölbreytni
  Gallar:
  – Hætta á ofnotkun
 3. Framtíðin
  – Fer eftir því hvernig við nýtum auðlindirnar, gætu klárast, gætu endst lengi.
  – Breytilegt eftir árum hvernig nýtingin er.

Fimmtudagur 30. mars

Á fimmtudaginn var verið að kynna þetta verkefni en það náðu ekki allir hóparnir að kynna þannig að það verður haldið áfram með kynningar í næstu viku.

Fréttir

80% stúlkna limlestar

Fundu risavaxið risaeðlufótspor

Magnað flug í gegnum suðurljósin – myndband og frétt

Trump slær loftslagsmálin út af borðinu

Mánudagur 20. mars

Á mánudaginn var ekki tími því við vorum í danskennslu.

Þriðjudagur 21. mars

Á þriðjudaginn var fyrirlestur um eðlisfræði (orku og annað) á Íslandi.

Við fórum yfir:

mælieiningar og orku
– Öll orka jarðar má rekja til sólarinnar.
– Orka eyðist ekki – breytir bara um form.
– SI-einingakerfið er notað á Íslandi. (Metrar og Celsius)

orkugjafar og framtíðin
– Endurnæyjanlegir orkugjafar. (Sólar-, vind- og vatnsorka og svo jarðvarmi)

vindorka – kostir/gallar
kostir:
– mengar ekki
– ókeypis
– endurnýjanleg
– afturkræf
gallar:
– fugladauði
– ferðavenjur dýra breytast
– hljóðmengun

jarðvarmi
mikill varmi í möttli jarðar sem losnar með:
– varmaleiðni
– varmastreymi
jarðhitasvæðum skipt í
– háhitasvæði (eins og á Geysi)
– lághitasvæði (eins og á Flúðum)

Fimmtudagur 23. mars

Á fimmtudaginn vorum við í ,,Mistery Skype“ við krakka á Norðurlöndunum og tíminn féll niður.

Fréttir

Höfðu 80 risaeðluegg á brott með sér