Laufey Helga
:)

Við náðum bara einum tíma í þessari viku, þannig að þetta er síðasta bloggið vegna þess að svo byrjar lokamat.

Þriðjudagur 18. apríl

Á þriðjudaginn var fyrirlestur um æxlunarkerfi mannsins. Við fengum líka glósur.

 • Kynlaus æxlun:
  – frumuskipting (mítósa)
  – knappskot (eins og með tré)
  – gróæxlun
  – klónun
 • Kynæxlun:
  – karlkyn og kvenkyn
  – sáðfruma og eggfruma (meiósa)
 • Effin fimm – ólíkir lífsferlar
  – Fífill → planta → fjölgast með fræi
  – Fiskur → kvk verpir eggjum → kk setur sæði yfir eggin → pokaseyði → fiskur
  – Fugl → kvk og kk – par → verpa eggjum → ungi nærist á því sem er í egginu → unginn klekst úr eggi → fugl
  – Fiðrildi → egg → lirfa → púpa → fiðrildi (dæmi um myndbreytingu)
  – Fíll → kvk er með eggjastokka → frjóvgun er eins og hjá mönnum
 • Sæði
  – sáðfrumur eru í sæði
  – 2.5 – 5ml. í hverju sáðláti
  – 50 til 150 sáðfrumur í hverjum ml.
  – rétt um 1% sáðfrumna ná að egginu.
 • Sáðvökvi – hlutverk hans
  – flytur og nærir sáðfrumur
  – drepur bakteríur
  – afsýrir leggöngin (þau eru með of hátt sýrustig fyrir sáðfrumur ef sáðvökvinn væri ekki)
 • Eggmyndun kvenna
  – hefst þegar konur eru fóstur
  – lýkur rétt eftir frjóvgun
  – tvílitna eggmóðurfruma → skiptist með meiósu → myndar einlitna eggmóðurfrumu
 • Eggmóðurfrumur…
  – við fæðingu: um 400 þús.
  – við kynþroska: um 40.000
  – u.þ.b. 400 egg ná að þroskast
 • Okfruma
  – samruni eggfrumu og sáðfrumu
  – fyrsta fruman hjá nýjum einstakling
  – skiptir sér í tvennt, svo verða fjórar frumur, svo átta o.s.frv.

Við horfðum á myndband í tímanum sem var myndasýning. Myndirnar voru teknar inní legi konunnar við getnað og svo er fylgt meðgöngunni aðeins eftir.

Fréttir

Fordæmalaus fölnun kóralrifsins mikla

 Vökvi sem ögrar þyngdarlögmálinu

 

Leave a Reply