Laufey Helga
:)

6. Október til 10. Október.

Á mánudaginn  byrjuðum við á að fara yfir prófið sem við tókum í seinustu viku. Prófið var um kaflann sem við erum búin að vera í núna síðustu vikur. Prófið var um dýra frumur og plöntu frumur, öll líffærin í þeim og hlutverk líffæranna. Við máttum nota hugtakakort sem kom sér mjög vel, þar sem við vorum búin að glósa hjá okkur mikilvægustu hlutina. Bekknum gekk mjög vel í þessu prófi. Þegar við vorum búin að fara vel yfir prófið skoðuðum við nokkrar fréttir og lærðum betur að tengja linka og setja myndir inn á bloggið okkar. Svo sagði Gyða okkur hvað við værum að fara að gera í næsta tíma. Í llok tímans áttum við svo að gera sjálfsmat um hvernig okkur gekk í hlekknum.

á miðvikudaginn fórum við aftur í smásjárskoðun. En í þetta skiptið vorum við að skoða millimetrapappír, þunna himnu af lauk og nauta sæði. Við skoðuðum fyrst millimetrapappírinn og við áttum að skoða hann í mismunandi stækkunum. Mér gekk frekar vel með hann. Ég sá hann skýrt í þremur stækkunum. Fyrst sá ég hann mjög greinilega og nokkrar rúður. Í næstu stellingu sá ég bara nokkrar rúður og í stærstu stillingunni sá ég bara einhver strik. Þegar við vorum búin að skoða pappírinn vel fórum við að  skera lauk fyrir lauksýnið okkar. Þá skárum við mjög þunna himnu af venjulegum lauk. Svo settum við bláan fljótandi lit ofan á laukhimnuna pg skoðuðum það í smásjánni. Þar vorum við að skoða plöntufrumur. Mér gekk ekki alveg jafn vel með laukinn. Ég sá lögunina á frumunum í tvennum stillingum en ekkert meira. Svo þegar við vorum búin að skoða laukinn fórum við að skoða sæði úr nauti. Það gekk mjög illa. Við rétt sáum eina stillingu á smásjánni. Við höldum að það hafi verið eitthvað að sæðinu því að það sá enginn neitt, sem við leituðum að. Á meðan við vorum að vinna í þessu vorum við líka að skrifa skýrslu um smásjárvinnuna. Við byrjuðum í þessum tíma bara á niðurstöðunum.

Á fimtudaginn kláruðum við svo að skrifa skýrsluna. Við fengum gott tækifæri til að læra að skrifa góða skýrslu þessum tíma. Þarna lærðum við grunnþættins að góðri skýrslu sem eru: inngangur, framkvæmd og niðurstöður. Við eigum eftir að gera fleiri svona skýrslur, svo að þessi var mjög góður undirbúiningur.

Fréttir:

Bjuggu til lífveru með gervikjarnasýru.

Fleiri börn missa bæði foreldri sín vegna ebólu.

 

 

29. September til 2. Október.

Á mánudaginn fórum við í frumualías, sem var mjög gaman. Þá var Gyða búin að skrifa fullt af hugtökum sem tengdust frumulíffræði og klippti þá svo niður. Gyða skipti okkur í þrjá hópa og ég var í hóp með Axel, Viktor og Guðna. Okkur gekk rosa vel. Þetta er mjög góð aðferð til að muna hugtökin og þetta er líka mjög gaman. Við áttum að lýsa orðum eins og ljóstillífun, súrefni, glúkósi og margt fleira.

Á miðvikudaginn byrjuðum við á því að taka stutta könnun um kaflann. Það tók alveg eina kennslustund. En svo í seinni tímanum áttum við að læra á smásjá. Við áttum að búa til þrjú sýni. Fyrsta sýnið átti að vera ljósritaður bókstafur með vatni. Annað sýnið átti að vera bókstafur úr gömlu tímariti með vatni. Við áttum að skoða muninn sem var alveg frekar mikill.  Þegar við vorum búin að skoða þetta mjög vel áttum við að skoða hár. Það gekk ekki alveg jafn vel. En það var samt rosalega gaman. Við náðum samt alveg ágætlega að skoða hárið. Við vorum að læra á þetta því að við ætlum að skoða nautasæði einhverntímann og þá er gott að kunna á smásjánna.

Á fimmtudaginn féll niður tíminn vegna kennaraþings.

Fréttir:

MAVEN.

Eldgos

Myndir

 

20. September til 25. September.

Á mánudaginn fengum við nýtt hugtakakort og glærur. Við erum semsagt byrjuð að læra um frumur. Við lærðum hvenig frumur líta út og muninn á dýra- og plöntufrumum. Við skoðuðum aðeins glærurnar og skráðum á hugtakakortið. Eftir þogað skoðuðm við fullt af fréttum og hlustuðum á frumu-rapp.

Á miðvikudaginn kenndi Gyða okkur formúluna fyrir framleiðslu glúkósa (C6H12O6). Við skrifuðum líka meira inná hugtakakortið okkar og lásum yfir glærurnar okkar.  Í fyrri tímanum vorum við mjög mikið að spjalla um frumur og  Gyða sagði okkur aðeins frá því sem við ætluðum að gera í fimmtudagstímanum. Í seinni tímanum fórum við svo niður í tölvuver og áttum að vinna í stöðvavinnunni sem á að gera í tölvum. Þegar við vorum búin að því áttum við bara að fara að blogga. En hér kemur smá fróðleikur um frumur. Frumum er skipt í tvær aðal tegundir sem eru Dýrafrumur og Plöntufrumur. Dýrafrumur eru frumur í dýrum og manneskjum. Í frumum eru frumulíffæri sem eru til dæmis kjarni (sem er eins og heili), kjarnakorn, safabóla og hvatberi svo eitthvað sé nefnt. Í plöntufrumum eru öll þessi líffæri, nema safabólan er mikð stærri og það er eitt annað í þeim sem er ekki í dýrafrumunni og það eru grænukornin (blaðgræna) sem ljóstillífa. En  ljóstillífun er nauðsynleg fyrir allt líf á jörðinni. Ljóstillífun er þegar grænukornin „anda“ að sér koldíoxi (CO²) og frá sér súrefni (O²). Hvatberarnir sjá svo um að brenna orkunni (glúkósa) sem þú færð. Frymisnet og ríbósom eru svo frumulíffærin sem sjá um að búa til prótein. Kjarninn er svo eins og heilinn í frumunni og inní honum er kjarnakorn og litningar (erfðarefni). Utan um frumuna er svo frumuhimna sem er eins og svokallaðar dyr inní frumuna. Hún sér til að réttu efnin komist inn en að bakteríur og eitthvað svoleiðis komist ekki inn í frumuna.

 

image Heimild

Á fimmtudeginum fórum við aftur yfir hugtakakortið okkar og bættum aðeins inná það. Svo reyndi Gyða að festa nokkrar formúlur inní hausinn á okkur og teiknaði upp frumur fyrir okkur og útskýrði betur hvert hlutverk allra frumulíffæranna. Svo lásum við bloggið hjá nokkrum krökkum og skoðuðum fleiri fréttir :)

Fimtándi til átjándi september 2014.

Á mánudeginum prófuðum við app sem heitir Nearpod. Nearpod er app í iPad eða eitthvað snjalltæki, sem er eiginlega eins og Power point. Við fengum öll einn iPad og fórum inná Nearpod, þar sem Gyða var með glærusýningu. Við lærðum betur um ljóstillífun, frumframleiðendur, neytendur og sundrendur. Við gerðum ýmis verkefni inná Nearpod eins og að teikna inná mynd af strumpaþorpinu alla frumframleiðendurna. Við héldum glærusýningunni áfram og teiknuðum svo fæðukeðju og fæðuvef. Fæðukeðja er hálfgerður hringur um hber étur hvað en fæðuvefur er mjög svipaður nema þá fer þetta ekki hring heldur tengist allt saman.

á miðvikudeginum horfðum við á mynd sem heitir Baráttan um ljósið. Í henni var sýnt hvernig fýrin lifa í regnskógunum við miðbaug. Í mynfdnni kom meðal annars fram hvernig nokkrar tegundir af öpum lifa (man ekki hvaða tegundir), ljón og nokkur skordýr og fullt fleira. Myndin var bara um það hvernig dýrin lifa í svona svakalega miklum hita. Það sem mér fannst flottast voru blóm sem voru ekki beint blóm heldur skordýr sem lifðu á plöntunni og biðu eftir að bráðin settist á blómið og þá stukku blómadýrin á þau og átu. Þessi mynd var mjög fín, maður lærði mikið af henni. Þetta var það sem við gerðum í fyrri tímanum en í seinni tímanum fórum við niður í tölvuver og  fengum að blogga.

Á fimtudaginn var enginn skóli vegna þess að það vor foreldraviðtalsdagur :)

Áttumdi til ellefti september 2014.

Á mánudaginn var Gyða með fyrirlestur um vistfræði. Við töluðum um meðal annars lifandi og lífvana hluti og áttum að telja upp þrjá lifandi og þrjá lífvana hluti í Kvenfélagsskóginum og ég skrifaði: tré, skordýr og lauf (lifandi) og steinar, skýlið og frisbígolfkarfa (lífvana). Við töluðum líka um stofna og tókum bleikjur í Þingvallavatni sem dæmi. Stofn er hópur lífvera sem lifir á afmörkuðu svæði. Stofnar vilja ekki endilega éta það sama né búa saman.

Á miðvikudaginn fórum við út í skóg að vinna verkefni. Við áttum að að finna vistkerfi í skóginum, lifandi og lífana hluti, skrifa um lífveru í skóginum og skipta niður nokkrum hugtökum í neytendur, sundrendur og frumframleiðendur. Frumframleiðandi er eitthvað sem þarf bara vatn og sólarljós en ekki fæðu en þeir sem þurfa ekki fæðu eru kallaðir frumbjarga lífverur en þeir sem þurfa fæðu kallast ófrumbjarga lífverur. En þegar við vorum í skóginum áttum við líka að semja ljóð um það  sem við heyrðum, skynjuðum eða sáum en í  lokin mældum við skóginn í fermetrum og fórum svo í leiki.

Á fimmtudaginn fór ég á móti safninu og missti af náttúrufræði en krakkarnir horfðu á mynd sem heitir Brave heart.

Frétt: Hérna er svo frétt um Holuhraun :)

Fyrstu vikuna í skólanum var ég ekki í skólanum en krakkarnir lærðu um feæðukeðjur, fæðuvefi og fæðupíramída og skoðuðu vistkerfi á skólalóðinni.

Fyrsti september til fimmta september.

Á mánudaginn var starfsdagur og enginn skóli.

Á miðvikudaginn fórum við í tölvuverið og lærðum að blogga og settum upp síðuna okkar.

Á fimmtudaginn horfðum við á mynd um Afríku (Challenge of change). Myndin sagði okkur frá m.a. regnskógunum, sléttunum og þurrkatímabilinu sem er í Afríku í september og nóvember. Myndin sýndi líka lífsbaráttu dýranna í austur-Afríku. Í myndinni kom líka fram að 90% ljónsunga deyja úr hungri á þurrkatímanum. Fyrir 30 milljónum ára klofnaði austur-Afríka í tvennt og það uxu risa klettar ofan í gjánna og regnskýin komust ekki yfir vestur hlutann þannig að það rigndi ekkert austan megin við gjánna. Þá þornuðu regnskógarnir upp og varð að sléttu þar sem yfir 2 milljónir dýra lifa. Þessi vika var mjög skemmtileg :)

Fimmtudagurinn fjórði september 2014

Í dag lærðum við að blogga. Það var mjög krefjandi og reyndi á þolinmæðina en að mörgu leyti var það mjög gaman. Ég er mjög spennt fyrir vetrinum í náttúrufræði. Þetta er öðruvísi en ég er vön með heimanám en þetta á samt eftir að vera mjög gaman. Mér kveið mikið fyrir því að blogga en þegar maður er búinn að ná tökum á þessu er þetta bara mjög fínt :)