Laufey Helga
:)

Mánudagurinn 28. september.

Við byrjuðum tímann á því að skoða blogg og fórum svo að tala um tunglmyrkvann sem var nóttina 28. september. Við skoðuðum fullt af flottum myndum af tunglmyrkvanum. Tunglið var í jarðarnánd (sem þýðir að það sé 4,7% stærra og 16% prósentum bjartara) og því stærsta fulla tungl ársins. Ég vaknaði til þess að kíkja á myrkvann en það var svo skýjað að ég sá ekki mikið en sá samt eitthvað aðeins. Hér er bloggsíða með fullt af myndum og myndböndum af myrkvanum.

Þriðjudagurinn 29. september.

Í fyrri tímanum lásum við texta um nokkrar tegundir orma. okkur var skipt í fjóra hópa (minn hópur: ég, Helga, Ragnheiður og Guðmundur) og áttum að skiptastu á að lesa og taka saman efnið, spyrja spurninga, skýra og spá fyrir um framhaldið. við lásum um flatorma, þráðorma og liðorma.

Flatoramar 

Lifa bæði í sjó og fersku vatni-sumir eru sníklar í líkama annarra dýra. 

 • Líkami flatorma er flatur, skiptist jafnan upp í litlar einingar sem eru kallaðar liðir.
 • Bandormar
 • er einn hópur flatorma.
 • Þeir eru allir sníkjudýr í mönnum eða öðrum dýrum.
 • Hefur stundum króka á höfðinuog festir sig með þeim í meltingarfærum dýra. Þar sýgur hann næringu í gegnum húðina.
 • Aftur úr höfðinu vex röð af liðum og lengstu bandormar geta orðið margir metrar að lengd.
 • Þeir geta valdið sjúkdómum hjá þeim sem hýsa þá.
 • Sjúkdómar sem fylgja bandormum:
  -Sullaveiki-var algeng á Íslandi en er nú að mestu horfin.
 • Þráðormar
 • Lifa bæði á landi, stöðuvötnum og sjó.
 • Yfirleitt smáir.
 • Skiptast ekki í liði.
 • Mikilvægir sundrendur. -brjóta niður leifar bæði dýra og plantna.
 • Í einni fötu af mold geta verið milljónir þráðorma.
 • Mjög margir þráðormar eru sníklar. Dæmi um sníkjuþráðorma; njálgur, tríkína og spóluormur.
 • Njálgurinn er algengur í börnum.
 • Spóluormurinn er oftast í köttum, hundum og hestum.
 • Í hestunum er hægt að finna allt að 30 cm. langir spóluormur.

Liðormar

 • Ánamaðkur er liðormur.
 • Líkaminn skiptist í hringlaga liði.
 • Á Íslandi lifa um tíu tegundir af ánamöðkum og þeir stærstu verða um 20 cm. langir.
 • Þeir bæta og auðga jarðveg.
 • Stærstu ánamaðkar heims búa í S-Afríku og verða um 7 m. langir.
 • Allir ánamaðkar eru tvíkynja.
 • Burstormar eru liðormar sem búa í sjó og anda með tálknum eða húðinni.
 • Iglur (blóðsugur) eru einn hópur liðorma og búa í sjó og fersku vatni.

Ég notaði bókina Lífheimurinn til að glósa uppúr, bls. 82-83.

Í seinni tímanum fengum við tíma í ritgerðinni.

Fimmtudagurinn 1. október.

Á fimmtudaginn var kennara þing og þar af leiðandi enginn skóli.

Krókódíl

Í ritgerðinni ætla ég að fjalla sérstaklega um Nílarkrókódíla þannig að núna kemur smá umfjöllun um þá. Nílarkrókódílarnir verða elstir af öllum flokkunum sem eru af krókódílum en þeir geta orðið 100 ára ef þeir eru villtir en ef þeir eru í dýragörðum verða þeir ekki mikið eldri en 40 ára en náttúrufræðingar telja að það sé vegna hreyfingarleysis. En þótt að þessi krókódíll sé kenndur við hið fræga fljót, Níl, í Egyptarlandi finnst hamm víðar í Afríku, eða í 41 ríki allt í allt og útbreiðslan nær allt til Suður-Afríku. Útbreiðsla Nílarkrókódílsins nær því yfir afar fjölbreitt svæði og greinist Nílarkrókódíllinn í nokkrar deilitegundir. Flestar deilitegundirnar eru mjög stórar en oftast eru fullvaxta dýr í kringum fimm metra á lengd en þó hafa fundist allt að sex metra langir einstaklingar. Á syðsta hluta útbreiðslusvæðisins eru fullorðin dýr aðeins minni en hin dýrin. Þegar litið er á heildina yfir stofnstærð Nílarkrókódílsins er hún afar sterk eða á bilinu 250-500 þúsund dýr (það er svipað og Ísland!!) Í þjóðgörðum og ýmsum verndarsvæðum er fjöldinn stöðugur, en mjög líklegt að það sé fækkun á þeim svæðum „þar sem aðgengi náttúrufræðinga hefur ekki verið sem skyldi”. (Bein tilvitnun af Vísindavefnum) Þar sem Nílarkrókódílnum hefur verið útrýmt hefur leirgedda sem er ránfiskur, fjölgað óhóflega og það hefur orðið til þess að stofn nytjafisks hefur minnkað. Þetta hefur gerst víðs vegar um Mið-Afríku og sýnir glögglega mikilvægi Nílarkrókódílsins fyrir vatnasvæði álfunnar.

Tekið af Vísindavefnum, Getið þið sagt mér allt um krókódíla?

Fréttir:

Þeir ákváðu að gera eitthvað nýtt á hverjum degi… í 30 daga!!

Lyfti bílnum á meðan ökumaðurinn var dreginn út.

Gator-boys-video

 

 

 

Mánudagurinn 21. september.

Á mánudaginn var léttur tími. Við ætluðum að tala um orma en fórum mjög lítið í það. Í staðinn vorum við að skoða blogg og fréttir og bara spjalla. Við töluðum meðal annars um fílaveiki. En þá fara einhverjar bakteríur (oftast í stráka) inní líkamann, en einkennin koma oft ekki fram fyrr en mörgum árum síðar. Það kannast kannski margir við þessa veiki úr sögunni The Elephant man en aðalpersónan þar þjáðist af þessari veiki. Hér er umfjöllun um þessa veiki inná Vísindavefnum.

Þriðjudagurinn 22. september.

Á þriðjudaginn var tvöfaldur tími og í fyrri tímanum skipti Gyða okkur niður í nokkra hópa og við gerðum orð af orði verkefni þar sem við fengum að sjá ljósmynd af ísbirni sem var að svelta og áttum að skrifa niður hugtök og ræða saman um það afhverju hann væri að svelta. Þetta gekk bara nokkuð vel hjá mínum hóp en ég var með Helgu Margréti og Bergsveini. (Þetta er myndin sem við fengum að sjá.) Í seinni tímanum fórum við niður í tölvuver að vinna í ritgerðum um okkar.

Fimmtudagurinn 24. september. 

Á fimmtudaginn var tölvutími og við héldum áfram í ritgerðarvinnu sem gekk bara mjög vel hjá mér.

Krókódílar🐊

Krókódílar skiptast upp í fjóra meginflokka, ýmist eftir búsetu eða lögun og lengd trýnis. Þessir flokkar eru.

Langtrýningar

 • Langt, mjótt trýni, eins og nafnið gefur til kynna.- hentar vel í fiski át.
 • Eru með í kringum 110 litlar, beittar tennur.
 • Verpa 20-95 eggjum í einu.
 • Verða oftast 20-30 ára gamlir.
 • imageMynd af langtrýning-heimild

Víðnasar/Breiðtrýningar

 • Með breitt trýni og aðeins styttra en langtrýningur.
 • Verpir í kringum 25-60 eggjum í einu.
 • Eru með 80 hníf beittar tennur sem henta vel í stærri bráð eins og t.d. manneskjur eða fílsunga.
 • Þeir verða í kringum 50 ára gamlir.
 • imageMynd af  Breiðtrýning- heimild

Eiginlegur krókódíll/Nílarkrókódíll

 • Geta orðið 100 ára ef þeir eru frjálsir en ef eir eru í dýragörðum verða þeir ekki mikið meira en 40 ára gamlir en náttúrufræðingar telja að það sé vegna hreyfingarleysis og mataræðis.
 • Eru 4-5 metra langir.
 • Verða 410 kg.
 • imageMynd af Nílarkrókódíl- heimild

Sækrókódílar

 • Þeir eru stærstu skriðdýrin á jörðinni.
 • Karldýrin verða allt að 7 m. á lengd og eitt tonn að þyngd.
 • Kvendýrin verða ekki mikið meira en 3m.
 • Kvendýrin verpa 40-60 eggjum í einu.
 • imageMynd af Sækrókódíl- heimild

Heimildir

Vísindavefurinn-krókódílar

Wikipedia-Nílarkrókódíll 

Wikipedia-Sækrókódíll

Myndbönd

Krókódílaungi að fæðast

Maður og krókódíll bestu vinir!

 

 

 


Mánudagurinn 14. september.

Á mánudaginn var nearpod kynning um lindýr og skrápdýr. Við fórum yfir flokka lindýra sem eru: höfuðfætlingar, samlokur, sniglar, sætennur, einskeljungar, nökkvar og skelleysingjar. 

image image imageÞetta er glósupakkinn sem við fengum frá Gyðu.

 

Þriðjudagurinn 15. september

Á þriðjudaginn var tvöfaldur tími. Þá var Gyða ekki í skólanum en við byrjuðum á dýrafræði ritgerðinni. Það gekk alveg ágætlega hjá mér :) Ég náði að klára innganginn og byrjaði líka aðeins á fræðilegri umfjöllun um krókódíla.

Fimmtudagurinn 17. September

Á fimmtudaginn fengum við meiri tíma til að vinna í ritgerðinni. Það gekk mjög vel :)

Krókódílar🐊 

Krókódílar eru brynvarin skriðdýr. Þeir eru þaknir hörðu hreistri. Helstu einkenni þeirra eru að þeir eru allir með langan hala og stutta fætur, stóran tenntan kjaft og þeir eru næturdýr. Vegna þess að þeir eru næturdýr eru þeir með mjög góða sjón. Stærstu dýrin (karldýrin) verða allt að sjö metrar að lengd og eitt tonn að þyngd. Fræðaheiti er: Crocodylus niloticus. 

Hér er flott myndband og myndir um það að það var fyrirsæta sem fór í myndatöku með krókódíl!

Mánudagurinn 7. september

Á mánudaginn kláruðum við Nearpod kynninguna frá því í seinustu viku nema núna töluðum við meira um svampdýr og holdýr. En svamdýr eru:

 • Elstu fjölfruma* dýr sem nú byggja jörðina.
 • Hver einasta fruma vinnur sjálfstætt.
 • Stærstu svampdýrin eru um 2 metra á hæð.
 • Þau eru hryggleysingjar.

Glósuheimild

Holdýr eru: „Flest dýr eru samhverf en holdýr eru geislótt samhverf. Þau eru með eitt op þar sem fæða fer inn og út og eru einföld að gerð þó sérhæfing sé í vefjum. Innan þessarar fylkingar eru meðal annars sæfíflar, marglyttur og kórallar. Alls hefur um 11 þúsund tegundum verið lýst.“ –Vísindavefurinn

Þriðjudagurinn 8. september

Á þriðjudaginn var stöðva vinna. Það voru 14 stöðvar. Ég fór á stöð 1. þar sem átti að fjalla um kóralrif og afhverju þau eru dýr en ekki plöntur og hér er umfjöllun um það. Ég fór líka á stöð 5 en þar vorum við að teikna upp marglyttu og merkja inn á hvað líffærin heita o.fl. Svo endaði ég á stöð 13 þar sem ég gerði krossglímu um kóralrif.

Fimmtudagurinn 10. september

Á fimmtudaginn missti ég af tímanum því ég fór á móti safninu :) en þau sem voru í tímanum voru t.d. Að vinna hugtakakortið í tölvuverinu.

Fréttir:

Myndir úr réttunum :)

Frétt úr seinasta mánuði- Sjá heiminn með augum dýranna

Jæja þá er fyrsta bloggið komið þennan veturinn :)

MÁNUDAGURINN 31.ÁGÚST
Á mánudaginn fengum við hugtakakort og glósur um hlekkinn, Dýrafræði og hér er hægt að skoða allt sem við erum að gera :) En á mánudaginn var Nearpod kynning um dýrafræðina almennt. Við svöruðum nokkrum spurningum m.a.  Hvað er tegund?, Hvað einkennir líf? o.fl.

ÞRIÐJUDAGURINN 1. SEPTEMBER

Við ætluðum að vera úti en hættum við vegna þess að það var allt svo blautt úti, þannig að við vorum inni að byrja að gera allt klárt fyrir heimildaritgerðina. Við eigum að skrifa heimildaritgerð um dýr að eigin vali. Ég valdi krókódíl. Hér er matslistinn fyrir ritgerðina. Í tímanum ákváðum við dýr og áttum að finna tvær skriflegar heimildir. Við máttum fara út á bókasafn að finna bækur og svo byrja að rissa upp hugtakakort. Þegar seinni tíminn var hálfnaður fegnum við að fara út að leika :)

FIMMTUDAGURINN 3. SEPTEMBER

Við byrjuðum á að horfa á tvö dýramyndbönd (12)  og skoðuðum þessar myndir og líka þessar . Svo þegar við vorum búin að skoða allt þetta fórum við niður í tölvuver og byrjuðum á hugtakakortinu en til að gera hugtakakortið notum við forritið Xmind.

KRÓKÓDÍLL

KRÓKÓDÍLL ER:

 • Skriðdýr.
 • Rándýr.

KJAFTUR OG BIT

 • Þeir eru með stóran kjaft og margar tennur.
 • Bitkraftur= 218 kg/km².

ALMENNAR UPPLÝSINGAR

 • Við fæðingu eru þeir 20-25 cm.
 • Þeir eru langlífir.
  -Villtir Nílarkrókódílar geta orðið 100 ára.
  -Dýragaðs krókódílar (þeim sem er haldið) verða ekki mikið meira en 40 ára. Nátturufræðingar telja að það sé vegna mataræðis og hreyfingaleysis.
 • Næturdýr.

 

Heimild fyrir glósum.

krókó1Mynd 1.

krókó2Mynd 2.