Laufey Helga
:)

1. desember til 4. desember.

Á mánudaginn var Gyða ekki svo að við fengum frjálst annað hvort í iPödunum eða fartölvunum en ég, Helga og Ragnheiðúr vorum bara að teikna á töfluna :)

Á miðvikudaginn notuðum við tímann í að horfa á nokkrar stuttmyndir og myndbönd um stjörnufræði (eða meira svona að myndirnar væru í framtíðinni og fólk væri farið að lifa á Mars líka). Gyða var svo með stutta kynningu um næsta hlekk sem er stjörnufæðihlekkur sem verður bara tvær vikur. Við horfðum líka á trailer-a á nokkrum myndum. Svo fór Gyða yfir blogg hjá helmingnum af bekknum.

Á fimmtudaginn kláraði Gyða að fara yfir blogg hjá restinni af bekknum. Svo fengum við einkunnina úr heimaprófinu og við fórum yfir prófið.

Frétt:

Ori­on lent mjúk­lega í sjón­um.

 

 

24. nóvember til 27. nóvember.

Á mánudaginn var bara svona auðveldur tími. Við vorum að skoða fréttir um t.d. mann sem var með bandorm í heilanum í fjögur ár. Við skoðuðum líka hve mikil bráðnun Mýrdalsjökuls er búin að vera mikil síðan árið 1986. Megnið af jöklunum í kring eru nánast alveg bráðnaðir niður. Jöklarnir bráðna vegna hlýnun jarðar en jörðin er að hlýna vegna mannfólkið mengar svo svakalega mikið. Svo skoðuðum við líka blogg hjá öllum í bekknum. Í lokin á tímanum fengum við svo einkunnina fyrir skýrsluna en minn hópur fékk 9,7 fyrir skýrsluna.

Á miðvikudaginn fórum við í efnafræði-alías og ég var með Begga, Axel og Einar Ágústi í hóp og okkur gekk bara frekar vel. Við áttum bæði að lýsa orðum úr efnafræði og einhverju sem er ekkert tengt efnafræðinni. Svo þegar við  náðum á einhvern sérstakan reit áttum við að leika eða allir máttu giska eða leika frumefni. Við áttum að lýsa orðum eins og frumefni, sætistala, þétting eða einhverjum jólasveini og mörgu öðru. Í seinni tímanum (það er tvöfaldur tími á miðvikudögum) fórum við í tölvuverið og vorum að blogga, læra betur að setja inn myndir og tengla. Svo máttum við annaðhvort blogga meira eða fara í efnafræðileiki. Ég fór í efnafræðileikina en við notuðum þá til að undirbúa okkur fyrir heimapróf. Svo í lok tímans fengum við heimapróf í efnafræði. Við máttum nota öll þau hjálpargögn sem við vildum.

Á fimmtudeginum áttum bið að skila prófinu í fyrsta tímanum. Svo í náttúrufræði tímanum fengum við frjálst vegna þess að Gyða var ekki.

Fréttir og myndbönd.

Munaðarlaust svarthol.

Einstakir eiginleikar vatns.

 

17. Nóvember til 21. Nóvember.

Á mánudaginn var frekar lêttur tími. Við lásum fréttir, horfðum á myndbönd og fórum í efnafræði leiki í iPödunum.

Á miðvikudaginn vorum við að spjalla aðeins um skýrslu gerð í fyrri tímanum. Við lærðum með því að skrifa skýrslu þarft að skipta henni í nokkra hlut sem eru:

 • Fræðilegur inngangur: Inngangur skýrslunnar með upplýsingum um viðfangsefnið.
 • Framkvæmd: Henni er skipt í áhöld og tæki og svo vinnulýsingu. Vinnulýsing er eins og uppskrift af köku. þar kemur ekkert fram hvernig þú gerir heldur bara hvað á að gera.
 • Niðurstöður: Þar segiru svo frá hvernig gekk með tilraunina.
 • Heimildir: Þar skráiru niður allar heimildir sem þú notaðir í skýrsluna.

Í seinni tímanum áttum við svo að skrifa sjálfa skýrsluna. Við vorum að skrifa skýrslu um sígarettu tilraunina. Ég var með Helgu Margréti og Guðna í hóp og við unnum bara mjög vel saman en hér kemur smá partur af skýrslunni.

Þetta er INNGANGURINN án fræðilega partsins.

Markmið tilraunarinnar er að finna út hvaða efni og efnasambönd eru í tóbaki. Svo er líka verið að reyna að sjá hamskipti (soild, liquid og gas) og efnasambönd leysast upp. Það sem á að gerast er að reykurinn úr sígarettunni fari í gegnum gler- rörið og ofan í hitt tilraunaglasið sem er í klaka, þéttist en restin gufar upp í mæliglasinu.

FRAMKVÆMD: 

Áhöld og tæki: 

Tækjagrind, gúmmí slanga, Camel sígaretta, mæliglas, sprittbrennari, krukka, keiluglas, gúmmí tappar með einu eða tveimur götum, beygt gler-rör, klemmur til að halda áhöldunum uppi, tvö tilraunarglös.

Mynd með uppsetningu áhaldanna.image(Heimild)

VINNULÝSING: 

Maður byrjar á að festa klemmurnar á tækjagrindina og setja sprittsbrennarana í tvær af klemmunum. Svo setur maður sígarettuna ofan í eitt tilraunaglasið og tappann á sem er með einu gati (mjög mikilvægt að hafa eitt gat). Svo festir maður gler-rörið á tappann og festir annan tappa með tveim götum á hitt tilraunaglasið. Festir annan enda gúmmí slöngunnar í hitt gatið á tappanum og setur hinn endann á slöngunni í stórt mæliglas. Svo seturðu ískalt kala vatn í krukkuna með tilraunaglasinu ofan í. Svo seturðu vatn í keiluglasið en bara í helminginn af glasinu og fyllir mæliglasið af vatni og setur slönguna þar ofan í. Svo hvolfar þú mæliglasinu sem er með slöngunni ofan í, í keiluglasið. Svo kveikirðu á sprittsbrennaranum svo að sígarettan brenni.

NIÐURSTÖÐUR: 

Þegar við kveiktum í sígarettunni þá kom strax reykur sem fór úr öðru tilraunaglasinu og í hitt tilraunaglasið. Reykurinn sem var í seinna glasinu þéttist af því að glasið var ofan í ísköldu vatni, en þegar lofttegundir fara í kulda þéttist lofttegundin. Það var einmitt það sem gerðist hjá okkur. Svo átti loftið sem þéttist ekki að fara í mæliglasið og það heppnaðist líka. En loftið sem þéttis ekki fór í gegnum slönguna blés frá sér vatninu sem var ofan í mæliglasinu, ofan í keiluglasið. Það kallast uppgufun. Þegar sígarettan var alveg brennd þá var mjög mikil tjara í tilraunaglasinu sem sígarettan var í. Þá var komið að því að þefa að öllum glösunum. Í mæliglasinu var lyktin skást en hún var samt ógeðsleg. Svo þefuðum við af glasinu sem reykurinn þéttist í og hún var verri en fyrri lyktin. Svo þefuðum við af glasinu sem sígarettan var ofan í og lyktin þar var lang verst. Þessi tilraun var mjög skemmtileg.

 

Við fundum mikið af gagnlegum upplýsingum um efnin sem eru í sígarettum en við notuðum  Vísindavefinn mjög mikið. Efnin og efnasamböndin eru ca 4000 og það eru um 40 þeirra krabbameinsvaldandi. Meðal þessara efna eru:

 • Nikótín: Það er mjög kraftmikið og ávanabindandi efni og er ekki nema sjö sekúndur á leiðinni upp til heilans.
 • Tjara: Í henni eru nokkrir tugir af krabbameinsvaldandi efnasamböndum. Þegar þú andar henni að þér situr um 70% af tjörunni eftir í lungunum.
 • Kolsýrlingur: Kolsýrlingur getur verið lífshættulegur í stórum skömmtum. Kolsýrlingur hamlar flutning súrefnis með blóðinu og veldur þannig fjölgun rauðra blóðkorna og blóðið verður seigara og þá verður meiri hætta á blóðtöppum og öðrum alvarlegum hjarta- og æðasjúkdómum.

Þetta eru bara þrjú dæmi um efni í sígarettum en þau eru mikið, mikið fleiri en þetta. Áhrif efnanna nikótíns, tjöru og kolsýrlings eru mikið verri og skaðlegri en þetta. Svo eru líka mörg önnur efni eins og:

 • Akrýlónitril.
 • Ammoníak.
 • Arsenik.
 • Benen.
 • Benzópýern.
 • Blásýra.
 • Brennisteinsvetni.
 • Dímetýlnítrósamín.
 • Formaldehýð.
 • Hýdrazín.
 • Metanól.
 • Pólóníum 210.
 • Úretan.

Það sem þessi efni eiga sameiginlegt er að flest þeirra eru krabbameinsvaldandi eða mjög eitruð við innöndun eða snertingu.

Á fimmtudeginum fengum við svo aftur iPadana og fórum í leiki í phET þar sem eru mjög gagnlegir og skemmtilegir leikir um það hvernig frumeindir eru byggðar. Svo fórum við líka í Kahoot sem er skemmtileg spurninga keppni. :)

Fréttir:

Hvaða tóbak er skaðlegast?

Kostnaður offitu og reykinga er nánast sá sami.

 

 

 

10. Nóvember til 14. Nóvember.

Á mánudaginn fengum við ipad og vorum í nearpod. Við vorum að skoða glærur um tóbak og efnin sem eru í tóbaki. Meðal efnanna sem eru í sígarettum er nikótín sem hefur mjög skaðleg áhrif á bæði heila og lungu og bara flest alla starfsemi líkamans. Svo eru um 4000 efnasambönd í tóbaksreyk og að minnsta kosti eru 40 af þeim efnum krabbameinsvaldandi. Við lærðum svo líka um neftóbak og munntóbak og áhrifin sem neftóbak í munni hafa á fólk. Það er sérstaklega krabbameinsvaldandi og svo getur kjálkinn bara eyðilagst það mikið að það þarf að fjarlægja hann. Hér er mynd af afleiðingum notkunar neftóbaks í vör.

(Mynd)

Á miðvikudaginn fengum við svo að eima sígarettu. En við fengum að gera það til að sjá hversu ógeðslegt það er að reykja og líka til að sjá efnin og hamskiptin og allt það. En hér kemur mynd af uppsetningu allra tækjanna.

image(Mynd)

Þetta er uppstening tækjanna sem við notuðum í eimingunni.

Glasið sem er uppi í vinstra horninu er tilraunaglas með sígarettunni og fyrir neðan það eru tveir sprittbrennarar og á tilraunaglasinu er tappi með einu gati þar sem beygt gler-rör sem leiðir ofan í annað tilraunaglas sem er ofan í klakavatni. Úr tappanum á því er svo rörið sem er líka í fyrra glasinu og líka slanga sem leiðir ofan í  mæliglasið sem er á hvolfi með vatni ofaní. Við byrjuðum svo tilraunina á því að kveikja í sprittbrennurunum sem kveiktu á sígarettunni. Þá fór reykurinn úr sígarettunni og í glasið sem var í klakavatninu og megnið af reyknum þéttist þar en sá reykur sem þéttist ekki fór í gegnum slönguna sem leiðir reykinn ofan í glasið sem er er á hvolfi og þegar loft (sem er reykurinn) fer ofan í vatn sem er í glasi með vatni á hvolfi, þá fer vatnið í glasinu ú glasinu og þá verður reykurinn eftir þar. Tilgangur tilraunarinnar var sá að finna efnin í sígarettunni og læra það hvað það er ógeðslegt að reykja. Svo í lokin áttum við að þefa ofan í öllum glösunum og lyktin var ógeðsleg. Ég var með Helgu Margréti og Guðna í hóp.

Á fimmtudeginum var ekki náttúrufræði vegna skólaþings :)

Gott að vita um tóbak.

 

3. Nóvember- 7. Nóvember 2014.

Á mánudaginn var vetrafrí og þess vegna misstum við af náttúrufræði.

á miðvikudaginn horfðum við á mynd sem heitir lotukerfið og unnum verkefni úr myndinni eins og t.d. Hver fann uppá fyrsta lotukerfinu og um frumefni og jónir og samsætur og margt margt fleira. Við fórum líka í hengimann í lokin og hjálpuöu,st að við að svara öllum spurningunum.

Á fimmtudeginum gerðum við margt skemmtilegt eins og að horfa á myndbönd af the slow mo guys og prufuðum að fara í keppni inná kahoot.com en þá var Gyða búin að búa til spurningar um kaflann og hún stjórnaði keppninni í tölvu en við áttm að svara með iPad. Spurningin og svarmöguleikarnir birtust í tölvunni en við áttum að svara í iPadnum.

Fréttir

Settu myndavél í fljótandi vatnskúlu

60 skjálftar.

27. Október til 31. Október.

Á mánudaginn fórum við yfir glærupakka tvö og byrjuðum að læra um samsætur og jónir. Mér finnst það svolíið flókið en þetta er allt að koma :) svo fórum við yfir frumefna blaðið sem við fengum í síðustu viku. Svo í lokin skoðuðum við blogg og fréttir.

Á miðvikudaginn fórum við í stöðvavinnu og við drógum í hópa  og ég var með Helgu Margréti. Við byrjuðum á stöð 3 sem var tölvustöð en þá fórum við í leik um atóm og eitthvað mikið fleira. Við fórum á fimm tölvustöðvar í viðbót en þar áttum við að taka sjálfspróf í efnafræði. Við tókum próf um róteindir, rafeindir og nifteindir og annað um jónir og samsætur og líka margt annað um efnafræði. Við fórum svo á stöð þar sem við settum matarsóda ofan í blöðru og edik í mæliglas og svo blöðruna á glasið og hristum matarsódann ofaní glasið með edikinu og þá bles blaðran upp sjálf. Þegar matarsódinn fór ofan í edikið myndaðist koldíox en það gerist þegar sýra (edik ) og basi fara saman.

Á fimmtudeginum við horfðum á mynd, spjölluðum saman og skoðuðum blogg. Svo í lokin fórum við í hengimann.

20. Október til 23. Október 2014.

Á mánudaginn skoðuðum við blogg og kláruðum tilraunina með eðlismassann frá því í seinustu viku. Við vorum að reikna eðlismassa steins en þá fundum við rúmmál og þyngd í grömmum (massi) og fundum eðlismassa steinsins sem er massi deilt í rúmmál. Við horfðum líka á myndbönd þar sem frumefnin í fyrsta flokk voru sett í vatn og sprengdu upp ílát in sem þau voru sett í. Við,fengum líka glósur sem við fórum yfir.

Á miðvikudaginn fórum við í stöðvavinnu um efnafræði. Við gátum valið um fullt af stöðvum og ég fór á fjórar stöðvar. Á fyrstu stöðinni áttum við að laga te, bæði heitt og og kalt og bera þau svo saman og skrifa um það sem við sáum. Svo fórum við að gera krossglímu með hugtökum úr hlekknum og notuðum til dæmis:

 • Fumefni.
 • Sætistala.
 • Rafeind.
 • Róteind.
 •  Nifteind

Og margt fleira. Svo fórum við líka í svona mólikúl. Þá vorum við að púsla saman efnum, eins og vatni til dæmis og margt fleira. Svo í lokin svöruðum við spurningu um efnafræði.

Á fimmtudaginn fengum við blað með 18 frumefnum og við áttum að merkja inn á það rafeindir, róteindir og nifteindir. Róteindir eru með jákvæða hleðslu (p+) og eru inní kjarnanum. Rafeindir eru með neikvæða hleðslu (e-) og er á sveimi utan um kjarnann. Nifteindir (n0) eru ekki með neina hleðslu en eru líka inní kjarnanum. Rafeindir og róteindir eru alltaf jafn margar og sætistala efnisins segir til um fjölda þeirra. Allar róteindirnar eru á sama stað eða allar inní kjarnanum en róteindirnar skiptast ýmist niður á eitt, tvö eða þrjú hvolf. Á fyrsta rafeinda hvolfi komast bara tvær rafeindir fyrir en á næstu tveim komast átta rafeindir fyrir. Ef að efni er með sætistöluna fimm þá eru fimm róteindir í kjarnanum og fimm rafeindir umhverfis kjarnann, tvær á fyrsta hvolfi og þrjár á öðru hvolfi. Massatalan segir svo til um fjölda nifteinda. Ef að massatalan  væri 11 og sætistalan fimm þá mínusaru bara þessar tvær tölur og útkoman er fjöldi nifteindanna. (Sem væri í þessu tilfelli sex). Þá fara sex nifteindir ásamt fimm róteindum inní kjarnann. Svona fundum við út fjölda raf-, rót- og nifteinda fjölda í átján efnunum.

Vetni.Heimild. Þetta er mynd af frumefninu vetni. Það er með sætistöluna einn og er þess vegna með eina róteind í kjarna og eina rafeind á sveimi  utan um kjarnann.

Frétt.

13. október til 17. október.

Á mánudaginn fengum við nýtt hugtakakort og glærur um efnafræði. Gyða byrjaði á því að kynna aðeins fyrir okkur hvað við ætluðum að gera í þessum hlekk og fór svo yfir glærurnar. Í hlekknum munum við læra mikið um lotukerfið. Í glærunum fórum við yfir nokkur hugtök eins og til dæmis:

 • Hreint efni. Hreint efni er efni sem hefur verið hreinsað og hefur ákveðin sérkenni. (Alveg hreint efni, ekki blandað neinu öðru).
 • Efnablanda. Blanda af tvemur eða fleiri hreinum efnum.
 • Efnasamband. Efnasamband eru tvö eða fleiri frumefni saman. T.d. H²O (vatn).
 • Frumefnni. Frumefni er efni  sem ekki er hægt að sundra.
 • Hamur efnis. Sýnir í hvaða formi efnið er. (fast efni (s), flótandi efni (l) og (g)  sem er gas).
 • Bræðslumark. Sýnir við hvaða hitastig efni bráðna.
 • Suðumark. Sýnir við hvaða hitastig efnið gufar upp.

Svo í lokin á tímanum skoðuðum við fréttir og hlustuðum á lag með öllum frumefnunum sem var búið að finna þegar það var samið.

Á miðvikudaginn fengum við hefti sem við áttum að lesa og svara spurningum. Við vorum að læra á:

 • Lotukerfið: Tafla sem sýnir öll frumefnin og hvernig þau raðast eftir sætistölu.
 • Sætistölu: Sætistala frumeindar sýnir hversu margar róteindir eru í kjarna frumeindarinnar.
 • Róteindir: Eru með jákvæða hleðslu í kjarna frumeindar.
 • Rafeindir: Eru með neikvæða hleðslu og hreyfast umhverfis kjarnann.

Við lásum mikið um þessi hugtök og lærðum mikið. Það sem var mikið fjallað um var að það eru jafn margar róteindir og rafeindir í einu frumefni. Eins og t.d. vetni (H) er með eina róteind í kjarna og þess vegna er ein rafeind á sveimi umhverfis kjarnann. Í sumum frumefnum eru nokkur rafeindahvolf. Rafefnahvolf er svæði þar sem eitthvað ex margar rafeindir komast fyrir á. Á fyrsta rafeindahvolfi komast bara tvær rafeindir fyrir en á öðru og þriðja rafeindahvolfi komast átta rafeindir fyrir. Rafeindirnar á  ysta hvolfinu eru kallaðar gildisrafeindir. Í lotukerfinu eru efinin sett í lotur eftir því hversu mörg rafeindahvolf þau eru með. Í fyrstu lotu eru efnin með eitt  hvolf, í annarri lotu eru tvö hvolf o.s.frv. Í heftinu voru svo spurningar um þetta. Við áttum t.d. að svara því að ef að sætistala frumeindar væri átta hversu margar eru róteindirnar í kjarnanum (svar: átta) eða  finna efni í einhverri lotu og einhverjum flokki. Svo í lokin skoðuðum við blogg og fréttir.

Á fimmtudaginn fórum við svo að vinna með eðlismassa. Þá fengum við allskonar dót, eins og vog, bikarglas, mæliglas, steina og fullt annað. Það sem við áttum að gera var að setja vatn í glas með einhverskonar rennu út, svo að vatnið fari úr glasinu þegar hlutir eru settir ofan í það. Við byrjuðum á  því að fylla það glas af vatni og settum stein ofan í glasið. Þá rann vatnið úr glasinu sem samsvarar massa steinsins. Við notuðum lögmál Arkimedesar til að finna massann. Við settum steininn þrisvar sinnum ofan í vatnið og svo í mæliglas til að finna hversu stór steinninn væri í rúmsentimetrum (cm³), við fundum svo meðaltalið í cm³. Eftir það mældum hann svo með vog til að finna þyngd hans í grömmum. Við fundum líka meðaltalið úr þrem mælingum. Svo fundum við eðlismassa steinsins. Við náðum samt ekki að klára tilraunina svo að við fáum smá tíma á mánudaginn til að klára.

Fréttir:

Fundu nýtt frumefni

Myndir af Holuhrauni

Heimildir:

Glærurnar og verkefna hefti frá Gyðu.

Mbl.is

Vísir.is

Nams.is