Laufey Helga
:)

Mánudagurinn 9. nóvember 

Á mánudaginn var fyrirlestratími og við tókum allt þetta fyrir:

 • Hreyfing: Breyting á staðsetningu eða stöðu hlutar.
 • Vegalengd: Er fjarlægð milli staða.
 • Ferð: Hraði hlutar þegar það er ekki tekið tillit til stefnu hans.
 • Ferð í ákveðna stefnu kallast hraði.
 • Hraði: Segir bæði til um ferð og stefnu hlutar. Hraði getur bæði verið mældur í m/s (metrar á sekúndu) eða km/klst (kílómetrar á klukkustund). Hraði= Vegalengd ÷ tíma. Þegar hraði tveggja hluta er í sömu stefnu leggst hraðinn saman, en ef hraði þeirra er í gagnstæða stefnu þarf að notast við frádrátt.

Svo fórum við vel yfir hröðun vegna þess að við vorum að fara að gera hröðunar tilraun.

 • Hröðun: Hraðabreyting hlutar á tímaeiningu er hröðun.
 • Hröðunarformúla:
  lokahraði – upphafshraði
             Tími
 • Dæmi um hröðun: Hlutur hefur upphafshraðann 10 m/s og eykst í 25 m/s á 10 sekúndum. Hver er hröðunin?
  Svar: 1,5 m/s² (sekúndur í 2. veldi vegna þess að þú deilir metrum á sekúndu í sekúndurnar, (x•x=x²))
 • Neikvæð hröðun: Þegar hraðaminnkun á sér stað.
 • Jákvæð hröðun: Þegar hraðaaukning á sér stað.
  Glósur frá kennara.

Þriðjudagurinn 10. nóvember

Á þriðjudaginn framkvæmdum við hröðunartilraunina. Hérna er skýrslan og það stendur allt sem við gerðum í tilrauninni í henni. En í stuttu máli þá rúlluðum við tennisbolta 20 metra (merktum 5 metra á milli) og tókum tímann á hverju tímabili og reiknuðum hröðun boltans út frá tímanum og vegalengdinni.
Skýrlsa

Fimmtudagurinn 12. nóvember

Á fimmtudaginn fengum við tíma til að vinna í skýrslunni. Ég var í hóp með Helgu Margréti, Einari Ágústi og Bartek. Við prófuðum að vinna öll í sama skjalinu í einu inná word online og það var mjög skrýtið og fyndið í byrjun en þegar við fórum að venjast því var það bara gaman og skýrslan var mjög fljót að taka á sig mynd því að allir voru að vinna í henni í einu. Síðan fengum við út úr dýrafræði ritgerðinni og ég var mjög ánægð með útkomuna.

Fréttir:

Spá allt að 30°C hitasveiflu.

Tungl Mars að sundrast.

Myndband:

Það sem kettir hræðast 😂

 

 

Mánudagurinn 2. nóvember

Á mánudaginn var ég veik en krakkarnir fengu held ég kynningu um lögmál Newtons. Hér er umfjöllun um það á Vísindavefnum.

Þriðjudagurinn 3. nóvember

Ég var ennþá veik en krakknir fóru í eðlisfræði stöðvar.

Fimmtudagurinn 5. nóvember

Við tókum eitt stykki eðlisfræði kahoot og tókum svo uppáhalds kahootið okkar, jólakahootið sem við gerðum í fyrra.

Frétt

Fundu nýja, ískalda plánetu

Mánudagurinn 26. október og þriðjudagurinn 27. október.

Þessa tvo daga var ég ekki í skólanum vegna New york ferðarinnar. Vegna þess að ég var í útlöndum ætla ég aðeins að blogga um flugið. Þegar vélin (Boeing 757)  fór af stað fór hún á ca 260 km. hraða sem fór svo vaxandi upp í rúmlega 690 km/klst. Frá Keflavíkurflugelli til JFK (Jhon F. Kennedy) flugvallarins sem við lentum á, í New york, var flugið 6 klst. Við lendingu var hraði vélarinnar svipaður og þegar hún fór af stað. Þegar vélin var komin uppí loftið þá var hún í 34000 feta hæð eða um 11 km.

Heimild um hraða

Heimild um fjarlægð

Pabbi minn sem er flugmaður sagði mér hversu hátt við flugum því að ég fann það ekki.

Fimmtudagurinn 29. október

Gyða talaði aðeins við krakkana um einhverja skýrslu sem þau eru að gera um tilraun um sem ég missti af. Þegar þau fóru að gera skýrsluna lagaði ég bloggsíðuna mína.

Myndband:

Harlem globetrotters video

Mánudagurinn 19. október.

Á mánudaginn byrjuðum við í nýjum hlekk, eðlisfræðihlekk. Við fengum glósur og unnum aðeins með þær. Við horfðum líka á nokkur video um rúmmál og eðlismassa. Svo áttum við að tengja saman rétt hugtök sem voru í glósupakkanum. Þessi hugtök voru:

 • Lengd-m.
 •  Massi-Kg.
 • Rúmmál-m³ eða l.
 • Tími-S
 • Þyngd-N.
 • Eðlismassi-(kg/m³)
 • Hiti-°C eða K

Svo tókum við lesskilningi æfingu í lokin.

Þriðjudagurinn 20. október 

Á þriðjudaginn var stöðvavinna og ég og Helga vorum saman í hóp. Við byrjuðum á því að fara á eðlismassa stöð þar sem við áttum að finna eðlismassa steins og við reiknuðum massa 5 steina. (Til þess að finna eðlismassann þá deilirðu massa í rúmmál)

 • Steinn 1: 67,8 gr og 18 ml.= 3,76 gr/ cm³
 • Steinn 2: 52,3 gr og 22 ml.= 2,37 gr/cm³
 • Steinn 3: 68,9 gr og 21 ml. = 3,28 gr/cm³
 • Steinn 4: 71,6 gr og 31 ml. = 2,3 gr/cm³
 • Steinn 5: 65 gr og 24 ml. = 2,7 gr/cm³

Meðaltal: 2,88 gr/cm³.

svo fórum við á hálfgerða stærðfræði stöð með frekar erfiðum dæmum þannig að við kláruðum bara 2 stöðvar sem voru samt frekar erfiðar.

Fimmtudagurinn 21. október

Á fimmtudaginn var ég ekki í skólanum vegna þess að ég var að fara til New york :)