Laufey Helga
:)

15. desember til 19. desember.

Á mánudaginn vorum við bara að ákveða hvað´við ætluðum að gera á miðvikudaginn í tvöföldum tíma. Við ákváðum að fara í jólakahoot. Við eyddum tímanum í að búa til 3-5 spurningar um eitthvað sem tengist jólunum.

Á miðvikudaginn fórum við svo í kahoot keppnina sem við bjuggum til, sem var mjög gaman. Við fórum svo líka í annað jólakahoot (sem einhver annar gerði) og pokemon kahoot og bara allskonar :)

Á fimmtudaginn þá fengum við frjálst í tölvuverinu :)

Fréttir og fróðleikur :)

Stjörnumerkin.

Hvað gerist ef þú gengur á hrauni?

Venus express.

tviburarnir-mynd

Mynd af stjörnumerkinu tvíburunum en stjörnuhrapa drífan kom úr þeim.

(mynd)

 

8. desember til 12. desember.

Á mánudaginn þá var nearpod kynning um stjörnuskoðun. Við vorum að skoða myndir og myndbönd um stjörnur. Svo inn á milli áttum við að svara nokkrum spurningum um stjörnufræði og það sem Gyða  var að tala um. Til dæmis í hvaða stjörnumerki myndu koma u.þ.b 160 stjörnuföll á klst. (svar: tvíburarnir) og hvernig á að finna pólstjörnuna og margt fleira.

Á  miðvikudaginn kláruðum við nearpod kynninguna og prófuðum app sem heitir Sky view en þar ertu með geiminn fyrir framan þig og ef þú hreyfir ipadinn þá snýst geimurinn og þú getur séð stjörnurnar á réttum stöðum og stjörnumerki og plánetur koma upp. í seinni tímanum fórum  við í tölvuverið og prófuðum forrit þar sem heitir Stelarium sem er líka um stjörnurnar nema þarna var allt mikið nákvæmara og þú sérð bara það sem er að gerast í geiminum nánast á þeirri stundu sem þú notar forritið.

Á fimmtudaginn vorum við að skoða mikið af fréttum um stjörnufræði. Svo skoðuðum við blogg hjá öllum í bekknum.

Fréttir:

Sáu 74 stjörnuhröp á klukkutíma!!

Flott myndband – himininn :)