Laufey Helga
:)

Mánudagurinn 7. desember

Á mánudaginn vorum við að vinna í tölvum í kynningunum.

Þriðjudagurinn 8. desember

Á þriðjudaginn var ég ekki í skólanum. En bekkurinn var í tíma með 8. bekk og þau voru að horfa á myndband um Miklahvell.

Fimmtudagurinn 10. desember

Við vorum aftur í tölvum að vinna í kynningunni.

Mánudagurinn 30. nóvember

Á mánudaginn vorum við að skoða fréttir, spjalla um allt á milli himins og jarðar og tala meira um himinngeiminn.

Þriðjudagurinn 1. desember

Á þriðjudaginn var ég ekki í skólanum en ég held að að hafi verið stöðvavinna.

Fimmtudagurinn 3. desember

Á fimmtudaginn vorum við í tölvum að vinna kynningarverkefnið okkar og ég hélt áfram með sólina. Það gekk bara ágætlega.

Sólin

  • Stjarna í miðju sólkerfinu.
  • Ein af 200 milljörðum sólstjarna í vetrarbrautinni okkar.
  • Hún er í 26 þúsund ljósára fjarlægð frá miðju vetrarbrautarinnar.
  • 150 milljón km frá jörðinni. (eins og að keyra 1.500.000 sinnum til Reykjavíkur frá Flúðum)
  • Meðalstór stjarna.
  • Um 109 jarðir kæmust fyrir í röð þvert yfir hana.
  • Langstærst í okkar sólkerfi.
  • Inniheldur 99,9% massa alls sólkerfisins.
    Heimild fyrir glósum: Stjörnnufræðivefurinn-Sólin

Mynd af sólinni við hliðiná hinum reikistjörnunum

solkerfid-staerdarsamanburdurHeimild

 

 

Mánudagurinn 23. nóvember

Á mánudaginn var ég ekki í skólanum en krakkarnir fengu nearpod kynningu um himingeiminn.

Þriðjudagurinn 24. nóvember 

Á þriðjudaginn vorum við í tölvuverinu að lesa um eitthvað ákveðið fyrirbæri í geimnum og ákváðum um hvaða fyrirbæri kynningin okkar á að fjalla. Ég ákvað að hafa Sólina okkar og ætla að hafa kynninguna annað hvort í Prezi eða Emaze.

Fimmtudagurinn 26. nóvember

Á fimmtudaginn vorum við aftur í tölvuverinu og byrjuðum á kynningunni. Ég byrjaði á því að hafa kynninguna í PowerPoint og færa hana svo í Prezi eða Emaze.

Fréttir

Drónar hættulegri en fuglar 

Myndband um stærð sólarinnar 

 

 

 

Mánudagurinn 16. nóvember 

Á mánudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk, stjörnufræði. Við ræddum viðfangsefni hlekkjarins og verkefnin sem eru í honum. Við eigum m.a. að gera kynningu um eitthvað eitt fyrirbæri í geimnum, t.d. eina af reikistjörnunum, vetrarbrautina okkar, sólina, tunglið og margt fleira. Þetta er einstaklings verkefni og það tekur enginn það sama fyrir. Þegar rúmlega helmingur var eftir af tímanum fengum við iPada og áttum að lesa okkur til um nokkur af þessum fyrirbærum en á stjörnufræði vefnum er mjög góð umfjöllun um allt það sem við getum uvalið um.

Þriðjudagurinn 17. nóvember

Á þriðjudaginn féll tíminn niður vegna menningarferðar. En í ferðinni fóru 9. og 10. bekkur til Reykjavíkur. Við fórum fyrst á Náttúrugripasafn Kópavogs og skoðuðum allskonar dýr, steina og skeljar. Það voru bæði lifandi og dauðir fiskar sem var mjög flott að sjá. Þegar við vorum búin að skoða safnið fengum við frjálsan tíma í Kringlunni sem var mjög gaman. Eftir það fórum við á Sjóminjasafnið og fórum á sýninguna um sjókonur. Eftir það skoðuðum við varðskipið Óðinn sem var mjög flott en skipið var smíðað í Álaborg í Danmörku árið 1959. Skipið er 910 tonn að stærð, 63 metrar að lengd og 10 metrar á breidd. Óðinn tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum en öflugasta vopnið var 57mm fallbyssa sem er staðsett á palli fyrir framan brúna. Þekktasta og árangursríkasta vopnið sem notað var í þorskastríðunum voru þó togvíraklippurnar sem eru á afturdekki skipsins. (Meira um skipið)

Fimmtudagurinn 19. nóvember

Ég var veik og fór ekki í skólann en krakkarnir fengu tíma í tölvuverinu til þess að skoða meira um stjörnur og eitthvað þannig fyrir kynningarverkefnið. Þau áttu líka að finna forrit til þess að kynna verkefnið.

Fréttir

Jörðin appelsínugul í fortíðinni