Mánudagur 5. desember
Á mánudaginn var smá fyrirlestur um sýrustig og jónir. Við rifjuðum upp nokkur hugtök í efnafræðinni en þau voru:
- rafeindir – rafeindirnar eru með neikvæða hleðslu. Þær eru á svokölluðum rafeindahvolfum í kringum kjarna frumefnisins. Rafeindirnar eru alltaf jafn margar og róteindirnar.
- róteindir – róteindirnar eru með jákvæða hleðslu en þær eru inní kjarnanum.
- nifteindir – nifteindir eru líka inní kjarnanum en þær hafa enga hleðslu. Til þess að finna fjölda nifteinda þarf að draga massatöluna frá ródeindafjöldanum.
- sætistala – öll frumefni hafa einhverja sætistölu en hún segir til um hversu margar róteindir/rafeindir eru í því frumefni. D: Frumefnið vetni (H) er með sætistöluna 1 og er því með eina róteind í kjarnanum og eina rafeind.
- massatala – sýnir hversu mikinn massa efni hefur. Massatalan ákvarðast af samanlögðum fjölda raf- og róteinda.
- lotukerfi – öll frumefnin eru í lotukerfinu en það er tafla sem sýnir tengsl frumefnanna, sætistöluna og massatöluna.
mynd 1
- lota – loturnar liggja lárétt á töflunni. Þær sýna vaxandi sætistölu (frá hægri til vinstri. Vetni er t.d. með sætistöluna 1 og er því fyrst. Svo kemur næsta efni (lárétt) með sætistöluna 2 og svo framvegis)
- flokkur – flokkarnir eru lóðrétt niður. Flokkarnir segja til um hversu margar rafeindir eru á ysta hvolfi (gildisrafeindir.) Í flokki eitt (alkalí málmar) er ein rafeind á ysta hvolfi en í flokki 8 (eðallofttegundir) er ysta hvolf fullt með átta rafeindir.
Við fórum líka aðeins yfir það hvernig það á að reikna út fjölda nifteinda og teiknuðum það upp.
Svo fórum við aðeins yfir jónir. Þegar efni gefa frá sér rafeind eða taka á móti rafeind mynda þessi efni jón. Mjög algeng jón er efnasambandið NaCl (matarsalt) en þá væri jónin svona: Na+Cl- en vegna þess að Natríum er með eina gildisrafeind en Klór með 7 þá gefur Natríum frá sér þessa einu rafein og Klór fær hana. Þá er Natríum með jákvæða hleðslu en Klór eð neikvæða hleðslu.
- Alltaf þegar efni gefur frá sér rafeind verður það jákvætt hlaðið (+) en ef það tekur á móti rafeind verður það neikvætt hlaðið (-).
- Lag sem sýnir hvernig jónir myndast (sýnt á mjög einfaldan hátt)
Í þessum tíma fórum við líka vel yfir sýrustig eða pH-gildi. Sýrustig sýnir okkur hversu hversu súrt eða basískt efni er. Skalinn er ekki venjulegur skali heldur er hann lógaritmískur og lítur svona út
PH-gildi eða sýrustig ákvarðast af magni hlaðin á jóna í ákveðinni lausn. Tökum vatn sem dæmi: Í hverri vatnssameind (H2O) eru 2 vetnis frumeindir (H) og ein súrefnis frumeind (O). Lítill hluti allra vatnssameinda í vatni klofnar í vetnisjónir með jákvæða hleðslu, H+, og neikvæða hleðslu OH- sem er táknað H2O -> H+ + OH-.
Sýrur og basar:
Öll efni eru annað hvort súr eða basísk eða hlutlaus. Efni með pH-gildið 7 er hlutlaust en efni með lægra pH-gildi er súrt og með hærra pH-gildi er basískt.
Þriðjudagur 6. desember
Á þriðjudaginn gerðum við mjög skemmtilega sýrustigstilraun þar sem við áttum að finna út sýrustig 5 efna bæði með því að nota sýrustigs strimla þar sem eru 4 kubbar á strimli um sem breyta um lit eftir að þeir hafa farið ofaní efnin og svo bárum við það saman við það sem var á pakkanum undir strimlana og svo helltum við efnunum í tilraunaglös og settum rauðrófusafa ofan í efnin og þá breyttu þau um lit. Hér fyrir neðan koma nokkur skjáskot af skýrslunni sem minn hópur (ég, Helga, Ragnheiður og Axel) gerði uppúr tilrauninni.
Fimmtudagur 8. desember
Á fimmtudaginn vorum við í tölvuverinu að vinna í skýrslunni.
Fréttir og fleira
Fundu áður óþekkta borg í Grikklandi
Heimildir
Fréttir af mbl.is