Laufey Helga
:)

Mánudagurinn 22. febrúar

Á mánudaginn vvorum við bara að fara yfir myndirnar sem við settum inná Facebook í seinustu viku og líka að fara aðeins yfir lykilhugtökin úr þessum hlekk. Eftir það fórum við í Alias með hugtökum úr hlekkjarins og það var bara mjög gaman :) Í lok tímans fengum við svo heimaprófið.

Þriðjudagurinn 23. febrúar

Á þriðjudaginn var tvöfaldur tími og þá fengum við allan þann tíma til að vinna í prófinu. Það gekk bara vel en ég náði ekki alveg að klára prófið en við máttum taka prófið aftur heim og skila því á miðvikudeginum (daginn eftir).

Fimmtudagurinn 25. febrúar

Á fimmtudaginn var komið vetrarfrí þannig að það var ekki skóli.

Hugtök:

 • Varmi
 • Varmaburður
 • Alkul
 • Hreyfiorka
 • Stöðuorka
 • Varmageislun
 • Eðlisvarmi
 • Efnaorka
 • Celsíusgráður
 • Kjarnorka
 • Sameindir
 • Kelvinkvarði
 • Hitastillir
 • Hiti
 • Hitamælir
 • Orka
 • Júl
 • Jarðvarmi
 • Varmaleiðni
 • Einangrun
 • Varmaorka
 • Vinna

Fréttir og fleira

Ljúka ársferð um geiminn! 
Myndir af því þegar þeir komu aftur til jarðar

Heimildir

– mbl.is
– Glósur frá Gyðu

 

Mánudagurinn 15. febrúar

Á mánudaginn vorum við sett saman tvö og tvö í hópa og ég fékk að vera með Helgu í hóp. Verkefnið var þannig að við áttum að velja tvær spurningar af nokkrum spurningum sem Gyða var búin að gera og svara þeim og kynna fyrir bekknum. Við Völdum þessar spurningar og þetta voru svörin okkar:

-Hvað er hafgola og af hverju er hún oftast seinni hluta dags?
Svar: Hafgola er vindur sem blæs af hafi og inn á land. Hún myndast vegna þess að loftið sem er yfir landinu, stígur upp og kalt loft frá hafinu kemur í staðinn. Hafgolan kemur oftast seinnipart dags vegna þess að loftið yfir landinu gufar upp þegar sólin er farin og þá kemur vindurinn frá hafinu ,,í staðinn“.

-Hvað er loftþrýstingur?
Svar
: Jörðin er með 100 km. þykkan lofthjúp og maður heldur að hann vegi ekki neitt, en þetta þykka lag af lofti er með mjög mikinn massa og sá þrýstingur/kraftur er kallaður loftþrýstingur.

Þetta voru okkar svör við þessum spurningum en þegar það átti að fara að kynna var svo lítill tími eftir þannig að það náðu bara tveir hópar að kynna og við vorum ekki einar af þeim.

Þriðjudagurinn 16. febrúar

Á þriðjudaginn var ég veik og kom ekki í skólann en krakkarnir voru að svara spurningum. Þau ákváðu líka að prófið í þessum hlekk yrði bæði tekið í skólanum og heima. Þannig að við myndum fá það á mánudegi og taka það heim, vinna svo í því í skólanum á þriðjudegi og ef við myndum ekki ná að klára að taka það aftur heim og skila á miðvikudegi (24. febrúar)

Fimmtudagurinn 18. febrúar

Á fimmtudaginn var hópavinna og ég var með Hannibal og Viktori í hóp. Verkefnið var þannig að við áttum að fara út og ,,búa til“ hugtök úr hlekknum og taka mynd af því. Svo settum við myndirnar inná Facebook og hinir hóparnir áttu að giska á hvaða hugtök við gerðum. Það var mjög gaman :)

Myndirnar okkar :)

image Hugtak: hreyfiorkaimage Hugtak: orkaimage Hugtak: varmaleiðniimageHugtak: varmageislun

Fréttir og fleira

Leitin þrengist að Reikistjörnu níu.

Mynd dagsins á National Geographic

Heimildir

Mbl.is

National Geographic

Mánudagurinn 1. febrúar

Á mánudaginn var ,,spjall tími“. Við vorum aðallega að tala um varma. Við skoðuðum smá blogg, hlustuðum á varmaflutnings-rapp og skoðuðum fréttir.  Við pældum líka svolítið í þessari mynd en hæun er að sýna að ef kaloríurnar úr þessum mat yrði unnin áfram í annarskonar orku væri jafn mikil eða meiri orka í matnum en í kaffinu,  ljósaperunni og bílnum.

imageHeimild fyrir mynd

Þriðjudagurinn 2. febrúar

Á þriðjudaginn var okkur skipt í hópa og við fengum ca klukkutíma til að búa til og framkvæma varmatilraun. Ég var með Bartek og Einari Ágúst í hóp og við gerðum tilraun sem virkaði þannig að við fórum niður að litlum hver og mældum hitann á honum og settum tré, gler og málm ofan í hverinn og sáum hvað leiddi varmann best.
Okkar tilraun er hér

Fimmtudagurinn 4. febrúar

Á fimmtudaginn féll tíminn niður vegna þess að við fórum heim um hádegi vegna veðurs.

Fréttir og fleira

Flaug dróna á Empire state bygginguna

Ný tarantúlu-tegund

Emma úr Friends í dag :)

Heimildir