Laufey Helga
:)

Mánudagurinn 25. janúar

Á mánudaginn vorum við að horfa á Vísindavökuverkefnin en það urðu einhver tæknivandamál þannig að við horfðum bara á eina kynningu og restina af tímanum var verið að reyna að finna út úr þessu með hinar kynningarnar.

Þriðjudagurinn 26. janúar

Við kláruðum að horfa á Vísindavöku kynningarnar sem gekk vel og það var mjög gaman :)  Þegar það var búið byrjuðum við í nýjum hlekk um varma. Við fengum glósur og hugtakakort og svo var líka nearpod kynning. Ég glósaði smá í tímanum:

 • Mælieining orku = júl.
 • Orka er í mörgum myndum.
 • Hreyfiorka.
  -Hreyfiorka er sú orka sem hlutir búa yfir útaf hreyfigunni sinni.
  -Vinnan sem þarf til að koma hlut á hreyfingu.
 • Stöðuorka.
  -Meiri stöðuorka því hærra uppi. (háð því hvar hlutur er staðsettur)
 • Varmaorka.
  -Hreyfiorka sem verður til útaf hreyfingu einda heitir varmaorka.
  -Því meiri hreyfing, því meiri varmi.
  -Því rúmmeiri hlutur því meiri varmi. D: Kaffibolli með sjóðandi heitu kaffi er varmaminni en fullt baðkar með volgu vatni.
  -Hlutir sem eru á hreyfingu geta framkvæmt vinnu.
 • Efnaorka.
  -Samsett úr einhverjum efnum. (dæmi: epli af því að t.d. fáum við mannfólkið orku úr eplinu.)
 • Rafsegulorka.
  -Rafsegulorka þarf ekki e-h til að berast með. (burðarefni).
 • Kjarnorka.
 • Hitaþensla.
  -Hiti hefur áhrif á hversu stórir hlutir eru.
  -Því heitara þá er meiri hreyfing sameinda, lengra á milli sameindanna og efnið þenst út.
 • Hitamælingar.
  -K=Kelvin
  -°C= gráður á Celsius
  – °F= Gráður á Farhenheit
 • Alkul
  – 0 K
  – -273°C
  – -459¨F

Þegar kynning var ca hálfnuð var tíminn búinn.

Fimmtudagurinn 28. janúar

Á fimmtudaginn fengum við tíma í tölvuverinu til að blogga um Vísindavökuna.

Fréttir  og fleira :)

Kíkt í hús tveggja Kardashian systra.

Hákarl át annan hákarl í dýragarði.

Rapp um stöðu- og hreyfiorku

Heimildir:

16. febrúar til 20. febrúar.

Á mánudaginn skiluðum við heimaprófinu en við misstum af náttúrufræði tímanum vegna þess að við vorum í dansi.

Á miðvikudaginn var öskudagur og við eyddum síuðustu  tveim tímunum (sami tími og náttúrufræðitíminn) í íþróttahúsinu að gera eitthvað skemmtilegt.

Á fimmtudaginn byrjuðum við í nýjum hlekk (þemaverkefni) um  Hvítá. Við fengum glærupakka sem við fórum aðeins yfir og svo var líka Nearpod kynning. Við máttum glósa hjá okkur en í lok hlekksins verður hugtakakortið metið. Það sem ég glósaði var:

Hvítá:

 • Þriðja lengsa á Íslands frá upttökum til ósa.
 • 185 km.
 • Jökulá.

Hvítárvatn:

 • 30 km².

Þingvallavatn:

 • Er stærsta náttúrulega vatn á Íslandi.
 • Flatarmál: 83,7 km².
 • Mesta dýpi: 114 m.

Sogið:

 • 19  km löng lindá.
 • Sogið+Hvítá= Ölfusá.

Annað:

 • Innri öfl.
 • Ytri öfl.
 • Vatnasvið.
 • Vatnaskil.

Skýringar á skáletruðum orðum:

 • Jökulá= Á sem rennur úr bráðnandi jökli. Þær geta frosnað.
 • Linndá= Á sem er mjög tær og frýs ekki og er oftast með sama hitastigið allan ársins hring.
 • Vatnasvið= Það svæði sem hefur afrennsli til sömu ár.
 • Vatnaskil= Mörkin á milli vatnasviða.

Fréttir:

Selfie í geimgöngu.

Dýrin í sjónum hafa stækkað.

 

 

9.  Febrúar til 13. Febrúar.

Á mánudaginn var glærukynning um ljós. Við lærðum fullt af nýjum hugtökum m.a.:

 • Ljóshraði: hraðskreiðasti hraði í heimi (300.000 km/s)
 • Sýnilegt ljós: partur af rafsegulrófinu.
 • Tvíeðli ljóss: merkir að það hefur bæði eignleika ljóss og bylgja.
 • Rafsegulrófið: eðlisfræðingnar flokka rafsegulbylgjur og raða þeim í svokallað rafsegulróf.
 • Útvarpsylgjur: lengst bylgjulengd.
 • Innrautt ljós: hefur bylgjulengd á við títuprjónshaus.
 • Hvítur litur eru allir litirnir saman. Þegar hann brotnar upp sjást aðrir litir.

Við lærðum líka fullt fleiri hugtök en þetta :)

Á miðvikudaginn var Gyða ekki en við horfðum á fræðslumynd um bylgjur í fyrri tímanum og unnum verkefnablað úr henni. Svo í seinni tímanum fórum við í tölvuverið og fórum í tölvustöðvavinnu.

Á fimmtudaginn fengum við heimapróf og vorum að skoða það :)

fréttir og fleira :)

Sólin í nýju ljósi.

Mikið um ljós á stjörnufræðivefnum.

Rafsegulrófið-stjörnufræðivefurinn.

rafsegulrof Mynd af rafsegulrófinu

djfaæljf Svona er ljósið eins og það er og hvernig við sjáum það. Þegar hvíta línan (ljósgeisli) fer  í gegnum glerið brotnar það upp í litina. Heimild-Mynd

Myndband hvernig ljósið brotnar svona.

 

2. febrúar til 6. febrúar.

Á mánudaginn var fyrirlestur um hljóð og bara það sem tengist hljóði. Við lærðum um:

 • Hljóðstyrk…… Hversu hátt hljóðið er.
 • Tónhæð……. Tíðni hljóðsins.
 • Dopplerhrif…… Þegar hljóð hreyfist framhjá þér þá heyrist hærra í hljóðinu þegar það er á leiðinni til þín en þegar það  er komið framhjá þér heyrist lægra.

Á  miðvikudaginn var stöðvavinna en við vorum í tölvuverinu og ég vann allar tölvustöðvarnar og bloggaði aðeins.

Á fimmtudaginn var stutt satt/ósatt könnun sem var frekar erfið um bylgjur.

Myndband úr stöðvavinnunni- Dopplerhrif.

Dauðadæmt stjörnupar.

Hvað er ljós?

Meira um dopplerhrif- myndband.

11% spendýra dóu út á 200 árum.

blogg-laufeyHeimild— Doppler-hrif

Fyndin X-factor prufa :)

Hann reyndi að sprengja blöðru……

 

 

 

 

26. janúar til 30. janúar 2015.

Á mánudaginn þá vorum við að læra meira um bylgjur. Við  kláruðum að fara yfir glósupakkann frá því á fimmtudaginn, skoðuðm fréttir, blogg og horfðum á myndbönd. Lærðum betur um allt sem tengist bylgjum, þ.e.a.s. bylgjulengd, bylgjutopp, bylgjudal, útslag og fl.

Á miðvikudaginn var stöðva vinna. Það voru margar stöðvar í boði og ég og Helga vorum að vinna saman. Við fórum á stöðina um tónhæð og hljóðstyrk, tilraun með bylgur (notuðum vatn og myndvarpa) og unnum annað verkefnablað og bættum á hugtakakortið.

Stöðvarnar:

 1. Tölva phet-forrit bylgjur og bylgjubrot, tíðni og útslag
 2. Hugtakakort betrumbætt
 3. Verkefni – hljóðgreining – spilum með mismunandi tíðni, bylgjulengd og útslag.  Samstæður og skilgreiningar.
 4. Tilraun – Myndvarpi og bylgjur – sjá verkefnablað.
 5. Herma
 6. Verkefni – teiknið upp formúluna fyrir bylgjulengd… sjá verkefnablað. Reikna nokkur dæmi.
 7. Orkan bls.91.  Hvaða efni ber hljóðið hraðast?  Hvað hægast?
 8. Tölva – kennistærðir bylgja frá MH
 9. Orkan bls. 95.   Hvað eru dopplerhrif?  Teiknaðu upp skýringarmynd. Nánar hér og og.!!
 10. Dæmi:  20 sekúndum eftir að elding sést heyrist þruman.  Hver er fjarlægð að eldingunni ef lofthitastig er 20°C?  Fleiri dæmi í boði hjá kennara
 11. Lifandi vísindi nr.4 2013 Grjótskriða olli flóðbylgju
 12. Lifandi vísindi nr. 2 2013 Dr. snjallsími
 13. Tónkvíslar af ýmsum gerðum og verkefni í stíl.  Tilraun 2-5 Bylgjufræði bls. 24.

Tekið af Náttúrufræðivef Flúðaskóla.

Hugtök:

 • Tónhæð=tíðni- tíðni bylgju fer eftir því hversu hátt/djúpt hljóðið er. Mikil tónhæð= stutt á milli sveiflna,  lítil tónhæð= langt á milli sveiflna.
 • Hljóðstyrkur= há/lág bylgja- ef hljóðstyrkurinn er mikill þá er hæð sveiflunnar mikil en ef að styrkurinn er lítill þá er sveiflan lítil.

Á fimmtudaginn var ég veik.

Fréttir:

Ein þriggja uppspretta súrefnis.

Gægist á bakvið vetrarbrautina.

 

19. Janúar til 22. Janúar 2015.

Á mánudaginn var Gyða ekki svo að við vorum bara að hafa það kósý :)

Á miðvikudaginn var foreldraviðtalsdagur, enginn skóli :)

Á fimmtusaginn byrjuðum við á nýjum hlekk. Við vorum að byrja á eðlisfræði-hlekk. Við vorum aðallega að spjalla um hlekkinn og setja inná hugtakakortið okkar. Við töluðum samt mest um bylgjur. Bylgjur skiptast í tvo meginflokka, þverbylgjur. Myndband með hreyfingu þeverbylgja. Og mynd:

image(Heimild)

Og hinn flokkurinn er langsbylgjur. Myndband með hreyfingu langsbylgja. Og mynd:

image(Heimild).

Við horfðum svo á myndbönd, fórum yfir blogg og lærðum aðeins  um flóðbylgjur (tsunami) og tókum aðeins fyrir stóru flóðbylgjuna í Indlandshafi annan í jólum árið 2004. Svo fó Gyða aðeins yfir það sem við ætluðum að gera í þessum hlekk :)

Fréttir og myndbönd :)

Myndband úr tímanum.-hljóðmystur.

Annað myndband úr tímanum.

Flott vatns tilraun :)

Fljótandi ljós.

Vísindamenn hægðu á ljósinu!

Vangamynd af vetrarbraut.

Bengal kisurnar komnar heim :)