Laufey Helga
:)

Mánudagur 13. febrúar

Á mánudaginn féll tíminn niður vegna árshátíðar undirbúnings.

Þriðjudagur 14. febrúar

Á þriðjudaginn fórum við í próf uppúr eðlisfræðihlekknum.

Fimmtudagur 16. febrúar

Á fimmtudaginn fengy þeir sem náðu ekki að klára prófið tíma til þess að klára það en restin fór í tölvuverið að blogga.

Samantekt úr hlekknum

Í þessum hlekk var eðlisfræði og við tókum sérstaklega fyrir rafmang. Við byrjuðum hlekkinn á því að rifja upp hvað orka væri og nokkar myndir hennar og svo líka lögmálið um varðveislu orkunnar sem er að það sé ekki hægt að skapa orku né eyða henni heldur getur hún bara breytt um mynd. Við notuðum mikið stöðvavinnu og unnum þar nokkur verkefnablöð og gerðum skemmtilegar tilraunir og unnum svo nokkur verkefni bæði í tölvu og svo lekaliða verkefnið. Við fengum heimskókn frá rafvirkja og hann fræddi okkur um sitt starf og almennt um rafmagn. Við fórum yfir lögmál Ohms (útskýrt í þessari færslu) rafhleðslu og  rafstraum, rafspennu og viðnám. Við lok hlekkjarins fórum við yfir straumrásir, raðtengdar og hliðtengdar og svo aðeins yfir segulmagn.

Fréttir og fleira

Fundu nýtt sólkerfi!

Stóra pizzu-málið rataði í heimsfréttirnar!!

Fréttir af mbl.is og visir.is

Mánudagur 6. febrúar

Á mánudaginn var ég ekki í skólanum en krakkarnir voru að læra um straumrásir.

Þriðjudagur .7. febrúar

Á þriðjudaginn var stöðvavinna og það voru sömu stöðvar í boði og í seinustu viku (hægt að sjá hér) en núna fór ég á stöð númer 4 og gerði verkefnablað um straumrásir.

Við áttum að merkja við þau atriði sem eru röng en þau eru; A, B, D og F

A: Það er mínushleðsla báðu megin á batteríinu en til að það virki verða að vera bæði jákvætt- og neikvætt hlaðnar eindir.

B: Til þess að straumrásin virki mega ekki vera „göt“ í straumrásinni.

D: „Leiðarinn“ er úr harðviði en harðviður leiðir ekki rafmagn og er þar af leiðandi einangrari en ekki leiðari.

F: Það er bara annað skautið tengt en til að peran lýsi þurfa þau bæði að vera tengd.

Hvað myndi gerast ef straumrásin væri virk?

 1. Þá myndu allar perurnar lýsa nema F og E.
 2. Bjallan (H) myndi lýsa því að straumurinn fer í gegnum hana vegna þess að hún er hliðtengd.
 3. Peran C lýsir áfram þó að peran E væri fjarlægð vegna þess að straumurinn fer í gegnum hana, hún er hliðtengd.
 4. Peran I hættir að lýsa ef C er fjarlægð því hún er raðtengd.
 5. Pera C heldur áfram að lýsa þó að I peran sé fjarlægð vegna þess að rafeindirnar þurfa ekki að fara í gegnum peru I til þess að komast að C.

Það sem er raðtengt Á myndinni er; C, F og H.
Það sem er hliðtengt á myndinni er; I, J og L.

En vegna þess að ég var ekki á mánudaginn skildi ég ekkert í þessu þannig að Gyða útskýrði þetta fyrir mér þannig að hérna kemur aðeins um straumrásir:

 • Straumrás er hringrás – eiginlega vegur fyrir rafeindir til að streyma um.
 • Straumrásir eru annaðhvort raðtengdar eða hliðtengdar
 • Raðtenging: Þá eru allt tengt í sömu hringrásinni. Tökum aðventuljós sem dæmi því þau eru oftast raðtengd. Ef að ein pera slokknar þá slokkna allar vegna þess að þá myndast „gat“ í rásina og rafeindirnar geta ekki streymt þar í gegn og til þess að allt lýsi þurfa rafeindirnar að komast allan hringinn.
 • Hliðtenging: Þá er straumrásin ekki bara tengd í hring eins og með raðtengingunni heldur eru aðrar tengingar líka sem rafeindirnar geta farið eftir. Það eru flóknari tengingar.

Á næstu stöð fór ég að fikta í að búa til allskonar straumrásir.

 

Fimmtudagur 9. febrúar

Á fimmtudaginn var nearpod fyrirlestur um segulmagn og segulkrafta en við fórum ekki mjög djúpt ofan í það heldur var aðallega verið að kynna það fyrir okkur.

 • Segulmagn: Þegar rafeindir snúast um sjálfar sig og fara að virka eins og seglar. Segulmagn verður til vegna aðdráttar- og fráhrindikrafts sem má rekja til þess hvernig rafeindir hreyfast í e-u ákveðnu efni. Segulmagn er notað í mörgum tækjum eins og t.d. áttavitum, dyrabjöllum, síma o.fl.
 • Segulkraftur: Krafturinn er mestur næst endunum (segulskaut -norður-/suðurskaut) og fer minnkandi því lengra frá. Ósamstæð skaut dragast að hvort öðru en samstæð hrinda frá sér. Alveg eins og með rafeindir og róteindir.

Fréttir og fleira

Lag um eðlisfræði

Fæddist með 4 fætur og 2 limi

Heimildir

Mínar glósur úr fyrirlestri

Bókin Eðlisfræði 1

Mánudagur 30. janúar

Á mánudaginn héldum við áfram að fara yfir rafmagn en tókum fyrir þessi hugtök:

 • Rafhleðsla: Flæði rafeinda – þegar hlutur/efni fær auka rafeind er hann rafhlaðinn.
  – Aðdráttarkraftur: Kraftur sem dregur saman. Það virkar á milli einda sem hafa gagnstæðar hleðslur (rafeind (-) og róteind (+)).
 • – Fráhrindikraftur: Kraftur sem ýtir í sundur. Virkar á milli einda með sömu hleðslu (rafeind og rafeind (- og -) eða róteind og róteind (+ og +))
  – Dæmi um aðdráttar- og fráhrindikraft eru seglar. Stundum er hægt að setja þá saman en stundum ekki. Það fer eftir því hvort seglarnir sem eru saman séu með jákvæða eða neikvæða hleðslu.
  Myndaniðurstaða fyrir attraction and repulsive forcesMynd 1
 • Rafsvið: Allar hlaðnar eindir hafa eitthvert rafsvið utan um sig en það er sterkast næst eindinni og verður veikara því lengra frá henni.
 • Stöðurafmagn: Þegar rafhleðslur safnast saman í hlut og virkar með utanaðkomandi áhrifum en þá flytjast rafeindir á milli hluta. T.d. þegar það er nuddað blörðu í hausinn á sér þá er bæði hægt að festa blöðruna á vegg og hárið manns verður rafmagnað. Þá hefur rafmagn safnast saman í báðum hlutunum.
 • Hlutir eru hlaðnir með…
  Núning: Hlutum núið saman –> Rafeindir flytjast á milli hlutanna –> Einn hluturinn verður jákvætt hlaðinn, hinn verður neikvætt hlaðinn.
  Leiðing: Tveir hlutir snertast –> Rafeindir flæða á milli.
  Rafhrif: Óhlaðinn hlutur snertir hlaðinn hlut –> Rafeindir óhlaðna hlutarins raðast uppá nýtt –> Óhlaðni hluturinn dregst að þeim hlaðna.
 • Eldingar: Verða til þegar rafeindir flytjast á milli skýja eða frá skýi til jarðarinnar en þegar þær fara frá skýjunum til jarðarinnar verður afhleðsla.
 • Rafspenna: Til þess að hreyfa rafeindir þarf orku og því meiri orka því meiri spenna. Rafspenna er sú orka sem er fyrir hendi til þess að hreyfa hverja rafeind. Rafspenna er mæld í voltum  (V).
 • Rafstraumur: Streymi rafeinda eftir vír og því fleiri rafeindir því meiri straumur er. Rafstraumur er ráknaður með I en er mældur í amperum (A).
 • Viðnám: Viðnám er mótstaða gegn rafstreymi og er táknað með R (á ensku: resistance) og er mælt í ohm (Ω)
 • Lögmál Ohms: Rafstrumur=spenna (I=V/R)
                                            viðnám

Myndaniðurstaða fyrir ohm's lawMynd 2

Þriðjudagur 31. janúar

Á þriðjudaginn var stöðvavinna og ég fór á stöð 1 sem tók næstum allan tímann en seinustu 15 mínúturnar fór ég að skoða tilrauna stöðvarnar en þar var hægt að taka í sundur allskonar rafmagnsdót eins og t.d. snúrur, innstungur o.fl. Svo var líka hægt að búa til rafrásir og mynda stöðurafmagn með blöðru.

Á stöð 1 var sjálfspróf uppúr bókinni Eðlisfræði 1 á bls. 13 en þetta voru svörin mín:

stöðvavinna 1stöðvavinna 2Myndir frá mér

Fimmtudagur 2. febrúar

Á fimmtudaginn kom Guðjón pabbi hennar Ragnheiðar í heimsókn (hann er rafvirki). Hann fór vel yfir allt það sem tengist rafmagni, allt frá rafmagni á heimilum yfir í vindmyllur sem eru tvöfaldur Hallgrímskirkjuturn og úr því yfir í eldingar. Það sem stóð uppúr hjá mér í þessum fyrirlestri (spjalli) voru þessi atriði:

 • Ef einhver fær rafstraum getur sá hinn sami fests í straumnum (eins og í teiknimyndunum) og ef einhver festist þá þarf að passa það að koma ekki við hann nema með hlut sem leiðir ekki eins og t.d. einhverju úr tréi eins og sleif til dæmis eða með einhverju úr plasti eða einfaldlega bara einhverju sem leiðir ekki rafmagn.
  Myndaniðurstaða fyrir tom cat cartoon electric shockMynd 3
 • Það þarf bara 1-2 milliamper til þess að drepa manneskju.
 • Að allir ættu að hafa eldingavara heima hjá sér. (það stendur í svari úr stöðvavinnunni á þriðjudaginn hvað eldingavari er)
 • Það er ekki hægt að geyma rafmagn og þess vegna er gott að vera með uppistöðulón t.d. fyrir  vatnsaflsvirkjanirnar vegna þess að það er hægt að geyma vatnið en ekki rafmagnið.
 • Þegar það er verið að skipta um skemmdan bút á rafmagnslínu eru þeir sem laga hana í sérstökum málmbúningum (því að ef að þeir fá straum fer straumurinn bara utan um búninginn en ekki í þá) og fara á línuna með þyrlu og laga bútinn þannig. Þeir fá ekki straum vegna þess að þeir snerta ekki jörðina. (Alveg eins og fuglar getas setið á rafmagnslínum án þess að grillast)+
 • Gömul hús eru ekki með lekaliði í rafmagnstöflunni en það er í nýjum rafmagnstöflum.

Fréttir og fleira

Ný getnaðarvörn að koma á markaðinn?

Þrumur og eldingar fylgdu skilunum

Eldingar – vídjó

Heimildir

Mynd 1: Wikimedia Commons

Mynd 2: electronics-tutorials.ws

Mynd 3: keywordsuggest.org

Glósur: Ég glósaði sjálf þegar Gyða var með fyrirlestur

Allt sem kom fram á fimmtudaginn var eitthvað sem Guðjón sagði.

Mánudagur 23. janúar

Á mánudaginn byrjuðum við í nýjum hlekk sem er eðlisfræði hlekkur. Við fengum hugtakakort og þrjá glærupakka. Við byrjuðum tímann á því að spjalla aðeins saman um vísindavökuna og hvernig hún gekk hjá okkur en fórum svo beint í glósurnar. Í þessum tíma fengum við nearpod kynningu sem mér finnst vera mjög þægilegt. Við fórum mjög vel yfir hugtakið orka. Það helsta sem við fórum yfir voru nokkur form orkunnar sem geta t.d. verið…

 • Efnaorka
 • Stöðuorka
 • Hreyfiorka
 • Fallorka
 • Raforka

en þetta eru bara nokkur form orkunnar. Hitt atriðið sem við fórum vel yfir var lögmálið um varðveislu orkunnar en það virkar þannig í stuttu máli að það sé ekki hægt að eyða orku né skapa hana, heldur bara getur orkan bara breytt um form. Gyða sýndi okkur líka hvernig við myndum láta orkuna breyta um form 4 sinnum á sömu mínútunni en þá áttum við að nudda saman höndunum hratt og fast. Þá myndaðist hreyfiorka. Vegna hreyfiorkunnar myndaðist núningsorka og okkur fór að hitna á höndunum og það var varmaorka, en við byrjuðum á því að nota matinn sem við borðuðum í það að fá orku sjálf og þá vorum við búin að gera efnaorka –> hreyfiorka –> núningsorka –> varmaorka.

Þriðjudagur 24. janúar

Á þriðjudaginn vorum við ekki í skólanum vegna þess að við fórum til Reykjavíkur að heimsækja Tækniskólann og Borgarholtsskóla.

Fimmtudagur 26. janúar

Á fimmtudaginn vorum við að vinna verkefni í tölvunum.

Samantekt úr seinasta hlekk og næsti hlekkur.

Seinasti hlekkur var mjög stuttur og skemmtilegur en þá var Vísindavaka – seinasta Vísindavakan mín! Við lærðum þar að nota vísindalega aðferð, spyrja rannsóknarspurningar og svara henni, hafa einhverja breytu og margt fleira. Við lærðum enn betur að setja upp tilraunina (hvernig við myndum skila) en við vildum ekki gera skýrslu þannig að við gerðum myndband sem var mjög gaman að gera!

Hlekkurinn sem er að byrja núna er eðlisfræði hlekkur og við munum taka fyrir rafmagn í þessum hlekk. Það sem við munum læra er t.d. rafhrif og rafhleðsla, rafspenna, rafstraumur og viðnám og lögmál Ohms.

Fréttir og fleira

Uppgötvun tímakristalla boða byltingu

Meiri sykur í skál af granóla en í kókdós

Fréttir frá mbl.is

Vinnið verkefni af vef Orkuveitu Reykjavíkur. Svarið spurningunum og skilið inn á bloggið.

Skoða fræðslumynd Hrein orka og svo svara eftirfarandi spurningum:

 1. Hve stór hluti af orkunotkun Íslendinga er fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum?
  3/4 af allri orku sem Íslendingar nota er frá endurnýjanlegum orkugjöfum.
 2. Í hvað er innflutta orkan notuð?
  1/4 af orkunni sem við Íslendingarnir notum er innflutt en sú orka er notuð í það að knýja vélar, fiskiskip, bíla, flugvélar o.fl.
 3. Hvaða áhrif hefur það á umhverfið þegar bensín og annað jarðefnaeldsneyti er brennt?
  Þá losna gróðurhúsalofttegundir og þær valda loftslagsbreytingum (hlýnun jarðar).

Skoða fræðslumynd Raforka og svara eftirfarandi spurningum:

 1. Nefndu dæmi um þrjú mismunandi form orku.
  – Hreyfiorka
  – Stöðuorka
  – Raforka
 2. Úr hvaða þremur öreindum eru atóm gerð?
  – Róteind 
  – Rafeind
  –  Nifteind
 3. Hvaða öreindir hafa jákvæða hleðslu?
  Róteindir
 4. En neikvæða?
  Rafeindir
 5. Hvað á sér stað þegar rafmagn er flutt eftir rafmagnsvír?
  Þá eru róteindirnar (+ hlaðnar) að draga að sér rafeindir (- hlaðnar).
 6. Hvernig er hægt að framleiða rafmagn á Íslandi?
  Á Íslandi er aðallega verið að notast við endurnýtanlega orkugjafa eins og t.d. vatn. Þá er verið að breyta hreyfiorku í raforku. Þá er safnað vatninu saman í uppistöðulón og svo er því hleypt af stað og þá verður krafturinn svo mikill að hægt verður að framleiða rafmagn. Íslendingar nota líka jarðvarma og vindorku.
 7. Hvað er rafhleðsla, og hvað er rafmagn?
  – Rafhleðsla er atóm sem bætir við sig rafeind. 
  – Rafmagn eru rafeindir á hreyfingu („straumur“ rafeinda)

Frekari fróðleikur af Vísindavefnum: Hvað er rafmagn? og Hvernig varð rafmagn til?