Laufey Helga
:)

16. Mars til 20. Mars.

Ég fór bara í einn náttúrufræðitíma þessa vikuna útaf ársátíðarundirbúning. En þá lærðum við allt um sólmyrkvann. Hvernig hann gerist og þrjár týpur af honum (almyrkvi hringmyrkvi og deildarmyrkvi)

myndband (yil að útskýra)

 • almyrkvi er þegar tunglið fer fyrir alla sólina
 • hringmyrkvi er þegar það sést bara smá í sólina (svona hringur)
 • deildarmyrkvi er þegar tunglið hylur bsra smá hluta sólarinnar í einu.

 

 

9. Mars til 13. Mars 2015.

Á mánudaginn var nearpod kynning um hvernig er hægt að búa til rafmagn með vatnsorku. Hér er mjög góð útskýring á því hvernig vatnsafls virkjanir virka. Svo tókum við nearpod-próf um hvernig þetta virkar. Það sem er t.d notað er:

 • túrbína
 • Rafall
 • uppistöðulón.

Hvernig er hægt að gera rafmagn úr vatni? Í stuttu máli, þá er vatninu safnað í lón- þá er vatnið með stöðuorku. Svo er því hleypt af stað í gegnum túrbínuna og rafalinn-vatnið er orðið að hreyfi orku. Rafallinn vinnur svo hreyfiorkuna í raforku.

semsagt úr stöðuorku yfir í hreyfiorku yfir í raforku :)

Á miðvikudaginn við byrjuðum tímann á því að skoða hvaða mynd frá því í facebook leiknum okkar (í síðustu viku) hefði unnið. Myndin okkar með toppneytandanum vann :) En svo skipti Gyða okkur í hópa ( ég var með Gumma og Ragnheiði) og við áttum að lesa fræðilegan texta inná síðu Þingvalla þjóðgarðsins og skrifa niður hvert og eitt í hópnum niður lykilhugtök á miða og svo settum við það upp saman í eitt stórt og flott hugtakakort.

Á fimmtudaginn misstum við af nátturufræði vegna kynningu á faggreinavali. Ég var í spilavali og hópurinn minn bjó til mjög skemmtilegt borðspil sem heitir Hummus :)

Fréttir og fleira

Álfarnir sáttir á nýjum stað :) 

Endurbætt klósett :)

2. Mars til 6. Mars.

Á mánudaginn rifjuðum við upp líffræðina í tengslum við Hvítá. Til dæmis

 • Frumbjarga/ófrumbjarga lífvera
 • Þörf lífvera
 • kerlingafjöll
 • Þingvallavatn.
 • Hveravelli.

og bættum þessu inná hugtaka kortið okkar og fl.

Á miðvikudaginn horfðum við á þátt á rúv um tilhugalíf dýra. Það var mjög gaman að sjá það :)

Á fimmtudaginn skipti Gyða okkur í nokkra hópa og við áttum að fara út í náttúruna og taka myndir af hugtökum sem við höfum lært um. Svo áttum við að setja þær inná náttúrufræði hóp bekkjarins á facebook og like við fjórar myndir úr öðrum hópum og sú mynd sem fékk flest like vann. Ég var í hópi með Guðna og Einari Ágúst.

fréttir, myndir og myndbönd.

við horfðum á þennan fisk gera listaverk til að næla sér í kærustu :) myndband.

 

imageMyndirnar okkar.

20 stjörnur sem líta stórvel út í dragi

 

 

 

Vika eitt byrjaði reyndar í síðustu viku eeeeeen…

23.  Febrúar til 27. Febrúar.

Á mánudaginn fórum við í leik sem virkaði þannig að við drógum öll fullyrðingar. Svo settum við tvö blöð á borðið og á öðru þeirra stóð rugl og bull og á hinu skynsamlegt. Svo átum við að skiptast á að lesa hvað stóð á miðunum okkar. Svo áttum við að velja á hvort blaðið (eða í miðjuna) og rökstyðja afhverju við settum hana á það blað.

Á miðvikudaginn var þægilegur  tími. Við vorum svo fá svo að við skoðuðum Blogg hjá þeim sem voru og svo skoðuðum við myndbönd og horfðum á Svamp Sveinsson myndbönd. Við enduðum á hengimanni.

Á  fimmtudaginn var nearpod kynning um það sem við lærðum í seinustu viku ( hvítá).

16. febrúar til 20. febrúar.

Á mánudaginn skiluðum við heimaprófinu en við misstum af náttúrufræði tímanum vegna þess að við vorum í dansi.

Á miðvikudaginn var öskudagur og við eyddum síuðustu  tveim tímunum (sami tími og náttúrufræðitíminn) í íþróttahúsinu að gera eitthvað skemmtilegt.

Á fimmtudaginn byrjuðum við í nýjum hlekk (þemaverkefni) um  Hvítá. Við fengum glærupakka sem við fórum aðeins yfir og svo var líka Nearpod kynning. Við máttum glósa hjá okkur en í lok hlekksins verður hugtakakortið metið. Það sem ég glósaði var:

Hvítá:

 • Þriðja lengsa á Íslands frá upttökum til ósa.
 • 185 km.
 • Jökulá.

Hvítárvatn:

 • 30 km².

Þingvallavatn:

 • Er stærsta náttúrulega vatn á Íslandi.
 • Flatarmál: 83,7 km².
 • Mesta dýpi: 114 m.

Sogið:

 • 19  km löng lindá.
 • Sogið+Hvítá= Ölfusá.

Annað:

 • Innri öfl.
 • Ytri öfl.
 • Vatnasvið.
 • Vatnaskil.

Skýringar á skáletruðum orðum:

 • Jökulá= Á sem rennur úr bráðnandi jökli. Þær geta frosnað.
 • Linndá= Á sem er mjög tær og frýs ekki og er oftast með sama hitastigið allan ársins hring.
 • Vatnasvið= Það svæði sem hefur afrennsli til sömu ár.
 • Vatnaskil= Mörkin á milli vatnasviða.

Fréttir:

Selfie í geimgöngu.

Dýrin í sjónum hafa stækkað.