Laufey Helga
:)

Um nýja hlekkinn – Þjórsá

Í þessum hlekk ætlum við að fjalla um Þjórsá. Við munum fara yfir nánast allt sem tengist henni eins og t.d líffræðina þar, virkjanir og uppistöðulón og vatnasvið hennar. Við munum fara yfir allt frá upptökum til ósa.

Áin sjálf: 

Þjórsá er lengsta á landsins eða um 230 km á lengd frá upptökum til ósa. Vatnasvið hennar eru svo um 7530 ferkílómetrar. Áin á upptök sín að norðvestanverðum Sprengisandi. Hún rennur á mörkum Árnes- og Rangárvallasýslu og áin er blanda af dragá, lindá og jökulá. Það renna margar aðrar ár inní Þjórsá eins og t.d. Þjórsárkvíslar, Dalsá og Fossá. Af þeim ám sem renna í Þjórsá er Tungnaá að austan stærst en árnar mætast í Sultartangalóni. Svo erun líka margir fossar en þ.á.m. eru Dynkur (Búðarhálsfoss) Tröllkonuhlaup og Urriðafoss.
Þjórsá er orkumesta fallvatn á Íslandi en þar er í kringum 27% af allri virkjanlegri vatnsorku á landinu.

Mánudagurinn 29. febrúar

Það var starfsdagur í skólanum og enginn skóli.

Þriðjudagurinn 1. mars

Við vorum í fyrri tímanum á fyrirlestri um netnotkun og seinni tímann vorum við bara að spjalla um vetrarfríið og fara yfir prófið.

Fimmtudagurinn 3. mars

Við vorum í tölvuverinu að leita að upplýsingum um Þjórsá, mæla hvað hún er löng inná Google Earth og skoða myndir af sumum stöðum í ánni.

Flottir tenglar:

Fossarnir Dynkur og Gljúfurleitarfoss

Urriðafoss og Þjórsá

Heimildir

– Vísindavefurinn

Photo.blog.is

Menningarstadur.123.is