Laufey Helga
:)

Mánudagur 27. mars

Á mánudaginn byrjuðum við á glærukynningu um orkugjafa og framtíðina. Ég og Einar Ágúst vorum saman í hóp og okkar kynning var um nýtingu og verndun auðlinda. Við nýttum þennan tíma í að leita að upplýsingum, notuðum netið mest en fundum svo eina bók. Við glósuðum hjá okkur það sem átti að koma fram.

Þriðjudagur 28. mars

Á þriðjudaginn fengum við tíma í tölvuveri til að gera kynninguna. Þetta er það sem átti að koma fram:

 1. Hvað er auðlind?
  – Eitthvað sem maður hefur gagn af eða getur nýtt.
  – Skiptist í 3 flokka
  – Endurnýjanlegar (náttúrulegir orkugjafar, vatn, vindur… þessar sem klárast ekki)
  – Takmarkaðar auðlindir (þær auðlindir sem geta klárast, fiskur, skógar…)
  – Óendurnýjanlegar auðlindir (þær sem munu á endanum klárast, kol, olía, málmar, þessir orkugjafar eru ekki umhverfisvænir)
 2. Kostir/gallar
  Kostir:
  – Mikið af endurnýjanlegum auðlindum.
  – Erum sjálfbær.
  – Fjölbreytni
  Gallar:
  – Hætta á ofnotkun
 3. Framtíðin
  – Fer eftir því hvernig við nýtum auðlindirnar, gætu klárast, gætu endst lengi.
  – Breytilegt eftir árum hvernig nýtingin er.

Fimmtudagur 30. mars

Á fimmtudaginn var verið að kynna þetta verkefni en það náðu ekki allir hóparnir að kynna þannig að það verður haldið áfram með kynningar í næstu viku.

Fréttir

80% stúlkna limlestar

Fundu risavaxið risaeðlufótspor

Magnað flug í gegnum suðurljósin – myndband og frétt

Trump slær loftslagsmálin út af borðinu

Mánudagur 20. mars

Á mánudaginn var ekki tími því við vorum í danskennslu.

Þriðjudagur 21. mars

Á þriðjudaginn var fyrirlestur um eðlisfræði (orku og annað) á Íslandi.

Við fórum yfir:

mælieiningar og orku
– Öll orka jarðar má rekja til sólarinnar.
– Orka eyðist ekki – breytir bara um form.
– SI-einingakerfið er notað á Íslandi. (Metrar og Celsius)

orkugjafar og framtíðin
– Endurnæyjanlegir orkugjafar. (Sólar-, vind- og vatnsorka og svo jarðvarmi)

vindorka – kostir/gallar
kostir:
– mengar ekki
– ókeypis
– endurnýjanleg
– afturkræf
gallar:
– fugladauði
– ferðavenjur dýra breytast
– hljóðmengun

jarðvarmi
mikill varmi í möttli jarðar sem losnar með:
– varmaleiðni
– varmastreymi
jarðhitasvæðum skipt í
– háhitasvæði (eins og á Geysi)
– lághitasvæði (eins og á Flúðum)

Fimmtudagur 23. mars

Á fimmtudaginn vorum við í ,,Mistery Skype“ við krakka á Norðurlöndunum og tíminn féll niður.

Fréttir

Höfðu 80 risaeðluegg á brott með sér

 

 

Mánudagur 13. mars

Á mánudaginn var Nearpod kynning um lífríki Íslands. Ég glósaði smá en þetta er það sem ég glósaði.

Lofthjúpur jarðar:

 • Skiptist í fimm hvolf.

  lagskipting_lofthjups_jardar

  Mynd 1

 • Veðrahvolf:
  – 90% af öllu efni.
  – Næstum öll vatnsgufa í lofthjúpnum.
  – Í 10 km. hæð frá jörðu.
 • Heiðhvolf:
  – Ósonlag.
  – Í 10-50 km. hæð frá jörðu.
 • Miðhvolf:
  – Þar eyðast flestir loftsteinar.
  – Í 50-90 km. hæð frá jörðu.
 • Hitahvolf/Jónahvolf:
  – Þar myndast norðurljósin.
  – Í ca 90-500 km. hæð frá jörðu.
 • Úthvolf:
  – Þar er Hubble sjónaukinn (í um 600 km. hæð)
  – Í 500 km.hæð og upp.
 • Efni í lo8fthjúpnum:
  – Nitur (N) 78%
  – Súrefni (O) 21%
  – Argon (Ar) 1%
  – Svo eru líka efni eins og CO2 og H2O.

  blóm

  Mynd 4

Veðurfar:   

 • Heitt loft leitar upp og kalt loft niður.
  – Gerist í veðrahvolfinu og og eins með vatnið í sjónum.
  – Þá verður blöndun.

Gróðurfar:

 • Ísland er í barrskógabeltinu en samt er freðmýri hérna.
 • Freðmýri: Þegar frostið fer aldrei úr jörðinni.

Höfin:

 • Gjöful fiskimið við Ísland út af Golfstraumnum.
  – Sjórinn blandast og þá blandast næringaefni og stórir fiskistofnar „laðast“ að því.
 • Löng strandlína.
 • Mikill munur á sjávarföllum (flóði og fjöru)
 • Golfstraumurinn og Norður-Grænlandsstraumurinn mætast við strendur Íslands.

Hvað ógnar hafinu?

 • Hnignun búsvæða
 • Veiði
 • Hlýnun sjávar

  mosi_11

  Mynd 2

 • Súrnun sjávar

Flóra Íslands:

 • Innlendar háplöntutegundir eru um 490 (um háplöntur).
 • Mosa tegundir eru yfir 600.
 • Það eru 700 fléttu tegundir
 • Það eru um 2100 sveppa tegundir á Íslandi.
 • Mosar, fléttur og sveppir eru mjög einkennandi fyrir Ísland.

Fléttur:

Fléttur eru besta dæmið um samhjálp. Fléttur eru þörungar og sveppir en þá er þörungurinn að ljóstillifa (hann er frumframleiðandi) og kemur með glúkósa og sveppurinn sem er sundrandi kemur með efnin. 

Samlífi skiptist upp í þrennt en það er:
– samhjálp: báðar verurnar hafa gagn af því. Dæmi: fléttur.
– gistilífi: önnur veran hefur gagn af því en hin hvorki gagn né ógagn. Dæmi: gerlar í meltingunni okkar.
– sníkjulífi: önnur veran hefur gagn af því en hin ógagn. Dæmi: lús.

Vatnalífríki:

 • Ekki fjölbreytt.
 • Mikill breytileiki  milli tegunda – dæmi um það er bleikjan í Þingvallavatni.
  þingvallavatn

  Mynd 3 – Þingvallavatn

  – Sílableikja
  – Kuðungableikja
  – Murta
  – Dvergbleikja

 • Þingvallavatn er eina vatnið í heiminum sem þetta er þekkt.

Fána – smádýr:

 • Það eru 1400 tegundir smádýra á Íslandi.
 • 3/4 eru skordýr

Þriðjudagur 14. mars

Við náðum bara fyrri tímanum vegna þess að við fórum í FSu á Starfamessuna. Í þessum tíma héldum við áfram að tala um fánu Íslands – fuglana. Þetta er það sem ég glósaði:

 • Ekki margar tegundir en stórir stofnar.
  – T.d. er Ísland með u.þ.b. 70% af öllum stofni Heiðargæsarinnar.
 • Íslendingar drápu síðasta geirfuglinn…

Við komumst ekki yfir neitt rosalega mikið í þessum tíma en við töluðum líka um allt þetta sem ég var að glósa.

Fimmtudagur 16. mars

Á fimmtudaginn vorum við í Bláfjöllum sem var ótrúlega gaman en misstum af tímanum.

Fréttir

Minni dýr vegna hlýnunar jarðar

Fundu heilastarfsemi eftir andlát

Heimildir

Mynd 1 – Stjörnufræðivefurinn

Mynd 2 – ferlir.is

Mynd 3 – flickr

Mynd 4 – Wikimedia Commons

Háplöntur – Náttúrufræðistofnun.

Mánudagur 13. febrúar

Á mánudaginn féll tíminn niður vegna árshátíðar undirbúnings.

Þriðjudagur 14. febrúar

Á þriðjudaginn fórum við í próf uppúr eðlisfræðihlekknum.

Fimmtudagur 16. febrúar

Á fimmtudaginn fengy þeir sem náðu ekki að klára prófið tíma til þess að klára það en restin fór í tölvuverið að blogga.

Samantekt úr hlekknum

Í þessum hlekk var eðlisfræði og við tókum sérstaklega fyrir rafmang. Við byrjuðum hlekkinn á því að rifja upp hvað orka væri og nokkar myndir hennar og svo líka lögmálið um varðveislu orkunnar sem er að það sé ekki hægt að skapa orku né eyða henni heldur getur hún bara breytt um mynd. Við notuðum mikið stöðvavinnu og unnum þar nokkur verkefnablöð og gerðum skemmtilegar tilraunir og unnum svo nokkur verkefni bæði í tölvu og svo lekaliða verkefnið. Við fengum heimskókn frá rafvirkja og hann fræddi okkur um sitt starf og almennt um rafmagn. Við fórum yfir lögmál Ohms (útskýrt í þessari færslu) rafhleðslu og  rafstraum, rafspennu og viðnám. Við lok hlekkjarins fórum við yfir straumrásir, raðtengdar og hliðtengdar og svo aðeins yfir segulmagn.

Fréttir og fleira

Fundu nýtt sólkerfi!

Stóra pizzu-málið rataði í heimsfréttirnar!!

Fréttir af mbl.is og visir.is

Við fengum heimaverkefni en það var að taka mynd af rafmagnstöflunni okkar og merkja inn lekaliðann. Ég á heima í frekar gömlu húsi og er með gamla töflu sem er með postulíns öryggi en engum lekaliða. Til þess að slá út heima þarf að skrúfa út hvert öryggi fyrir sig en lekaliðinn fyrir okkar hús er í öðru húsi á bænum.

Taflan okkar

lekaliður-heima

Heima hjá ömmu og afa er nýrri tafla og hjá þeim er lekaliðinn hér.

lekaliður-amma-og-afi

 

Mánudagur 30. janúar

Á mánudaginn héldum við áfram að fara yfir rafmagn en tókum fyrir þessi hugtök:

 • Rafhleðsla: Flæði rafeinda – þegar hlutur/efni fær auka rafeind er hann rafhlaðinn.
  – Aðdráttarkraftur: Kraftur sem dregur saman. Það virkar á milli einda sem hafa gagnstæðar hleðslur (rafeind (-) og róteind (+)).
 • – Fráhrindikraftur: Kraftur sem ýtir í sundur. Virkar á milli einda með sömu hleðslu (rafeind og rafeind (- og -) eða róteind og róteind (+ og +))
  – Dæmi um aðdráttar- og fráhrindikraft eru seglar. Stundum er hægt að setja þá saman en stundum ekki. Það fer eftir því hvort seglarnir sem eru saman séu með jákvæða eða neikvæða hleðslu.
  Myndaniðurstaða fyrir attraction and repulsive forcesMynd 1
 • Rafsvið: Allar hlaðnar eindir hafa eitthvert rafsvið utan um sig en það er sterkast næst eindinni og verður veikara því lengra frá henni.
 • Stöðurafmagn: Þegar rafhleðslur safnast saman í hlut og virkar með utanaðkomandi áhrifum en þá flytjast rafeindir á milli hluta. T.d. þegar það er nuddað blörðu í hausinn á sér þá er bæði hægt að festa blöðruna á vegg og hárið manns verður rafmagnað. Þá hefur rafmagn safnast saman í báðum hlutunum.
 • Hlutir eru hlaðnir með…
  Núning: Hlutum núið saman –> Rafeindir flytjast á milli hlutanna –> Einn hluturinn verður jákvætt hlaðinn, hinn verður neikvætt hlaðinn.
  Leiðing: Tveir hlutir snertast –> Rafeindir flæða á milli.
  Rafhrif: Óhlaðinn hlutur snertir hlaðinn hlut –> Rafeindir óhlaðna hlutarins raðast uppá nýtt –> Óhlaðni hluturinn dregst að þeim hlaðna.
 • Eldingar: Verða til þegar rafeindir flytjast á milli skýja eða frá skýi til jarðarinnar en þegar þær fara frá skýjunum til jarðarinnar verður afhleðsla.
 • Rafspenna: Til þess að hreyfa rafeindir þarf orku og því meiri orka því meiri spenna. Rafspenna er sú orka sem er fyrir hendi til þess að hreyfa hverja rafeind. Rafspenna er mæld í voltum  (V).
 • Rafstraumur: Streymi rafeinda eftir vír og því fleiri rafeindir því meiri straumur er. Rafstraumur er ráknaður með I en er mældur í amperum (A).
 • Viðnám: Viðnám er mótstaða gegn rafstreymi og er táknað með R (á ensku: resistance) og er mælt í ohm (Ω)
 • Lögmál Ohms: Rafstrumur=spenna (I=V/R)
                                            viðnám

Myndaniðurstaða fyrir ohm's lawMynd 2

Þriðjudagur 31. janúar

Á þriðjudaginn var stöðvavinna og ég fór á stöð 1 sem tók næstum allan tímann en seinustu 15 mínúturnar fór ég að skoða tilrauna stöðvarnar en þar var hægt að taka í sundur allskonar rafmagnsdót eins og t.d. snúrur, innstungur o.fl. Svo var líka hægt að búa til rafrásir og mynda stöðurafmagn með blöðru.

Á stöð 1 var sjálfspróf uppúr bókinni Eðlisfræði 1 á bls. 13 en þetta voru svörin mín:

stöðvavinna 1stöðvavinna 2Myndir frá mér

Fimmtudagur 2. febrúar

Á fimmtudaginn kom Guðjón pabbi hennar Ragnheiðar í heimsókn (hann er rafvirki). Hann fór vel yfir allt það sem tengist rafmagni, allt frá rafmagni á heimilum yfir í vindmyllur sem eru tvöfaldur Hallgrímskirkjuturn og úr því yfir í eldingar. Það sem stóð uppúr hjá mér í þessum fyrirlestri (spjalli) voru þessi atriði:

 • Ef einhver fær rafstraum getur sá hinn sami fests í straumnum (eins og í teiknimyndunum) og ef einhver festist þá þarf að passa það að koma ekki við hann nema með hlut sem leiðir ekki eins og t.d. einhverju úr tréi eins og sleif til dæmis eða með einhverju úr plasti eða einfaldlega bara einhverju sem leiðir ekki rafmagn.
  Myndaniðurstaða fyrir tom cat cartoon electric shockMynd 3
 • Það þarf bara 1-2 milliamper til þess að drepa manneskju.
 • Að allir ættu að hafa eldingavara heima hjá sér. (það stendur í svari úr stöðvavinnunni á þriðjudaginn hvað eldingavari er)
 • Það er ekki hægt að geyma rafmagn og þess vegna er gott að vera með uppistöðulón t.d. fyrir  vatnsaflsvirkjanirnar vegna þess að það er hægt að geyma vatnið en ekki rafmagnið.
 • Þegar það er verið að skipta um skemmdan bút á rafmagnslínu eru þeir sem laga hana í sérstökum málmbúningum (því að ef að þeir fá straum fer straumurinn bara utan um búninginn en ekki í þá) og fara á línuna með þyrlu og laga bútinn þannig. Þeir fá ekki straum vegna þess að þeir snerta ekki jörðina. (Alveg eins og fuglar getas setið á rafmagnslínum án þess að grillast)+
 • Gömul hús eru ekki með lekaliði í rafmagnstöflunni en það er í nýjum rafmagnstöflum.

Fréttir og fleira

Ný getnaðarvörn að koma á markaðinn?

Þrumur og eldingar fylgdu skilunum

Eldingar – vídjó

Heimildir

Mynd 1: Wikimedia Commons

Mynd 2: electronics-tutorials.ws

Mynd 3: keywordsuggest.org

Glósur: Ég glósaði sjálf þegar Gyða var með fyrirlestur

Allt sem kom fram á fimmtudaginn var eitthvað sem Guðjón sagði.

Mánudagur 23. janúar

Á mánudaginn byrjuðum við í nýjum hlekk sem er eðlisfræði hlekkur. Við fengum hugtakakort og þrjá glærupakka. Við byrjuðum tímann á því að spjalla aðeins saman um vísindavökuna og hvernig hún gekk hjá okkur en fórum svo beint í glósurnar. Í þessum tíma fengum við nearpod kynningu sem mér finnst vera mjög þægilegt. Við fórum mjög vel yfir hugtakið orka. Það helsta sem við fórum yfir voru nokkur form orkunnar sem geta t.d. verið…

 • Efnaorka
 • Stöðuorka
 • Hreyfiorka
 • Fallorka
 • Raforka

en þetta eru bara nokkur form orkunnar. Hitt atriðið sem við fórum vel yfir var lögmálið um varðveislu orkunnar en það virkar þannig í stuttu máli að það sé ekki hægt að eyða orku né skapa hana, heldur bara getur orkan bara breytt um form. Gyða sýndi okkur líka hvernig við myndum láta orkuna breyta um form 4 sinnum á sömu mínútunni en þá áttum við að nudda saman höndunum hratt og fast. Þá myndaðist hreyfiorka. Vegna hreyfiorkunnar myndaðist núningsorka og okkur fór að hitna á höndunum og það var varmaorka, en við byrjuðum á því að nota matinn sem við borðuðum í það að fá orku sjálf og þá vorum við búin að gera efnaorka –> hreyfiorka –> núningsorka –> varmaorka.

Þriðjudagur 24. janúar

Á þriðjudaginn vorum við ekki í skólanum vegna þess að við fórum til Reykjavíkur að heimsækja Tækniskólann og Borgarholtsskóla.

Fimmtudagur 26. janúar

Á fimmtudaginn vorum við að vinna verkefni í tölvunum.

Samantekt úr seinasta hlekk og næsti hlekkur.

Seinasti hlekkur var mjög stuttur og skemmtilegur en þá var Vísindavaka – seinasta Vísindavakan mín! Við lærðum þar að nota vísindalega aðferð, spyrja rannsóknarspurningar og svara henni, hafa einhverja breytu og margt fleira. Við lærðum enn betur að setja upp tilraunina (hvernig við myndum skila) en við vildum ekki gera skýrslu þannig að við gerðum myndband sem var mjög gaman að gera!

Hlekkurinn sem er að byrja núna er eðlisfræði hlekkur og við munum taka fyrir rafmagn í þessum hlekk. Það sem við munum læra er t.d. rafhrif og rafhleðsla, rafspenna, rafstraumur og viðnám og lögmál Ohms.

Fréttir og fleira

Uppgötvun tímakristalla boða byltingu

Meiri sykur í skál af granóla en í kókdós

Fréttir frá mbl.is

Vísindavaka 2017 – 4. janúar – 17. janúar

Dagur 1 – (mánudagur 9. janúar)

Á fyrsta degi vísindavökunnar í ár áttum við að byrja á því að skipta okkur niður í hópa og finna okkur tilraun. Við stelpurnar ákváðum að vera saman í hóp og skoðuðum FULLT af tilraunum en okkur fannst þessar þrjár mest spennandi.

Magic sand

Eld-tilraun

Salt tilraun

Við ákváðum á endanum að velja Magic  sand tilraunina en við ákváðum að velja hana vegna þess að við gátum reddað öllum efnunum í þessa tilraun og út af því að okkur fannst mjög ,,cool“ hvernig þetta virkaði og okkur langaði að sjá hvort þetta myndi virka í alvöru.

Dagur 2 (þriðjudagur 10. janúar)

Á þessum degi fengum við tvöfaldan tíma til þess að framkvæma tilraunina og taka upp myndbandið. Það gekk allt vel og við skemmtum okkur mjög vel við að gera þessa tilraun.

Dagur 3 (fimmtudagur 12. janúar)

Í þessum tíma fengum við bara hálfan tímann vegna þess að við vorum að klára íslenskupróf en við notuðum tímann í að byrja að klippa myndbandið.

Dagur 4 (mánudagur 16. janúar)

Í þessum tíma héldum við áfram að klippa myndbandið og skrifa niður allt sem þurfti að koma fram í myndbandinu. Við náðum ekki að klára að klippa í þessum tíma en við notuðum líka vinnutímann í að klippa og svo kláraði ég að fínpússa allt heima. Við stelpurnar vorum allar mjög virkar í þessu og facebook chattið okkar var mjög mikið notað í þetta verkefni :)

Dagur 5 (þriðjudagur 17. janúar)

Þetta var skiladagurinn og allir í bekknum náðu að skila á réttum tíma sem var alveg geðveikt þannig að við notuðum fyrri tímann í það að hjálpast að við að setja myndböndin inná youtube og gerðum svo líka sjálfsmat (hver hópur saman) . Í seinni tímanum horfðum við síðan á öll myndböndin og þau voru öll mjög flott og það var mjög gaman að sjá afrakstur bekkjarins. :)

Tilraunin sjálf

Þessi tilraun virkaði þannig að við spreyjuðum vatnsverndarspreyi (silikon spreyi) á sand og sprautuðum honum ofan í skál með vatni en þá átti sandurinn að byggjast upp en það gerðist vegna þess að við gerðum sandinn vatnsheldan. Þannig að þegar við tókum sandinn úr vatninu varð hann aftur venjulegur en það er vegna þess að sandurinn var ekki í snertingu við vatn.

Við notuðum tvenns konar sprey til að hafa samanburðar tilraun. Annað spreyið var alhliða silikon sprey fyrir bæði föt og skó en hitt spreyið var fyrir leður. Þegar þetta er gert er hluturinn sem breytist (í okkar tilfelli er það spreyið) kallaður breyta en við vorum með eina breytu í þessari tilraun. þannig að við gerðum allt það nákvæmlega sama nema spreyjuðum sitthvoru spreyinu.

EFNI:
Fínn sandur, vatn og silikon sprey

ÁHÖLD:
Stór glær skál, álpappír og flaska með litlum stút (við notuðum tóma sinneps flösku)

FRAMKVÆMD:

 1.  Taka álpappír (u.þ.b. 30 – 40cm.) og brjóta upp á kantana. þetta er ekki nauðsynlegt en gott að gera þetta til þess að sandurinn fari ekki út um allt.
 2. Taka þurran sand (u.þ.b. 130 gr.) og hella honum á álpappírs bakkann.
 3. Spreyja silikon spreyi yfir og bíða þar til sandurinn þornar. Þegar sandurinn er þornaður á að blanda honum og endurtaka 3x – 4x.
 4. Setja sandinn í flöskuna.
 5. Setja vatn í skálina.
 6. Sprauta sandinum í skálina og taka hann svo upp úr skálinni og sjá hvað gerist!

NIÐURSTÖÐUR:
Okkur fannst allt ganga vel. Sandurinn byggðist upp í vatninu en varð svo þurr þegar við tókum hann upp úr vatninu sem var akkúrat það sem við vorum að leita eftir. Við vildum samt að sandurinn myndi aftur byggjast upp þegar við settum hann aftur í vatnið en það gerðist ekki heldur flaut sandurinn bara á yfirborðinu. Okkur fannst alhliða spreyið virka betur en það er vegna þess að það eru sterkari og olíumeiri efni í því.

Afhverju gerist þetta? Sandurinn verður eiginilega vatnsheldur (hydrophobic eða water fearing) þegar við spreyjuðum vatnsverndar spreyinu á sandinn gerðum við hann vatnsheldan. Það gerðist vegna þess að efnin í spreyinu innihalda olíu en olía er ,,vatnsheld“ (hún er eðlisléttari en vatn) en þess vegna flýtur t.d. bensín í pollum.
Til þess að sandurinn yrði vatnsheldur þurftum við einfaldlega að spreyja á hann efni sem inniheldur olíu en þá byggist hann upp í vatninu og verður ,,hydrophobic“ en um leið og hann kemur upp úr vatninu verður hann aftur eins og venjulegur sandur einfaldlega vegna þess að hann var ekki í snertingu við vatn.

Hér er hægt að horfa á okkar myndband en þar er sýnt nákvæmlega hvað við gerðum.

Heimildir

Steve Spangler Science

a Mánduagur 28. nóvember

Á mánudaginn hélt umræðan frá því í seinustu viku vegna þess að það náðu ekki allir að klára. Við töluðum m.a. um fóstureyðingar, erfðagalla, Downs heilkennið o.fl.

Þriðjudagur 29. nóvember

Á þriðjudaginn fengum við afhent próf sem við áttum að byrja á í tímanum og máttum svo taka það með heim ef  við vildum, við vorum að vinna í því allan tímann.

Fimmtudagur 1. desember

Við kláruðum umræðuna vegna þess að það náðu ekki allir að klára á mánudaginn. Í þessum tíma töluðum við m.a. um erfðagalla, DNA rannsóknir, arfgeng heilablóðföll og brjóstakrabbamein.

Samantekt úr hlekknum og næsti hlekkur

Í þessum erfðafræðihlekk lærðum við alveg ótrúlega mikið, fórum úr genum yfir í blóðflokka og úr blóðflokkum í mannerfðafræði. Við fórum yfir mjög mikið af hugtökum en þau hugtök sem mér finnst vera mikilvæg hugtök fyrir erfðafræði hlekkjarins, en þau eru:

 • Gregor Mendel: Gregor Mendel er oft kallaður faðir erfðafræðinnar en það var hann sem kom með kenninguna um ríkjandi og víkjandi gen en hann vissi samt ekki hvað gen voru. Mendel var munkur en hann framkvæmdi tilraunir sínar þar á garðertum (baunagrösum) vegna þess að baunagrös vaxa svo hratt. Hann byrjaði á því að setja ertur sem voru með gul fræ æxlast og svo ertur með græn fræ æxlast og þá urðu allar kynslóðir afkvæmanna annað hvort gular eða grænar. Mendel hélt áfram með tilraunir sínar. Núna notaði hann víxlfrjóvgun (gult fræ óg grænt fræ) en afkvæmin urðu ekki grængul eins og búast mátti við, heldur virtist græni liturinn hverfa, aftur á móti kom græni liturinn fram í 1/4 afkvæma næstu kynslóðar.
 • Reitatafla: Hún er notuð til þess að sýna finna út arfgerðarhlutföll.
 • Ríkjandi: Ríkjandi gen eru þau gen sem ríkja yfir veika geninu og ríkjandi eiginleikinn er sá eiginleiki sem kemur fram.
 • Víkjandi: Víkjandi genin eru þau einkenni sem hverfa ef að annað ríkjandi gen er með því. Ef að tvö víkjandi gen eru saman þá kemur einkennið fram.
 • Arfgerð: Arfgerð eru stafirnir sem tákna e-n ákveðinn eiginleika, hástafir tákna ríkjandi gen en lágstafir víkjandi gen. Dæmi: Hæð manneskju (H-hávaxin eða h-lágvaxin) getur verið HH, Hh eða hh.
 • Svipgerð: Svipgerð lýsir eiginleikanum (útliti). Dæmi: Arfgerð manns er HH sem og þá er svipgerðin hávaxinn. Arfgerð konu er Hh og þá er svipgerð hennar hávaxin. Arfgerð manns er hh og er svipgerðin lágvaxinn
 • Arfhreinn: Þeir sem eru með tvö eins gen (genapar) eru arfhreinir (HH).
 • Arfblendinn: Þeir sem eru með blönduð gen (Hh) eru arfblendnir
 • Gen: Genin eru smá partur af litning. Genin er það sem við erfum frá foreldrum okkar.
 • Litningapar: Allir litningar eru í pörum. Það eru 23 litningapör í frumum manna, alls 46 litningar.
 • Litningur: Litningur er frumulíffæri inní frumukjarnanum og litningarnir geyma genin okkar.
 • DNA: DNA er spírallaga stórsameind úr Deoxýtíbósakjarnsýru. DNA geymir grunnupplýsingar erfða. Mér finnst best að skilja DNA þannig að það lítur út eins og stigi þar sem þrepin eru niturbasarnir. Niturbasarnir eru Adenín, Týmín, Gúanín og Cýtósín. A og T tengjast alltaf og G og C tengjast alltaf. Það fer svo eftir því hvernig þessir basar raðast upp, hvernig við erum. Þegar „stiginn“ er tilbúinn er svo snúið uppá hann og þá lítur sameindin svona út2000px-dna_simple2-svgmynd 1
 • Kynlitningar: 23. litningaparið í mönnum er kallað kynlitninga par en þeir eru X og Y litningur.
  – X-litningur: Þessi litningur er heilbrigt gen en allar konur eru með 2 X-litninga (XX).
  – Y-litningur: Þessi litnigur er ekki heill en allir karlar eru með einn X-litning og einn Y-litning (XY)
 • Frumuskipting: Frumur líkamans okkar þurfa að fjölga sér og nota þessar tvær leiðir til þess.
  – Mítósa (jafnskipting): Þá tvöfladar fruman sig (öll frumulíffærin og allt) og svo skiptir hún sér í tvennt.1023px-major_events_in_mitosis-svgmynd 2
  – Meiósa (rýriskipting):  Þessi skipting á sér bara stað hjá kynfrumum (eggfrumum og sáðfrumum). Þá skiptast frumurnar ekki í tvennt, heldur í 4 hluta (þá eru 23 litningar í hverri frumu). Hjá sáðfrumunum skiptast þær í fernt og allar lifa en hjá eggfrumunum er bara sterkasta fruman sem lifir (bara 1 af 4).
  1023px-major_events_in_mitosis-svgmynd 3
 • Blóðflokar: Allar manneskjur eru í einhverjum blóðflokki en þeir eru:
  – A: A er ríkjandi eiginleiki.
  – B: B er líka ríkjandi eiginleiki.
  – O: O er víkjandi eiginleiki.
  – AB: Ef annað foreldrið er með A og hitt B þá eru þessir eiginleikar jafnríkjandi og barnið er í AB blóðflokk
 • Blóðgjöf: Ef maður lendir í slysi t.d. og missir mikið blóð þarf maður að fá blóð.
  Svona geta arfgerðir blóðflokkanna verið
  untitled
  Ef arfgerðin er annaðhvort AO eða BO má gefa bæði A og O blóð eða B og O blóð. Ef arfgerðin er AA eða BB má BARA gefa A blóð eða B blóð, því A blóðflokkurinn er með mótefni á móti B og O og B blóðflokkurinn með mótefni gegn A og O (nema arfgerðin sé AO eða BO, þá má gefa O blóð eins og segir fyrir ofan). Ef það er gefið vitlaust blóð hleypur blóð blóðþegans í kekki og hann deyr. Ef þú ert í AB blóðflokk máttu fá blóð frá A, B og AB.
 • Arfgengir sjúkdómar: Sumir sjúkdómar eru arfgengir en það þýðir að ef foreldrar þínir eru með eitthvað ákveðið einkenni getur þú erft það frá þeim. Sjúkdómar fara oftast á X-litninginn en þess vegna er algengara að karlar fái ýmis konar sjúkdóma eða galla sem konur fá ekki. Það er vegna þess að konur eru með 2 X-litninga og ef að einkennið er á öðrum X-litningnum þarf það að vera á hinum líka því annars mun einkennið ekki sjást. En hjá körlum aftur á móti sést einkennið ef það er á X-litningnum vegna þess að Y-litningurinn er ekki heill á móti.
  Svona erfist t.d. Dreyrasíki.
  dreyrasykimynd 4
 • Arfberi: Þær konur sem erfa e-ð einkenni/sjúkdóm en það kemur ekki fram vegna þess að þær eru með einn X-litning „sýktan“  en ef þær eignast börn eru líkur á því að þau verði annaðhvort arfberar eða með einkennið. Eins og segir á heimasíðu Landspítalans: „Allar dætur arfbera hafa helmingslíkur á því að vera arfberar sjálfar. Allir synir arfbera hafa helmingslíkur á því að vera blæðarar. Allar dætur blæðara eru arfberar. Allir synir blæðara eru heilbrigðir og geta ekki arfleitt börn sín að dreyrasýki. “

Núna er efnafræðihlekkur að fara að byrja, en við erum að fara að rifja upp hvernig lotukerfið virkar, róteindir, rafeindir og nifteindir, sýru og basa, jónir og að stilla efnajöfnur. Við munum gera nokkrar tilraunir líka og skýrslu með þeim.

Fréttir og fleira

Blóðflokkaleikurinn

Keisaraskurðir hafa áhrif á þróun manna

Mosva og Tennessee inn í lotukerfið

Heimildir

Mynd 1: Wikimedia commons

Mynd 2 Wikimedia commons

Mynd 3: Wikipedia

Mynd 4; Vísindavefurinn

erfdir.is

Blóðbankinn

Vísindavefurinn

Landspítalinn

Fréttir af mbl.is

Mánudagur 21. nóvember

Á mánudaginn var fyrirlesur um siðfræði. Við töluðum meðal annars um það hvort það væri siðferðislega rétt að eyða fóstri eftir að það kæmi í ljós að það væri með Downs heilkennið, hvort það væri rétti hluturinn fyrir konur að nota fóstureyðingu sem getnaðarvörn en við fórum ekkert mjög djúpt í þessar umræður. Við töluðum líka um það að hvenær væri siðferðislega rétt að eyða fóstri, þ.e.a.s. ef að fóstrið er það fatlað að það mun A) fæðast andvana eða lifa stutt B) Að barnið mun aldrei lifa venjulegu lífi og mun þurfa 100% umönnunar allt sitt líf. Mér finnst persónulega þetta vera komið undir foreldrunum en ef þau sjá fram á það að barnið þeirra muni aldrei geta hugsað um sig sjálft og að það muni kannski ná 3-5 ára aldri að þá myndi ég skilja þessa ákvörðun þeirra, því að flestir foreldrar myndu vilja gera það sem þeir gætu fyrir barnið sitt til að því líði vel og stundum er það betra að fæða ekki barnið til þess að það muni ekki þjást. Mér finnst það alltaf vera undir móðurinni komið hvort hún vilji fara í fóstureyðingu eða ekki. Mér finnst samt að það eigi aldrei að nota fóstureyðingu fyrir getnaðarvörn.

Þriðjudagur 22. nóvember

Á þriðjudaginn var fyrsti tíminn af þrem sem við tókum í sérstakan umræðu tíma. Þá fengu allir eitthvað hugtak sem tengist erfðafræðinni. Við fengum 10 mínútur til þess að finna allt sem við gátum um það sem við völdum okkur og svo settumst við saman niður og ræddum um hvert hugtak fyrir sig, en það náðu ekki allir að klára. Ég kynnti mitt hugtak í þessum tíma en ég var með Alzheimer sjúkdóminn. Ég valdi hann vegna þess að afi minn greindist með „Early Alzheimers” eða snemmkomnum Alzheimer.

Alzheimer:

Fyrstu einkenni:

 • Gleymni á hlutum sem eru nýbúnir að gerast og hefur áhrif á starfshæfni
 • Erfiðleikar við algeng viðfangsefni, innkaup, matargerð o.fl.
 • Einstaklingurinn á erfitt með að segja einföld orð og setningar rétt
 • Erfiðleikar með að átta sig á stað og stund og á erfitt með að rata um umhverfi sem manneskjan þekkir vel.
 • Léleg eða minnkandi dómgreind
 • Persónuleikabreytingar
 • Minnkandi frumkvæði og framtakssemi.

Einkenni sem margir langt sjúklingar fá eftir greiningu:

 • Málstol: Sjúklingurinn á erfitt með að finna réttu orðin og að mynda setningar. Á fyrstu stigum sjúkdómsins þarf sjúklingurinn oft að umorða það sem hann ætlar að segja til þess að það komist til skila. Á seinni stigum sjúkdómsins á sjúklingurinn erfitt með að tjá sig og oft skilja bara hans nánustu hvað hann á við.
 • Verkstol: Sjúklingar eiga erfitt með að vinna verk sem auðvelt var að vinna áður. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að gera það sem áður var auðvelt. Í fyrstu sést þetta bara á flóknum hlutum en svo seinna þarf að leiðbeina skjúklingnum í gegnum allt skref fyrir skref svo enn seinna þarf að hjálpa sjúklingnum með mjög margt í þeirra daglega lífi. Afi minn t.d. átti erfitt með að renna upp og niður rennilásum.
 • Ratvísi: Það verður erfitt að rata um, jafnvel þótt sjúklingurinn sé með kort eða GPS tæki og svo verður erfitt að rata um svæði sem sjúklingurinn þekkir vel eins og t.d. heimilið sitt.
 • Félagsfærni: Sjúklingurinn verður ófær um alls konar hluti eins og að sinna fjölskyldunni sinni, starfi og áhugamálum. En þetta gerist vegna minnistaps og þetta er einn þáttur heilabilunar.

Lyf og meðferð:

Þessi sjúkdómur leggst á þann hluta heilans sem kallast dreki.  En eins og segir á Vísindavefnum: „Drekinn hefur það hlutverk að taka á móti upplýsingum sem heilanum berast og tengir þær meðvitaðri upplifun frá því áður. Við það öðlast upplýsingarnar merkingu og berast áfram innan heilans, til heilabarkarins til frekari varðveislu (minning). Ef rýrnun verður í þessum hluta heilans eins og gerist snemma í Alzheimers-sjúkdómi er hæfileiki hans til að senda áfram meðvitaðar upplýsingar skertur.“

Það er ekki nein lækning við Alzheimer sjúkdómnum til ennþá en það er alltaf verið að reyna að þróa lyf sem lækna sjúkdóminn en hefur ekki ennþá tekist. Aftur á móti eru til lyf sem halda sjúkdómnum í skorðum, en það er bara tímabundið. Sjúklingar sem neita meðferð lifa að meðaltali í 1-3 ár eftir greiningu en þeir sem taka þessi lyf lifa í 6-10 ár eftir greiningu, en auðvitað eru til dæmi um fólk sem lifir lengur. Alzheimer er heilahrörnunarsjúkdómur en seinustu vikur, mánuði eða jafnvel ár sjúklingsins er hann mjög veikur og getur ekki gert neitt sjálfur, en þá er sjúkdómurinn búinn að taka yfir allt taugakerfið og það leiðir til dauða.

Það má lesa meira um þetta á Vísindavefnum.

Fimmtudagur 24. nóvember

Á fimmtudaginn héldum við áfram með umræðuna frá því á þriðjudaginn vegna þess að það náðu ekki allir að klára að tala um sitt.

Fréttir og fleira

Óttast óstöðvandi loftslagsbreytinga

Mynband um Alzheimer (hversu margir greinast, kynjahlutföll o.fl. frá árinu 2014)

Heimildir

FAAS – Alzheimer samtökin

persona.is

Vísindavefurinn

Vísindavefurinn