Laufey Helga
:)

Vinnið verkefni af vef Orkuveitu Reykjavíkur. Svarið spurningunum og skilið inn á bloggið.

Skoða fræðslumynd Hrein orka og svo svara eftirfarandi spurningum:

 1. Hve stór hluti af orkunotkun Íslendinga er fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum?
  3/4 af allri orku sem Íslendingar nota er frá endurnýjanlegum orkugjöfum.
 2. Í hvað er innflutta orkan notuð?
  1/4 af orkunni sem við Íslendingarnir notum er innflutt en sú orka er notuð í það að knýja vélar, fiskiskip, bíla, flugvélar o.fl.
 3. Hvaða áhrif hefur það á umhverfið þegar bensín og annað jarðefnaeldsneyti er brennt?
  Þá losna gróðurhúsalofttegundir og þær valda loftslagsbreytingum (hlýnun jarðar).

Skoða fræðslumynd Raforka og svara eftirfarandi spurningum:

 1. Nefndu dæmi um þrjú mismunandi form orku.
  – Hreyfiorka
  – Stöðuorka
  – Raforka
 2. Úr hvaða þremur öreindum eru atóm gerð?
  – Róteind 
  – Rafeind
  –  Nifteind
 3. Hvaða öreindir hafa jákvæða hleðslu?
  Róteindir
 4. En neikvæða?
  Rafeindir
 5. Hvað á sér stað þegar rafmagn er flutt eftir rafmagnsvír?
  Þá eru róteindirnar (+ hlaðnar) að draga að sér rafeindir (- hlaðnar).
 6. Hvernig er hægt að framleiða rafmagn á Íslandi?
  Á Íslandi er aðallega verið að notast við endurnýtanlega orkugjafa eins og t.d. vatn. Þá er verið að breyta hreyfiorku í raforku. Þá er safnað vatninu saman í uppistöðulón og svo er því hleypt af stað og þá verður krafturinn svo mikill að hægt verður að framleiða rafmagn. Íslendingar nota líka jarðvarma og vindorku.
 7. Hvað er rafhleðsla, og hvað er rafmagn?
  – Rafhleðsla er atóm sem bætir við sig rafeind. 
  – Rafmagn eru rafeindir á hreyfingu („straumur“ rafeinda)

Frekari fróðleikur af Vísindavefnum: Hvað er rafmagn? og Hvernig varð rafmagn til?